Síða 1 af 1
Bifvélavirkjar - Skoda Ocktavia - airbagljós
Posted: 17.apr 2014, 14:13
frá Jónas
Þekkt bilun í Skoda, airbag ljós kviknar v/lélegs tengis undir ökumannssæti. Lausnin er að fjarlægja tengið og beintengja sjá mynd. Airbag ljósið logar í bílnum hjá mér þrátt fyrir beintengingu. Mér finnst þó undarlegt að litir séu ekki tengdir saman ( hvítur í hvítan ) Einhver sem þekkir þetta? Ég er ekki alveg til í að fikta mikið í þessu og fá airbag í andlitið….
Re: Bifvélavirkjar - Skoda Ocktavia - airbagljós
Posted: 17.apr 2014, 15:51
frá Sævar Örn
Kallast þetta viðurkennd viðgerð frá framleiðanda? Viðurkennd bilun hlýtur að hafa viðurkennda viðgerðaraðferð. Eftir svolítið gúggl hef ég séð að ýmist er talað um bilun í wiring plug eða wiring loom, sem er sitthvor hluturinn, annarsvegar er það vissulega tengið sem bilar og þarf að skipta um en annars eru það lagnirnar að tenginu.
Svo má spyrja, hvernig var bilanagreiningin? Þekkt bilun er ekki endilega það sama og algeng bilun og því má ekki giska
Það þarf samt ekkert að kallast einkennilegt að vírar breyti um liti yfir tengi, það er nokkuð algengt.
Ef við gefum okkur að þetta sé varanleg viðgerð sem komi aldrei til með að valda hættu á óundirbúinni sprengingu á loftpúða, og eins og þetta lítur út þá er ekki betur séð en að svo sé m.v. að tengingar séu réttar, þá þarf eflaust að hreinsa kóðann úr airbag tölvunni með aflestrartölvu, ef það hefur ekki þegar verið gert.
Re: Bifvélavirkjar - Skoda Ocktavia - airbagljós
Posted: 17.apr 2014, 16:22
frá Járni
Er búið að lesa tölvuna nýlega?
Þó þetta sé þekkt bilun getur núverandi bilun legið annarsstaðar.
Re: Bifvélavirkjar - Skoda Ocktavia - airbagljós
Posted: 17.apr 2014, 16:52
frá Jónas
Illa orðað hjá mér, það hefði verið betra að segja "algeng aðferð"? í staðinn fyrir viðurkennd. Bílinn keypti ég notaðan/yfirfarinn af Heklu. Ég veit þó ekki hver framkvæmdi þessa viðgerð. Airbag kóðinn var þurrkaður út í bilana tölvu en kviknaði fljótlega aftur.
Re: Bifvélavirkjar - Skoda Ocktavia - airbagljós
Posted: 17.apr 2014, 20:09
frá Stebbi
Er þá ekki bara skynjarinn í sætinu bilaður, gerist meira að segja í Toyota að þessir skynjarar bili. :) Um að gera að fara í þá aftur og láta lesa nýja kóðann úr og sjá hvað málið er.