Izusu Trooper 1999 Bremsuvandamál

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
ArniI
Innlegg: 13
Skráður: 05.feb 2013, 11:04
Fullt nafn: Árni Ingason
Bíltegund: Isuzu Trooper

Izusu Trooper 1999 Bremsuvandamál

Postfrá ArniI » 14.maí 2014, 16:33

Sælir
Ég er með Izusu Trooper jeppa þar sem bremsurnar eru að taka mjög neðarlega, ég lét tappa af lofti en það breytti litlu.
Ég fór með hann í skoðun og fékk grænan miða vegna þess að bremsupedalinn sígur hægt og rólega þegar stígið er á hann en tekur síðan mjög neðarlega og bremsar þar allveg eðlilega.
Bremsurnar liggja ekki utan í, allt snérist eðlilega. Innri bremsuklossi er meira slitinn en sá ytri að framan en það er víst eðlilegt.
Skoðunaraðillinn stakk upp á að þetta gætu verið einhverjir þéttihringir í höfuðdælunnui
Þekkir einhver þetta vandamál?
Allar upplýsingar vel þegnar.
kv Árni




Stjóni
Innlegg: 48
Skráður: 08.jún 2010, 11:29
Fullt nafn: Kristjón Jónsson

Re: Izusu Trooper 1999 Bremsuvandamál

Postfrá Stjóni » 14.maí 2014, 19:39

Ég þekki Trooper ekki neitt en ef klossar slitna misjafnlega er það vísbending um að færsluboltarnir fyrir dæluna séu fastir.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Izusu Trooper 1999 Bremsuvandamál

Postfrá jeepcj7 » 15.maí 2014, 17:07

Eins og á mörgum öðrum bílum er algengt að færsluboltarnir sérstaklega að aftan festist og þá einmitt slitna innri klossarnir meira (þeir sem stimpillinn ýtir á) ég myndi skoða allar færslur og dælur vel áður en lengra er haldið.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

FÞF
Innlegg: 34
Skráður: 10.maí 2012, 21:09
Fullt nafn: Frank Þór Franksson

Re: Izusu Trooper 1999 Bremsuvandamál

Postfrá FÞF » 16.maí 2014, 10:35

Þegar færsluboltarnir festast virka bremsurnar einfaldlega ver. Það er alveg þess virði að liðka þá og smyrja. Hins vegar er ekkert samhengi milli fastra færslubolta og þess að bremsurnar sígi.
Ef þú ert búinn að prófa að lofttæma bremsur á öllum dekkjum og ekkert loft verið á kerfinu þá er líklegt að eitthvað sé að höfuðdælunni. Skil ég það rétt að þegar þú bremsar þá gerist ekkert fyrr en bremsupedallinn hefur sigið? Eða bremsar bíllinn eðlilega fyrir utan að bremsan sígur þegar staðið er á henni?
Það sem ég myndi byrja á er að athuga hvort loft komist á kerfið, eins og þú ert búinn að gera, og hvort nægur vökvi sé á kerfinu. Ath að ef bremsurnar draga loft einhversstaðar þá er ekki til neins að tappa því af, það kemur strax aftur. Svo er alltaf möguleiki að rangur vökvi hafi verið settur á kerfið. Svo myndi ég skoða pedalann (undir mælaborðinu), hvort eitthvað hafi losnað eða bognað o.s.frv. Ef allt er eðlilegt þá er eitthvað að höfuðdælunni.


Höfundur þráðar
ArniI
Innlegg: 13
Skráður: 05.feb 2013, 11:04
Fullt nafn: Árni Ingason
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Izusu Trooper 1999 Bremsuvandamál

Postfrá ArniI » 18.maí 2014, 09:43

Takk allir saman fyrir þessar ábendingar
Í gær reif ég dekk undan og losaði færslubolta að framan þar er allt í besta standi
Það sama verður ekki sagt um afturdekkin, hægra megin var neðri boltinn fastur og auðvitað snéri ég hann í sundur
Hvernig er best að bera sig að við að losa brotið úr ???
Ég þarf að laga þetta og skipta um bremsuklossa annar klossin var mjög ójafnt slitinn nánast búinn í annan endan en nokuð góður í hinn.
Það er ekki ólíklegt að þetta sé ástæðan fyrir siginu að klossin er svona misslitinn.
Ég ætla að smyrja alla færslubolta með koparfeiti í kjölfarið. Er það ekki það besta?
kv árni
Hér er mynd af klossunum :)
https://mail.google.com/mail/u/0/?ui=2& ... 77f_0.1&zw

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Izusu Trooper 1999 Bremsuvandamál

Postfrá svarti sambo » 18.maí 2014, 12:00

Það sem virkar best, þegar svona er komið við sögu. Þá er bara að glóð hita brotið og leifa því svo að kólna aftur, því þá þennst það út og riður drullu og riði frá að einhverju leiti. Síðan er bara að nota gott öfuggasett eða torks fyrir skrall. Í góðu öfuggasetti eru réttir borar, en ef þú notar torx, þá er bara að finna passlegan bor fyrir torxið og negla það í. eða bora brotið úr og fara svo með tappa.
Fer það á þrjóskunni


Stjóni
Innlegg: 48
Skráður: 08.jún 2010, 11:29
Fullt nafn: Kristjón Jónsson

Re: Izusu Trooper 1999 Bremsuvandamál

Postfrá Stjóni » 18.maí 2014, 12:35

Ég lenti í svipuðu, ég endaði með að fá notaða festingu fyrir dæluna. Það kostaði einhverja þúsundkalla. Þetta var í Patrol.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Izusu Trooper 1999 Bremsuvandamál

Postfrá jeepcj7 » 18.maí 2014, 14:35

Það er að ég held best að bora brotið úr eða ef hægt er að bora gat til að koma úrreki og reka brotið úr til baka slatti af þolinmæði og ryðolía er málið og jafnvel smá hitun.
Það hefur ekki gefist vel að nota copaslip á færslubolta hjá mér góð koppafeiti er miklu betri.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 22 gestir