Síða 1 af 1
Varðandi afturfjöðrun í Hilux
Posted: 22.apr 2014, 19:00
frá draugsii
Sælir nú er maður farinn að spá í að uppfæra fjörunina að aftan í Hilux
og þá er spurning hvort maður eigi að fara í gorma eða loftpúða?
ef gormar verða fyrir valinu hvaða gormar henta best?
og ef maður færi nú í loftpúða (það heillar pínu) hvaða loftpúðar eru þá bestir
Það vær gaman að fá einhverjar hugmyndir
kv Hilmar
Re: Varðandi afturfjöðrun í Hilux
Posted: 23.apr 2014, 07:35
frá draugsii
er enginn með skoðun á þessu?
Re: Varðandi afturfjöðrun í Hilux
Posted: 23.apr 2014, 07:55
frá eggerth
afturgormar úr rangerover henta öruglega vel. eða jafnvel úr four runner..
Re: Varðandi afturfjöðrun í Hilux
Posted: 23.apr 2014, 10:34
frá Startarinn
Ég er með 1200 kg púða úr landvélum í xtra cabnum hjá mér, þeir eru full stífir nema ég sé með hlass á pallinum, 100 kg virðast vera nóg, ég hef aldrei prófað 800kg púðana en ég fór í þessa því þeir voru á hálfvirði miðað við hina.
En ég setti með þessu orginal 4runner aftur dempara sem ég setti augu á í stað pinnans að ofan, þetta virkar ekki nógu vel, hásingin fer að hoppa í vissum færum með tilheyrandi látum.
Ég prófaði 80 cruiser dempara en tók þá undan aftur eftir einn rúnt, ég hefði alveg eins getað soðið hásinguna fasta eins og að keyra á þeim.
Mig vantar dempara sem eru því sem næst dauðir í samslætti en eru stífari í sundur en 4runner dempararnir, ég hef ekki fundið þá ennþá
Re: Varðandi afturfjöðrun í Hilux
Posted: 23.apr 2014, 18:48
frá draugsii
eru 4runner afturdemparar lengri en dempararnir í fjaðrabílnum?
Re: Varðandi afturfjöðrun í Hilux
Posted: 23.apr 2014, 21:21
frá Startarinn
draugsii wrote:eru 4runner afturdemparar lengri en dempararnir í fjaðrabílnum?
Já mig minnir það, ég er með um 30cm slaglengd í fjöðruninni, ég hallaði dempurunum aðeins aftur að ofan
Re: Varðandi afturfjöðrun í Hilux
Posted: 25.apr 2014, 20:03
frá draugsii
eru landvélar þeir einu sem eru með loftpúða eða eru einhverjir fleiri með þetta?
Re: Varðandi afturfjöðrun í Hilux
Posted: 25.apr 2014, 20:08
frá jeepcj7
Fjaðrabúðin Partur á Höfðanum er með púða og svo Kiddi Bergs á Selfossi veit svo ekki hvað vörubílabúðirnar eru með litla púða eins og td. Ósal og Et.
Re: Varðandi afturfjöðrun í Hilux
Posted: 25.apr 2014, 22:28
frá grimur
800kg púðarnir eru langsamlega bestir í þetta, en kosta alveg hrikalega.
Rover gorma má finna líka sem virka, sennilega besta gormalausnin enda hægt að fá marga stífleika sem eru með eins sæti.
Re: Varðandi afturfjöðrun í Hilux
Posted: 25.apr 2014, 22:33
frá Polarbear
Startarinn wrote:Mig vantar dempara sem eru því sem næst dauðir í samslætti en eru stífari í sundur en 4runner dempararnir, ég hef ekki fundið þá ennþá
þú getur fengið svona dempara frá Koni. er með svona sett og þetta virkar vel með loftpúðunum. stillanlegir líka svo þú getur valið hvað sundurslagið er stíft.
Re: Varðandi afturfjöðrun í Hilux
Posted: 25.apr 2014, 22:43
frá Startarinn
Polarbear wrote:Startarinn wrote:Mig vantar dempara sem eru því sem næst dauðir í samslætti en eru stífari í sundur en 4runner dempararnir, ég hef ekki fundið þá ennþá
þú getur fengið svona dempara frá Koni. er með svona sett og þetta virkar vel með loftpúðunum. stillanlegir líka svo þú getur valið hvað sundurslagið er stíft.
Ekki mannstu hvað týpan heitir?
Re: Varðandi afturfjöðrun í Hilux
Posted: 25.apr 2014, 22:58
frá Polarbear
Startarinn wrote:Polarbear wrote:Startarinn wrote:Mig vantar dempara sem eru því sem næst dauðir í samslætti en eru stífari í sundur en 4runner dempararnir, ég hef ekki fundið þá ennþá
þú getur fengið svona dempara frá Koni. er með svona sett og þetta virkar vel með loftpúðunum. stillanlegir líka svo þú getur valið hvað sundurslagið er stíft.
Ekki mannstu hvað týpan heitir?
ég skal athuga númerið á þeim í fyrramálið :) þetta eru auga-auga demparar, með c.a. 30 cm svið. Augun eru reyndar ekki kónísk, en maður bara sker 66% af þeim af og sýður kónísk augu í sárið ef maður þarf að breyta :)
Re: Varðandi afturfjöðrun í Hilux
Posted: 25.apr 2014, 23:59
frá S.G.Sveinsson
grimur wrote:800kg púðarnir eru langsamlega bestir í þetta, en kosta alveg hrikalega.
Rover gorma má finna líka sem virka, sennilega besta gormalausnin enda hægt að fá marga stífleika sem eru með eins sæti.
Það eru mjög svipaðir gormar undir RRC , Diskovery 1 og Defender 90
Re: Varðandi afturfjöðrun í Hilux
Posted: 26.apr 2014, 00:55
frá Svenni30
Ég er með 800kg púða og Koni það er alveg að gera sig
Re: Varðandi afturfjöðrun í Hilux
Posted: 01.maí 2014, 15:57
frá Polarbear
Polarbear wrote:Startarinn wrote:
Ekki mannstu hvað týpan heitir?
ég skal athuga númerið á þeim í fyrramálið :) þetta eru auga-auga demparar, með c.a. 30 cm svið. Augun eru reyndar ekki kónísk, en maður bara sker 66% af þeim af og sýður kónísk augu í sárið ef maður þarf að breyta :)
Hóst.... ekki kanski alveg "fyrramálið" sem ég ætlaði í þetta, en eina númerið sem ég sé á þeim er 2508. annað er því miður grjótbarið burt... :)
þeir eru mjög góðir með 1200 kg plastbotnapúðunum sem ég er með undir 80 krúsernum, ég herti þá í botn og svo 2 hringi út og það er alveg í mýksta lagi... er að spá í að fara hálfan til einn hring inn í viðbót.
þetta er samt ekki 87-2508 (sem er stuttur) því þessir hafa um það bil 30 cm fjöðrunarsvið. skal mæla þá betur um helgina, þarf að rífa þá undan og hreinsa og mála.