Brettakantar

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
Haffi
Innlegg: 313
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyhatsu Rocky

Brettakantar

Postfrá Haffi » 16.nóv 2010, 23:21

Sælir jeppamenn.

Ég er með Suzuki Samurai og þarf að breykka brettakantana á henni um ca 4 cm.
Ég var að hugsa um einskonar kreppubreytingu, svo verðbilið er <10 þús, helst minna..

Svo ég spyr:
Hvernig væri best fyrir mig að "redda" þessu, og hvernig hafa menn verið að kreppubæta kantana sína?

Svona er kanturinn:
Image


Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Brettakantar

Postfrá Sævar Örn » 16.nóv 2010, 23:25

Settu stálskúffu milli boddís og kants og færðu hann utar. Límt eða skrúfað skiptir ekki öllu, margar súkkur með þetta og lítur vel út ef járnið er vandlega beygt eftir kantinum og málað og slétt. :)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Haffi
Innlegg: 313
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyhatsu Rocky

Re: Brettakantar

Postfrá Haffi » 16.nóv 2010, 23:29

Sævar, tekuru þetta ekki bara á þig? :)
Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Brettakantar

Postfrá Sævar Örn » 17.nóv 2010, 00:37

eg er ekki góður í boddísmíðinni og hef látið svoleiðis vinnu eiga sig hingað til, en það eru 2 bílar með þetta svona í súkkuklúbbnum, bæði Gísli og Birgir, þannig prufaðu að kíkja á þetta hjá þeim, voða einföld smíði virðist vera.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Haffi
Innlegg: 313
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyhatsu Rocky

Re: Brettakantar

Postfrá Haffi » 17.nóv 2010, 13:27

Skoðaði þetta einhverntímann hjá Birgi og sýndist það bara vera einhverjar gúmmíhosur sem voru hnoðaðar utaná kantinn..
Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Brettakantar

Postfrá Sævar Örn » 17.nóv 2010, 18:20

hann er nýbúinn að breyta þessu kannski 2 vikur siðan
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


rockybaby
Innlegg: 106
Skráður: 31.jan 2010, 15:53
Fullt nafn: 'Arni Þórðarson

Re: Brettakantar

Postfrá rockybaby » 17.nóv 2010, 18:50

Í sjálfu sér er ekkert voðalega mikið mál að smíða fíberkannta , smíðar mótið sjálfur úr brúnum krossvið og steypir svo í mótin , með þessari aðferð geturðu formað brettakanntinn til svo hann taki dekkjastærðina sem þú ætlar að vera með.Svo er hin aðferðin að smíða tubefender , getur flett því uppá youtube , þeir eru mikið að smíða svoleiðis kannta á wrangler og súkkur í Usa.

User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: Brettakantar

Postfrá Tómas Þröstur » 18.nóv 2010, 08:21

Snyrtilegast að setja skúffu á milli brettakants og boddís en mikil vinna og efnið gæti orðið dýrt til þess að gera. Fljótlegast að láta brettakantana á bílnum eiga sig og setja breikkunarrenning út með ytri kantinum eins og oft hefur verið gert.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Brettakantar

Postfrá jeepcj7 » 19.nóv 2010, 10:20

Hérna er svona kreppu breikkun á aftur köntum 17 cm. blikk skúffa beygð eftir kantinum límt og skrúfað saman. :o)
Image
Heilagur Henry rúlar öllu.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 57 gestir