Síða 1 af 1

Brotinn skiptigaffall í Borg Warner millikassa

Posted: 12.maí 2014, 23:50
frá Gormur
Þetta er í annað skipti sem sem þessi gaffall brotnar, hann skiftir mill háa og lága, og er nr. 8 á teikningunni.
Hefur einhver lent í þessu með svipaðan kassa eða veit einhver af hverju þetta gerist?
Þetta er Borg Warner 4426 millikassi með týpískum rafmagns skiftimótor.
Borg Warner 4426.png
Borg Warner 4426.png (83.92 KiB) Viewed 2611 times

Re: Brotinn skiptigaffall í Borg Warner millikassa

Posted: 13.maí 2014, 00:26
frá Kiddi
Varstu að skipta á milli háa og lága þegar þetta skeði, eða gerðist þetta allt í einu?

Re: Brotinn skiptigaffall í Borg Warner millikassa

Posted: 13.maí 2014, 00:47
frá svarti sambo
Þekki svo sem þennan kassa ekki neitt, en myndi veðja á að hann sé ekki að fara nógu vel í drifið og byrjar að streitast á móti gafflinum, hvort sem að þetta er stillingar atriði, stlit í færslubúnaði eða endaslagið á driföxlinum er of mikið. Kúplingin hlýtur að þrýsta á gaffalinn og mynda víbring sem verður til þess að gaffallinn brotnar.

Re: Brotinn skiptigaffall í Borg Warner millikassa

Posted: 13.maí 2014, 20:25
frá Gormur
Kiddi wrote:Varstu að skipta á milli háa og lága þegar þetta skeði, eða gerðist þetta allt í einu?

Nei, þetta hefur gerst tvisvar, í lága drifinu að keyra í snjó, í fyrra skiptið var ég nýbúinn að kaupa bílinn, þá var hann dreginn á verkstæði hjá þeim sem seldi mér bílinn, og skipt um gaffalinn. Settu notaður gaffall og kostaði viðgerðin mig 450.000 kr.
Svipað í seinna skiptið nema nú pantaði ég nýjan gaffal frá USA fyrir 12 USD.

Re: Brotinn skiptigaffall í Borg Warner millikassa

Posted: 13.maí 2014, 20:30
frá Gormur
svarti sambo wrote:Kúplingin hlýtur að þrýsta á gaffalinn og mynda víbring sem verður til þess að gaffallinn brotnar.

Ég setti annann kassa undir meðan ég bíð eftir gafflinum (þarf að komast í ferð um helgina :-))
svo þegar hann kemur fer ég í að finna ástæðu fyrir þessum brotum, eins og hefði átt að gera í fyrra skiptið.

Re: Brotinn skiptigaffall í Borg Warner millikassa

Posted: 13.maí 2014, 22:24
frá Kiddi
Er næg færsla í drifsköftunum? Getur verið að annað hvort skaftið botni við fjöðrun og þrýsti þá á millikassann?

Re: Brotinn skiptigaffall í Borg Warner millikassa

Posted: 13.maí 2014, 22:59
frá Gormur
Þetta er góður punktur Kiddi, ég þarf að skoða það.
Í millitíðinni eru allar tillögur vel þegnar.