Síða 1 af 1

Veltibogi

Posted: 15.apr 2014, 21:43
frá Sævar Páll
Sælir. Er að fara að smíða veltiboga á ramchargerinn hjá mér og var að velta fyrir mér hvaða efni menn notuðu í þetta. Er að hugsa um að hafa bogann tvöfaldann, svipaðann þessum Image

Er tveggja tommu saumað rör, svart, 3.2 mm veggþykkt nóg í svona æfingar? eða væri meira vit í að hafa þau grennri og heildregin? Er ekki mjög stressaður yfir nokkrum kílóum til eða frá.
Þetta verður að vitaskuld beygt en ekki með suðubeygjum í aðalboganum.

Kv Sævar P

Re: Veltibogi

Posted: 15.apr 2014, 22:01
frá villi58
Sævar Páll wrote:Sælir. Er að fara að smíða veltiboga á ramchargerinn hjá mér og var að velta fyrir mér hvaða efni menn notuðu í þetta. Er að hugsa um að hafa bogann tvöfaldann, svipaðann þessum Image

Er tveggja tommu saumað rör, svart, 3.2 mm veggþykkt nóg í svona æfingar? eða væri meira vit í að hafa þau grennri og heildregin? Er ekki mjög stressaður yfir nokkrum kílóum til eða frá.
Þetta verður að vitaskuld beygt en ekki með suðubeygjum í aðalboganum.

Kv Sævar P

2" með saum og 3.2 mm veggþykkt er mjög gott og þolir nánast allt, og ekki verra ef þú ert með þetta tvöfallt.
Mundi hiklaust kíla á þetta.

Re: Veltibogi

Posted: 15.apr 2014, 22:53
frá svarti sambo
Það er alveg nægur styrkur í þessu og ætli það gefi sig ekki eitthvað annað í bílnum áður en að þetta fer.