Aftari pústskynjari

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Styrmir
Innlegg: 164
Skráður: 08.mar 2010, 16:48
Fullt nafn: Styrmir Frostason

Aftari pústskynjari

Postfrá Styrmir » 28.apr 2014, 21:05

Þekkir einhver hvernig ég get losnað við aftari pústskynjarana hjá mér á 2001 dodge dakota með 4.7 v8?



User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Aftari pústskynjari

Postfrá Stebbi » 28.apr 2014, 21:42

Ef þú ert að meina þessa sem koma fyrir aftan hvarfakútana á greinunum þá er ekki hægt að losna við þá.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
Styrmir
Innlegg: 164
Skráður: 08.mar 2010, 16:48
Fullt nafn: Styrmir Frostason

Re: Aftari pústskynjari

Postfrá Styrmir » 28.apr 2014, 22:49

Af hverju er það ekki hægt?

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Aftari pústskynjari

Postfrá Stebbi » 28.apr 2014, 22:58

Ef þú ert með 4 skynjara á pústinu, 1 fyrir framan hvorn kút og 1 fyrir aftan hvorn kút þá er þetta ekki hægt því að tölvan verður að fá að vita hvað gerist í kútnum til að stilla blönduna af.

Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þú villt losna við skynjarana?
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
Styrmir
Innlegg: 164
Skráður: 08.mar 2010, 16:48
Fullt nafn: Styrmir Frostason

Re: Aftari pústskynjari

Postfrá Styrmir » 28.apr 2014, 23:04

Já losna við hvarfakútana


gmþ
Innlegg: 401
Skráður: 09.apr 2010, 23:54
Fullt nafn: Gestur Már Þorsteinsson
Bíltegund: Nissan patrol 3,3
Staðsetning: Ölfus

Re: Aftari pústskynjari

Postfrá gmþ » 28.apr 2014, 23:15

Er með trans am 1996 og það er búið að fjarlægja hvarfakúta og tengja einhverja kubba á staðinn fyrir skynjarana.

User avatar

jongud
Innlegg: 2628
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Aftari pústskynjari

Postfrá jongud » 29.apr 2014, 08:14

Þetta er örugglega hægt með því að forrita tölvuna upp á nýtt.

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Aftari pústskynjari

Postfrá gislisveri » 29.apr 2014, 08:47

Ef þú hreinsar innan úr hvarfakútnum getur þú fært skynjarana út úr gasstraumnum með múffu, sem dugar stundum til að plata tölvuna. Getur sett hné ef plássið er vandamál.
Best væri að setja þrengingu líka, ég held að BJB og Kvikk eigi dótið til að græja þetta, sæmilega ódýrt og fljótgert.
Hef gert þetta með árangri tvisvar eða þrisvar.


th.
Innlegg: 24
Skráður: 26.mar 2013, 19:18
Fullt nafn: Þórir Hálfdánarson

Re: Aftari pústskynjari

Postfrá th. » 29.apr 2014, 11:33


User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Aftari pústskynjari

Postfrá Stebbi » 29.apr 2014, 19:42

Ég get nánast lofað þér að OBD-II vél sem missir seinni súrefnisskynjarana á ekki eftir að verða ánægð með það. Eina leiðin er að færa þá út úr pústinu með einhverjum rörum og múffum til að fá aðra mælingu fyrir vélina. Ætlarðu að fara í flækjur? Og ertu eitthvað farin að spá í hvort þú missir mikilvægan bakþrýsting sem kemur með þessum hvarfakútum.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Þráinn
Innlegg: 90
Skráður: 02.mar 2011, 19:34
Fullt nafn: Þráinn Ársælsson
Bíltegund: Chevrolet K2500
Staðsetning: Vík í Mýrdal
Hafa samband:

Re: Aftari pústskynjari

Postfrá Þráinn » 30.apr 2014, 00:23

Stebbi wrote:Ég get nánast lofað þér að OBD-II vél sem missir seinni súrefnisskynjarana á ekki eftir að verða ánægð með það. Eina leiðin er að færa þá út úr pústinu með einhverjum rörum og múffum til að fá aðra mælingu fyrir vélina. Ætlarðu að fara í flækjur? Og ertu eitthvað farin að spá í hvort þú missir mikilvægan bakþrýsting sem kemur með þessum hvarfakútum.


aftari súrefnisskynjarar eru bara til að já athuga hvort að hvarfakútarnir geri sitt gagn, en eru annars alveg óþarfir....
eina sem gerist ef að þú tekur þá úr er að tölvan er ekki ánægð með virknina á hvarfakútum eða skynjurm og lætur þig vita með check engine ljósi.
*tekið með fyrirvara að sumir bílar fara í safemode við að fá kóða á hvafakút.

hvaða áhyggjur af að missa bakþrýsting hefur þú?

aftari súrefnisskynjara er hægt að plata með ýmsum leiðum td svona:
http://forums.evolutionm.net/evo-how-re ... r-how.html

eða svona:
http://www.dodgeramaccessories.com/Univ ... nced/2812/

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Aftari pústskynjari

Postfrá Kiddi » 30.apr 2014, 00:50

Já ég skil þetta ekki alveg.
Ég er með ODBII vél (nýleg GM V8) og er búinn að forrita vélartölvuna þannig að hún er ekkert að pæla í seinni súrefnisskynjurunum og það eru engin vandamál tengd því. Það eina sem þessir skynjarar gera er að meta það hvort hvarfakútarnir séu að vinna sína vinnu, eða ég hef í það minnsta ekki rekist á neinar upplýsingar um að þeir geri eitthvað meira en það.

Þessir kubbar sem menn tala um blekkja vélartölvuna til að halda að hvarfakútarnir séu að virka þannig að ég get ekki séð að það sé slæmt.

Skil ekki alveg heldur hvernig minni bakþrýstingur getur verið af hinu slæma... ég er bara með eina 3" opna túpu í pústkerfinu hjá mér og það eina sem það truflar eru eyrun á mér!


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Aftari pústskynjari

Postfrá grimur » 30.apr 2014, 05:31

Toyota er held ég með einkaleyfi á því að nota narrow band (venjulega O2 skynjara) fyrir aftan hvarfakúta til þess að kalibrera wideband skynjarana.
Narrow band skynjararnir eru mjög nákvæmir á þröngu bili, og henta því vel í það.

Ég setti svona platara kubb þegar ég hreinsaði innan úr hvarfakútunum, annars var tölvan ekki neitt sérlega sátt við ástandið.

Ég á samt eftir að ftkta meira í þessu, nýjir spíssar eru í ferðatöskunni þar sem mig grunar að þeir séu að gefa ójafnt, allavega er bensínfnykur þrátt fyrir að readout af skynjurum sé OK. Það segir mér að einn eða fleiri spíssar séu ekki alveg í lagi, og þurfi lengri opnun á spíssum til að verða ekki "lean". Þar með eru allir hinir orðnir allt of "rich", en skynjararnir sjá það ekki, sérstaklega þegar ekki eru hvarfakútar til að mixa öllu saman og jafna þetta út. Þannig fela hvarfakútar undirliggjandi vandamál.
Kannski set ég einn hvarfakút aftur undir fyrir rest til að fá þann effekt þar sem þetta verður aldrei 100%.

Gaman gaman að eiga við 5VZE, enda eðal mótor og algerlega vanmetinn hérna á klakanum.

kv
G


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 26 gestir