Síða 1 af 1

Vandamál að ná sveifarás trissu af.

Posted: 21.apr 2014, 22:26
frá Grásleppa
Sælir spjallverjar. Núna er ég að skipta um olíuverk í 4,2 nissan dísel og búinn að taka rónna af sveifarásnum en trissan ætlar bara ekki af! Það er einhver hringur sem virkar sem splitti á milli sveifarássins og trissunar og þarf að ná honum úr áður en trissan fer af. Las mig til um þetta á netinu og fann takmarkað af upplýsingum, en í viðgerðarbókinni minni segir að maður eigi bara að lemja létt á rónna og þá detti þetta úr, sem þetta hefði eflaust gert þegar þetta var nýtt :) Hefur einhver átt við svona system og með lausn? Er meinilla við að hita þetta en kannski er það eina lausnin?

IMG_1708.JPG
IMG_1708.JPG (168.47 KiB) Viewed 4961 time

Re: Vandamál að ná sveifarás trissu af.

Posted: 21.apr 2014, 22:53
frá Járni
Ég skannaði netið og fann þetta

http://www.patrol4x4.com/forum/nissan-p ... ley-18067/

Þarna talar hann um að þú eigir að setja rör á trissuna (aðeins stærra en kóníska splittið) og dúnka aðeins á það. Líklega er nú gott að baða þetta í ryðolíu fyrst.

Re: Vandamál að ná sveifarás trissu af.

Posted: 22.apr 2014, 00:02
frá Grásleppa
Var einmitt búinn að lesa þetta… ég baðaði þetta með ryðolíu og notaði nógu stórt rör til að berja a þetta, hefur ekki haggast. Hef ekki reynt að hita þetta og spyr því, er það óhætt?

Re: Vandamál að ná sveifarás trissu af.

Posted: 22.apr 2014, 00:24
frá Freyr
Hef oft notað hitabyssu á svona með góðum árangri, mun mildara en gasið en áhrifaríkt oft á tíðum.

Re: Vandamál að ná sveifarás trissu af.

Posted: 22.apr 2014, 00:44
frá Grásleppa
Prufa hitabyssuna… ef það gerir sig ekki þá er það gasið, þarf að na helvítinu af, ömurlegt að vera stopp útaf þessu! En ég sá um daginn kælisprey uppí Wurth, las á brúsanum að það væri hægt að kæla hluti niður í -50°c , væri ekki ráð að hita þetta splitti vel og kæla svo sveifarásendann? Ætli það myndi skila einhverjum árangri?

Re: Vandamál að ná sveifarás trissu af.

Posted: 22.apr 2014, 09:31
frá olei
snúa rónni við og banka ..
Screenshot-3.png
Screenshot-3.png (212.11 KiB) Viewed 4752 times

Re: Vandamál að ná sveifarás trissu af.

Posted: 22.apr 2014, 17:02
frá Brjotur
Her er samskonar svar og olei sendi :)



The manual says to remove the nut and install it the other way then tap the pulley nut end. Same as using a bit of pipe really like nastytroll said to "push" the pulley off the taperlock cone

cheers

Re: Vandamál að ná sveifarás trissu af.

Posted: 22.apr 2014, 19:14
frá Grásleppa
Var búinn að sjá þetta… er málið bara að hafa rónna passlega mikið skrúfaða uppá þá til að það sé öruggt að berja á hana? ef ég skil þetta rétt þá snýst þessi aðferð um að berja sveifarásinn innfyrir hjólið eða hvað? Þá þarf maður væntanlega að setja eitthvað á bakvið til að hjólið hreyfist ekki með? er ekki alveg að fatta þessa aðferð.

Re: Vandamál að ná sveifarás trissu af.

Posted: 22.apr 2014, 19:15
frá Grásleppa
En takk fyrir að gefa ykkur tíma í að spá í þessu, hef aldrei séð sveifarás trissu festa svona.

Re: Vandamál að ná sveifarás trissu af.

Posted: 22.apr 2014, 19:49
frá Brjotur
Eg er buinn að gera þetta einu sinni sjalfur , gott að setja trekubb a sveifarasinn til að halda við og taka svo a þessu :)

Re: Vandamál að ná sveifarás trissu af.

Posted: 22.apr 2014, 20:08
frá Grásleppa
Settiru þá trékubb á bakvið hjólið, uppvið mótorinn? Eða trékubb á hjólið sjálft og tókst á því?

Re: Vandamál að ná sveifarás trissu af.

Posted: 23.apr 2014, 08:39
frá Sævar Örn
Þið eruð að misskilja hvorn annan og misskiljið leiðbeininguna úr viðgerðabókinni, það sem þarf að gera er að losa kónísk lagaða skífu sem herðist undir rónna og þenst út í trissuhjólið,

þetta er gert með því að banka jafnt á trissuhjólið t.d. með röri sem nær út fyrir kónísku skífuna eða með því að snúa rónni öfugt og banka á hana,

spýtukubburinn kemur þessu hvergi við nema þegar olíupannan er tekin undan til að læsa sveifarásnum og ná að losa rónna framanaf, en eftir mínum skilningi ert þú nú þegar búiinn að ná að losa rónna af.



Gangi þér vel og farðu rólega í þetta, ég get ekki ímyndað mér að sveifarás þykji þung högg þægileg

Re: Vandamál að ná sveifarás trissu af.

