Góðan dag.
ég var að kaupa mér 2000 árg af Patrol á 35" dekkjum.tók eftir því áðan þegar ég var að skoða skoðunarvottorðið að það er ekkert minnst á breytingar og enginn rauður breytingarmiði sjáanlegur? þarf kannski ekki breytingarskoðun fyrir 35" hann er hækkaður um tommu undir gorma að framan en ekkert að aftan. Kveðja Dóri upprennandi Patrol maður.
Breytingarskoðun .
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Breytingarskoðun .
Ætti að standa undir dekkjastærð í skráningarskírteini, held að það standi ekki lengur breytt torfærubifreið lengur.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Breytingarskoðun .
Hann þarf að vera skráður á þá dekkjastærð sem hann er á og svo er talað um +/- 8-10 prósent minnir mig, smelltu honum í breytingaskoðun til að vera réttu megin við lögin, sérstaklega ef þú lendir í einhverju skruðeríi.
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Breytingarskoðun .
Sæll ef ég skil þetta rétt þá þarf hann breitingarskoðun og hún kostar slatta.Ínn í sérskoðun þarf að fylgja Hraðamælavottorð hjólastillingarvottorð og vigtunarvottorð . kveðja guðni
Re: Breytingarskoðun .
ég þarf að kynna mér þetta betur er bara með skoðunar vottorðið en ekki skráningarskírteinið þetta gæti legið þar,allavegana er hann búinn að vera töluvert lengi með þessa kanta farin að riðga undir þeim þannig að þeir voru ekki settir á hann í gær það er kannski spurning hvort hann hafi verið á 33" dekkjum en þau eru reyndar jafnbreið og 35" það er á mörkunum að kanntarnir nái út fyrir banann. En Hvað eru þessir bílar yfirleitt hækkaðir mikið fyrir 35" kv Dóri
Re: Breytingarskoðun .
Þekki einn á "35 Pajero sem var ekki breytingarskoðaður í mörg ár. Rann alltaf í gegn þar til í fyrra.
Ekki gleyma sjúkrakassa og slökvitæki.
Ekki gleyma sjúkrakassa og slökvitæki.
Re: Breytingarskoðun .
sukkaturbo wrote:Sæll ef ég skil þetta rétt þá þarf hann breitingarskoðun og hún kostar slatta.Ínn í sérskoðun þarf að fylgja Hraðamælavottorð hjólastillingarvottorð og vigtunarvottorð . kveðja guðni
Ég þurfti ekki hraðamælavottorð, Aðalskoðun gps mældi bara hraðamælinn í breytingaskoðuninni.
Re: Breytingarskoðun .
AgnarBen wrote:sukkaturbo wrote:Sæll ef ég skil þetta rétt þá þarf hann breitingarskoðun og hún kostar slatta.Ínn í sérskoðun þarf að fylgja Hraðamælavottorð hjólastillingarvottorð og vigtunarvottorð . kveðja guðni
Ég þurfti ekki hraðamælavottorð, Aðalskoðun gps mældi bara hraðamælinn í breytingaskoðuninni.
það var gert hja mér líka í fyrra, skoðunarmaðurinn kom bara á rúntinn með gps tæki með sér.
Nissan Patrol 44" fulllæstur með lógír og öllu draslinu
Re: Breytingarskoðun .
Jæja ég fór og talaði við þá í Frumherja og bíllin er ekki breytingarskoðaður og gæinn hélt að hann þyrfti það jafnvel ekki þeir hefðu komið á tvennsskonar dekkjum og þetta gæti gengið en allavegana alveg öruggt með 33" dekkjum og þá er nú spurning hvort ég fái ekki bara lánuð 33 tommur fyrir skoðunarferðina. Reikna ekki með að eiga bílinn eftir að vera búinn að fara kerrulaus upp Kamba ;-( já eitt enn hraðamælirinn er réttur miðað við gps tækið.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur