Losa pústskynjara?

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
bjarni95
Innlegg: 122
Skráður: 13.apr 2013, 13:35
Fullt nafn: Bjarni Freyr Þórðarson
Bíltegund: Suzuki Sidekick Spor

Losa pústskynjara?

Postfrá bjarni95 » 28.apr 2014, 19:54

Ég er að skipta um báða pústskynjara í súkkunni minni, ég sleit gengjurnar í aftari skynjaranum og fór með hann á pústverkstæði BJB þar sem þeir skiptu um hluta af pústinu og settu nýja skynjararó.
Núna þarf ég að skipta um fremri skynjarann sem er jafn fastur og aftari, málið er að fremri skynjarinn er á pústgreininni og ég vil helst ekki skemma gengjurnar á henni, kann einhver eitthvað trix við að losa svona úr greininni?

-Bjarni


Nissan Patrol 1998 35"
Jeep Wrangler 1991 35"
Suzuki Sidekick Sport 1.8L 1997 33" - SELDUR
Willys CJ-2A Volvo B18 - SELDUR

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Losa pústskynjara?

Postfrá Járni » 28.apr 2014, 19:58

Áttu gastæki?
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Höfundur þráðar
bjarni95
Innlegg: 122
Skráður: 13.apr 2013, 13:35
Fullt nafn: Bjarni Freyr Þórðarson
Bíltegund: Suzuki Sidekick Spor

Re: Losa pústskynjara?

Postfrá bjarni95 » 28.apr 2014, 19:59

Járni wrote:Áttu gastæki?


Bara svona

Image
Nissan Patrol 1998 35"
Jeep Wrangler 1991 35"
Suzuki Sidekick Sport 1.8L 1997 33" - SELDUR
Willys CJ-2A Volvo B18 - SELDUR

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Losa pústskynjara?

Postfrá Járni » 28.apr 2014, 20:08

Þú skalt byrja á því að láta þetta marenerast í ryðolíu. Svo skaltu tryggja að þú sért með gott grip á skynjaranum, T.d. með því að klippa ofan af honum til að koma topp á hann. Svo velgir þú svæðið í kringum gengjurnar og skrúfar hann úr.
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Höfundur þráðar
bjarni95
Innlegg: 122
Skráður: 13.apr 2013, 13:35
Fullt nafn: Bjarni Freyr Þórðarson
Bíltegund: Suzuki Sidekick Spor

Re: Losa pústskynjara?

Postfrá bjarni95 » 28.apr 2014, 20:18

Járni wrote:Þú skalt byrja á því að láta þetta marenerast í ryðolíu. Svo skaltu tryggja að þú sért með gott grip á skynjaranum, T.d. með því að klippa ofan af honum til að koma topp á hann. Svo velgir þú svæðið í kringum gengjurnar og skrúfar hann úr.


Já ég þarf að prófa þetta betur, ég sprautaði ryðolíu á þetta tvisvar á dag í tvo daga í von um að olían myndi ná inná gengjurnar en það var ekki nóg greinilega. Ég keypti pústskynjaratopp í Sindra með rauf fyrir vírana, toppurinn gefur bara eftir við raufina og rennur svo af skynjaranum.
Nissan Patrol 1998 35"
Jeep Wrangler 1991 35"
Suzuki Sidekick Sport 1.8L 1997 33" - SELDUR
Willys CJ-2A Volvo B18 - SELDUR

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Losa pústskynjara?

Postfrá Járni » 28.apr 2014, 21:35

Já, þeir eru bara góðir upp að vissu marki. Það er algjört lykilatriði að hafa gott tak á skynjaranum.
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Losa pústskynjara?

Postfrá Stebbi » 28.apr 2014, 21:39

Hef það eftir aldagömlum útlending að 50/50 blanda af sjálfskiptivökva og aceton sé alveg málið á svona. Það virkar vel á heit stál annað en ryðolía sem gufar upp á núll einni. Svo er hann útlendingur þannig að þetta hlýtur að vera rétt hjá honum.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Losa pústskynjara?

Postfrá Sævar Örn » 28.apr 2014, 22:32

ef þú ert viss um að skynjarinn sé ónýtur, klipptu vírana af og settu djúpan topp upp á, ef svæðið í kring er tært og þolir ekki mikil átök þá skaltu hita gengjuhulsuna fyrst en annars bara taka á því, ef þetta er snittað í pústgrein þá hlýtur hann að smella laus
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


TDK
Innlegg: 105
Skráður: 19.des 2011, 22:11
Fullt nafn: Guðmundur H. Aðalsteinsson

Re: Losa pústskynjara?

Postfrá TDK » 29.apr 2014, 04:25

Hita þetta vandlega og helst 2-3 umferðir. Hitaþenslan getur losað um ímislegt.


baldur
Innlegg: 159
Skráður: 02.feb 2010, 17:43
Fullt nafn: Baldur Gíslason

Re: Losa pústskynjara?

Postfrá baldur » 29.apr 2014, 12:26

Skera ofanaf skynjaranum með slípirokk eða klippa vírana og nota djúpan topp. Hita svo vel og taka á með lengsta mögulega átaksskafti eða loftlykli.
Svo er best að fara með snittappa og hreinsa gatið til að nýi skynjarinn rífi sig ekki fastan um leið og þú skrúfar hann í.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 51 gestur