Posted: 23.apr 2014, 10:32
frá Grásleppa
Þakka þér fyrir þetta innlegg. Já, ég náði rónni tiltörulega auðveldlega af, hélt það yrði mesti höfuðverkurinn. En ég er einmitt búinn að prófa að berja á hjólið með röri sem náði útfyrir kónísku skífuna og hún haggaðist ekki. Þess vegna er eiginlega ekkert annað eftir í stöðuni en að hita skífuna duglega og spyr ég því hérna hvort það sé í lagi uppá sveifarásinn að gera?

Re: Vandamál að ná sveifarás trissu af.

Posted: 23.apr 2014, 17:05
frá sukkaturbo
Sælir félagar nú spyr ég eins og bjáni. Er möguleiki að koma afdragara á þetta?? kveðja guðni

Re: Vandamál að ná sveifarás trissu af.

Posted: 23.apr 2014, 17:11
frá villi58
Það ætti að vera í lagi að hita svolítið varlega ef er ekki gúmmídamper inn í skífunni.
Hita þá hringinn utanvið klemmifóðringuna með rólegum hreyfingum hringinn og reyna koma olíu í þetta þegar hún er búinn að kólna vel niður.

Re: Vandamál að ná sveifarás trissu af.

Posted: 23.apr 2014, 17:43
frá Sævar Örn
Allur hiti getur skipt miklu máli í svona aðstæðum ef kónninn er alveg gjörsamlega gróinn,

þetta er frekar stórt stykki og því ætti ekki að þurfa mikinn hita til þess að kónninn smelli laus, ég myndi þó fara varlega í að hita þetta verulega mikið og helst að sleppa því að snöggkæla aftur, eins máttu gera ráð fyrir nýrri pakkdós fyrir innan ef þú hitar trissuhjólið mikið.

Það er nú bara þannig með þessa kónísku djöfla alla saman, maður getur svitnað rosalega og pirrast yfir því að losa þá, en svo er það alltaf eitt högg enn og þá kemur smellurinn sem maður beið eftir og þetta allt orðið laflaust, alveg óþolandi!

Re: Vandamál að ná sveifarás trissu af.

Posted: 23.apr 2014, 21:01
frá Ágúst83
Sæll þetta vera eins og í gamla 3.3 patrolnum splitthringurinn sem þú ert að spá í er kónískur og það þýðir ekki að nota af dragara. Þú þarft að berja beint á hjólið. Best að finna rör sem passar utan yfir splitthringinn og lemja svo á þá ætti hringurinn að losna þarft kanski nokkur högg og gott er að reina að hita hjólið ekki hringin því hann þenst út við hitan. Vonandi að þetta hjálpi þér eitthvað. Gangi þér vel.

Re: Vandamál að ná sveifarás trissu af.

Posted: 23.apr 2014, 23:35
frá svarti sambo
Í þessu dæmi myndi ég alveg gleyma hitun til að byrja með. Ég fengi mér miðlungs SDS vél og myndi nota brotinn fleig og hafa endann á honum sléttann eins og öxul. Síðan myndi ég rúnta með hann nokkra hringi utan við kóninn og athuga hvort að þetta losni ekki. Það er mjög hæpið að hiti geri nokkuð fyrir þig, vegna massa trissunnar á móti kóninum og þú missir örugglega hitann í kóninn, áður en að trissan nær að þenjast út. þó svo að þú hitir bara eina línu með asetalýn gasi. allavega ef þú ættlar að hita þetta með gasi, þá skaltu vefja rennandi blauta tusku á sveifarásinn áður en þú byrjar, til að reyna að minnka líkurnar á að missa hitann í öxulinn og kannski kóninn og hita bara eina línu. frá enda inn að miðju. En miðað við þessa mynd, að þá sýnist mér þetta rör vera draga. Færð þér bara rör með góða veggþykt og sem er aðeins stærra að innanmáli en kónninn og púnktar nokkrar skinnur í annan endann sem passa uppá gengjurnar á sveifarásnum og notar svo rónna til að draga ásinn framm og trissuna aftur og dunkar svo á toppinn fyrir rónna og herðir meira og dunkar og svo koll af kolli. Mér sýnist þetta vera aðferðin miðað við þessa mynd hér að ofan. Og best væri að hafa rörið planað í báða enda.

Re: Vandamál að ná sveifarás trissu af.

Posted: 23.apr 2014, 23:45
frá abni
Sælir
Ég notaði 4arma afdráttarkló. Setti á trissuhjólið. Gekk bara vel en þurfti að fylgja alla leið.

Re: Vandamál að ná sveifarás trissu af.

Posted: 24.apr 2014, 12:28
frá Grásleppa
Takk strákar fyrir þessar upplýsingar. Ég prufa þá næst að fara varlega með brotvélina á þetta og reyna að losa þetta þannig, skiptir litlu þó pakkdósin á bakvið eyðileggist, ætla að skipta um hana.

Re: Vandamál að ná sveifarás trissu af.

Posted: 24.apr 2014, 12:43
frá villi58
Brotvélin getur virkað fjandi vel á svona.

Re: Vandamál að ná sveifarás trissu af.

Posted: 27.apr 2014, 08:43
frá Grásleppa
Jæja, af fór helvítið eftir að velgja þetta með gasinu og berja jafnt á þetta allan hringinn með slaghamri og fleyg. Maður þarf sko ekki að hafa áhyggjur af því að hjólið sé ekki fast með þennan útbúnað.