vandamál með 400 skiptingu

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
nervert
Innlegg: 84
Skráður: 29.mar 2011, 23:44
Fullt nafn: Narfi H. Þorbergsson

vandamál með 400 skiptingu

Postfrá nervert » 01.maí 2014, 00:36

jæja nú þegar ég loksins kom patrolnum hjá mér á götuna þá kom upp vandamál, sjálfskiptinginn er byrjuð að svíkja.
Þetta lýsir sér þannig að hún virkar fínt þegar hún er köld tekur alla gíra er samt leiðinleg í drivinu. En þegar hún hitnar þá vandast málið, hún byrjar að snuða og fer ekki í 2 þrep en bakkgírinn virkar samt alltaf eins og hann á að gera hvort sem hún er heit eða köld. Ég er með hitamæli sem er í pönnuni sem sýnir ekki ofhitun, þrátt fyrir snuð.
Það sem mér hefur dottið í hug er að ég þurfi að herða uppá skiptibarkanum. einnig ætla ég að prófa að skipta um olíu og síu. P.s. það vantar ekki á skiptingu
með von um skjót og góð svör <
Narfi H.




biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: vandamál með 400 skiptingu

Postfrá biturk » 01.maí 2014, 02:58

Gæti verið brunnið band í henni
head over to IKEA and assemble a sense of humor


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: vandamál með 400 skiptingu

Postfrá stebbiþ » 01.maí 2014, 11:22

Sæll.
Ef það er engin brunalykt af skiptingunni, eða skrýtinn litur á sjálfskiptivökvanum (og vond lykt), þá gæti þetta bara verið stillingaratriði.
Ég hef átt nokkrar svona skiptingar og þær voru aldrei til vandræða og virðast vera ódrepandi. Annars átti ég aldrei neitt við stillingar á þessum skiptingum, en þú getur fundið allt um það á netinu eða keypt þér viðgerðarbók í Bílanaust.

Kv, Stebbi Þ.


Höfundur þráðar
nervert
Innlegg: 84
Skráður: 29.mar 2011, 23:44
Fullt nafn: Narfi H. Þorbergsson

Re: vandamál með 400 skiptingu

Postfrá nervert » 01.maí 2014, 12:17

Enginn var brunalyktin. Og liturinn á vökvanum var flottur. Ætla að prófa að herða uppábarkanum og sja hvað gerðist


Stjáni Blái
Innlegg: 357
Skráður: 04.feb 2010, 08:36
Fullt nafn: Kristján Stefánsson

Re: vandamál með 400 skiptingu

Postfrá Stjáni Blái » 01.maí 2014, 19:13

Er Vacuum pungurinn á henni tengdur ? (Full manifold vacuum)
Ef svo er myndi ég samt sem áður yfirfara slönguna eða punginn sjálfan..


Höfundur þráðar
nervert
Innlegg: 84
Skráður: 29.mar 2011, 23:44
Fullt nafn: Narfi H. Þorbergsson

Re: vandamál með 400 skiptingu

Postfrá nervert » 01.maí 2014, 22:07

Vacuum pungurinn er tengdur eg skal prófa að skipta út slöngunni

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: vandamál með 400 skiptingu

Postfrá Stebbi » 02.maí 2014, 17:06

Vacum modulatorinn ætti ekki að taka út 2 gírinn, hann ætti þá frekar að skipta annað hvort með fullum þrýsting eða mjög litlum á milli 1 og 2 gírs. Ef að vacum gaurinn fær ekkert vacum þá gæti farið svo að hann færi ekki í 3ja gír og er mjög harður á milli 1 og 2 gírs.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 12 gestir