Felgubreidd fyrir 38"

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
Seraphim
Innlegg: 62
Skráður: 07.feb 2010, 17:26
Fullt nafn: Þorvaldur Helgi Sigurpálsson
Staðsetning: Akureyri

Felgubreidd fyrir 38"

Postfrá Seraphim » 14.nóv 2010, 20:54

Sælir

Mig langar að forvitnast hver ykkar reynsla er varðandi felgubreidd fyrir 38" dekk, 15.5 á breidd

12, 13, 14 eða jafnvel 15??


Kveðja
Þorvaldur Helgi

User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: Felgubreidd fyrir 38"

Postfrá JonHrafn » 14.nóv 2010, 21:10

menn eru að nota frá 13 allt upp í 16 á breidd.


rockybaby
Innlegg: 107
Skráður: 31.jan 2010, 15:53
Fullt nafn: 'Arni Þórðarson

Re: Felgubreidd fyrir 38"

Postfrá rockybaby » 14.nóv 2010, 21:17

Mjög eðlilegt að nota jafnbreiðar felgur og munstrið er á viðkomandi dekkjartegund myndi ekki mæla með því að fara mikið umfram það , en svona eru misjafnar skoðanir manna


krunki
Innlegg: 24
Skráður: 31.jan 2010, 23:36
Fullt nafn: Adam ingibergsson

Re: Felgubreidd fyrir 38"

Postfrá krunki » 14.nóv 2010, 22:56

hvað er mynsta felgubreidd fyrir 35" dekk??? .. henda þessu inn víst það er verið að spurja um þetta hérna..


dabbigj
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 17:22
Fullt nafn: Davíð Geir Jónasson

Re: Felgubreidd fyrir 38"

Postfrá dabbigj » 15.nóv 2010, 00:50

krunki wrote:hvað er mynsta felgubreidd fyrir 35" dekk??? .. henda þessu inn víst það er verið að spurja um þetta hérna..



Fer sömuleiðis líka eftir dekkinu, super swamperinn er til fyrir alveg allt niðrí t.d. 15x7 felgu í 34" en algengast er að dekk í 35 fari á 8,5" - 10" breiðar felgur.


Dodge
Innlegg: 288
Skráður: 05.okt 2010, 15:05
Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
Bíltegund: Jeep Wrangler
Staðsetning: Akureyri

Re: Felgubreidd fyrir 38"

Postfrá Dodge » 15.nóv 2010, 14:47

14" er svona ríkis breiddin fyrir 38" og 10" breytt fyrir 35"


Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: Felgubreidd fyrir 38"

Postfrá Heiðar Brodda » 09.jan 2011, 23:14

Felgubreidd f/38'' 15-16'' hef séð bíl á 17'' breiðum felgum ef 35'' er 14,5'' breið er 14 allt í lagi bróðir minn átti willis á 33'' og var með 14''breiðar felgur en þetta er allt spurningum háð og landshlutum háð líka hérna fyrir austan (ekki að tala um hveragerði) er t.d 46-47'' dekk á 20-22'' breiðum felgum og 38'' mikið á 16'' breiðum felgum ein félagi minn er á breiðari felgum að framan 1-2'' breiðari segir að hann drífi betur svoleiðis hef verið á hilux með 14'' breiðum felgum og það virkaði alveg en stefnað var alltaf sett á 15,5-16''

kv Heiðar Brodda

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Felgubreidd fyrir 38"

Postfrá jeepcj7 » 09.jan 2011, 23:34

Hef sjálfur notað 12,13 14 og 15" breiðar felgur fyrir 38" og alltaf fundist virkni í snjó batna með breiðari felgu,en álag á allt eykst líka í nokkuð jöfnu hlutfalli og viðnám/ mótstaða í snjó líka finnst mér.
En svo lúkkar alltaf betur líka að vera á breiðum felgum :O)
Heilagur Henry rúlar öllu.


Magnús Ingi
Innlegg: 167
Skráður: 18.feb 2010, 15:34
Fullt nafn: Magnús Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyota 4Runner

Re: Felgubreidd fyrir 38"

Postfrá Magnús Ingi » 10.jan 2011, 13:44

Ég er með AT dekkin mín á 16tommu og er það að virka fínt


spámaður
Innlegg: 291
Skráður: 19.des 2010, 09:51
Fullt nafn: hlynur þór birgisson

Re: Felgubreidd fyrir 38"

Postfrá spámaður » 10.jan 2011, 17:26

hefði haldið að felgubreidd ætti aldrei að vera minni en baninn á dekkinu,fyrir snjójeppa allavega.
Hlynur þór birgisson
'46 willys 460 bbf
Ford F250 35" 5.4L D'74
Mmc outlander turbo
Bmw 323 coupe
Ford ranger 4.0 35"


Gunnar
Innlegg: 226
Skráður: 31.des 2010, 20:09
Fullt nafn: Gunnar Sævarsson
Bíltegund: Wranger YJ 38"

Re: Felgubreidd fyrir 38"

Postfrá Gunnar » 13.jan 2011, 18:30

hef aldrei séð 38" jeppa drífa neitt á minna en 15" breiðum felgum, nema að ég man eftir einum Hilux sem var bara á 12" breiðum felgum og hann dreif helling, eiginlega bara ótrúlega mikið.

User avatar

JónD
Innlegg: 38
Skráður: 10.apr 2010, 12:34
Fullt nafn: Jón Dan Jóhannsson
Staðsetning: akureyri

Re: Felgubreidd fyrir 38"

Postfrá JónD » 14.jan 2011, 10:21

ég er á 13 tommum og er mjóg ánægður með það

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Felgubreidd fyrir 38"

Postfrá Óskar - Einfari » 14.jan 2011, 12:07

13-15 tommu.... fer líka doldið eftir því hvaða 38" dekk þú ert með...

Ég er með MickeyThompson á 12" breiðum felgum og það er of mjótt.... ekki hvað drifgetu verðar heldur dekkin belgjast svo mikið og hliðarnar fara illa að vera á svona mjóum felgum.... verður hrikalega leiðinlegur í hliðarhalla... stefni á að verða mér út um 14" breiðar felgur.

Kv.
Óskar Andri
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


Kalli
Innlegg: 413
Skráður: 27.júl 2010, 18:28
Fullt nafn: Karl Guð
Bíltegund: Cherokee 2007

.

Postfrá Kalli » 14.jan 2011, 12:44

.
Síðast breytt af Kalli þann 08.nóv 2014, 12:21, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Felgubreidd fyrir 38"

Postfrá Stebbi » 15.jan 2011, 16:11

Ég hef verið með jeppann minn á 12 og 14 breiðum felgum, sami bíll og sömu dekk. Áberandi hvað hann var duglegri í snjó á 14" felgunum, og einhvernvegin þýðari í akstri líka. Upplifi ekki þessa hjólfaraskelfingu sem menn hafa talað um þegar felgurnar eru breiðar.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur