Síða 1 af 1
44" Dekk undir Nissan Patrol
Posted: 28.apr 2014, 22:05
frá jongunnar
Ég var að velta fyrir mér dekkjum
Ég er með Patrol og ég var að velta fyrir mér hvaða dekk eru að koma best út undir þeim.
DC
Super Swamper
Trexus
PitBull
hvaða skoðanir hafa menn á þessu?
Re: 44" Dekk undir Nissan Patrol
Posted: 04.maí 2014, 10:36
frá jongunnar
Hmmm eru allir bara í 44"DC dekkjunum?
Re: 44" Dekk undir Nissan Patrol
Posted: 04.maí 2014, 11:07
frá Ásgeir Þór
Það væri gaman ef menn væru að svara í þennan þráð... ég er einmitt sá sem er að leita að dekkjum undir patrol og myndi vilja skoða aðra kosti en dc...
Re: 44" Dekk undir Nissan Patrol
Posted: 04.maí 2014, 13:20
frá Gunnar00
Án þess að ég eigi Patrol á svona stórum dekkjum, þá hef ég mest séð þá á DC. Ef ég væri hinsvegar að fara í svona framkvæmdir, myndi ég prufa Superswamperinn, hef haft góða reynslu af honum, þ.e. minni dekkjunum. Einnig væri fræðilegt að setja Pitbull undir svona þungan bíl, þar sem þau eru frekar stíf.
Re: 44" Dekk undir Nissan Patrol
Posted: 04.maí 2014, 13:38
frá Ásgeir Þór
já einmitt það eru flestir á dc. en nú hef ég kost á slitnum trexus 44'' hafa menn einhverja reynslu af þeim í snjó.. ? mér finnst verðlagning á slitin og fúin dc dekk of há einfaldlega.
Re: 44" Dekk undir Nissan Patrol
Posted: 04.maí 2014, 16:41
frá joisnaer
ég held að pittbull séu alveg mjög sniðug undir patrol. það er einn hérna fyrir austan á 80 cruiser á 44" pitbull og ég held að þetta séu bílar í svipuðum þyngarflokki og sá bíll kemur mjög vel út varðandi flot og drifgetu.
Re: 44" Dekk undir Nissan Patrol
Posted: 04.maí 2014, 23:19
frá GeiriLC
mæli hiklaust með pitbull fram yfir dc. ég hef ferðast soldið á báðum þessum týpum undir patrol og patrolinn er allt annar bíll á pitbullnum miklu betri