Bremsur, Suzuki Vitara

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Bremsur, Suzuki Vitara

Postfrá hobo » 24.apr 2014, 15:56

Getur bilun í höfuðdælu lýst sér að það sé tregða á vökva út í eitt framhjól?
Það er ný bremsudæla við þetta dekk, en hún á það til að festast engu að síður og stundum bremsar hún alls ekkert.
Öll önnur dekk hemla rétt.

Image



User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Bremsur, Suzuki Vitara

Postfrá jeepcj7 » 24.apr 2014, 16:32

Er ekki bara hægt að prufa með því að víxla bremsurörum að framan við höfuðdælu?
Hef annars ekki átt við svona bilun.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Bremsur, Suzuki Vitara

Postfrá hobo » 24.apr 2014, 18:31

Þetta var mjög dularfullt.
Eftir að nýja bremsudælan fór á, var pedallin stífur og eðlilegur og ekkert gerðist út við hjól.
Svo þegar stigið var mjög fast, hrökk pedallinn niður í gólf og dælan föst...
Hvorki loft né vökvi kom út úr dælunni þegar reynt var að lofttæma.

Svo eftir einhvern tíma fór allt að virka og hægt að lofttæma, og núna virkar allt eins og á að gera!!!
Það verður samt fylgst með þessu og skipt um höfuðdæluna ef þetta gerist aftur.

User avatar

Þráinn
Innlegg: 90
Skráður: 02.mar 2011, 19:34
Fullt nafn: Þráinn Ársælsson
Bíltegund: Chevrolet K2500
Staðsetning: Vík í Mýrdal
Hafa samband:

Re: Bremsur, Suzuki Vitara

Postfrá Þráinn » 24.apr 2014, 23:47

ef þetta var bara öðru megin þá er öllum líkindum í lagi með höfuðdæluna. er nokkuð ABS í þessu?
gæti verið að það sé ónýt bremsuslanga líka, hef séð það gerast að það losnar gúmmí inn í henni og lokar fyrir flæðið?
ef þær eru gamlar og byrjaðar að morkna að utanverðu, ekki hugsa, bara skipta :)
getur líka verið kúla á slöngunni. og einnig hefur svipað komið fyrir er það hefur verið snúið upp á slönguna þegar hún var sett á.


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Bremsur, Suzuki Vitara

Postfrá grimur » 25.apr 2014, 00:32

Kannski bara fastur stimpill úti í hjóli?

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Bremsur, Suzuki Vitara

Postfrá hobo » 25.apr 2014, 12:19

Bremsudælan er ný, og það er ekkert abs.
En þetta með bremsuslönguna út í hjólið væri vert að skoða, hún var jú óvenju stíf þegar ég klemmdi hana með töng.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 39 gestir