Vantar hjálp frá viskuboltum

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
magnum62
Innlegg: 201
Skráður: 19.aug 2011, 17:10
Fullt nafn: Magnús Guðmundsson
Bíltegund: Izusu Trooper 3.0 l

Vantar hjálp frá viskuboltum

Postfrá magnum62 » 15.apr 2014, 02:08

Sælir, Ég á Jeep Gand Cherokee ´93, reyndar tvo, og er í stökustu vandræðum með þann sem er á númerum (hann er grænn og hinn blár). Sá græni hætti að starta nema eftir hentugleika hjá sjálfum sér. Eftir að hafa tekið sviss, startara, og relay og skipt um öryggi (allt úr þeim bláa, sem sló ekki feilpúst þegar kom að þessum málum) situr enn allt við sama. Bíllinn var góður í nokkra daga en núna bara eftir hentugleika. Hafið þið hugmynd um hvað gæti verið að?

Ég hringdi í dag, að vísu eftir fimm þegar allir voru farnir af verkstæðinu, í Bíljöfur og spurðist fyrir um þetta og fékk þau svor að hringja á morgun eða koma með bílinn í kóðalestur. Vildi nú prófa spyrja hér fyrst.




Hlynurn
Innlegg: 88
Skráður: 11.feb 2013, 14:10
Fullt nafn: Hlynur Nökkvi Hlynsson
Bíltegund: Hilux

Re: Vantar hjálp frá viskuboltum

Postfrá Hlynurn » 15.apr 2014, 02:41

Sæll,
Hefuru skoðað jarðtengingarnar (tæring/rið) eða vírana í startarann? er hann eitthvað verri þegar það er kalt?
Ef hann er slæmur Þegar það er kalt þá gæti rafgeymirinn verið að stríða þér, getur farið í Skorra eða stillingu og látið mæla geymirinn þér að kostnaðarlausu.

Gæti verið að þú sért löngu búinn að athuga þetta, en það sakar ekki að athuga þetta áður en þú ferð og eyðir pening í þetta á verkstæði.


TDK
Innlegg: 105
Skráður: 19.des 2011, 22:11
Fullt nafn: Guðmundur H. Aðalsteinsson

Re: Vantar hjálp frá viskuboltum

Postfrá TDK » 15.apr 2014, 04:39

Gætir prófað næst þegar hann neitar að starta að tengja beint frá pól niður á startara. Þá ertu allavega búinn að tryggja að vandamálið sé straumleiðnin frá geimi niður í startara.


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Vantar hjálp frá viskuboltum

Postfrá sukkaturbo » 15.apr 2014, 08:16

Sæll gerðu eins og að ofan greinr og gefðu startaranum góða jörð og tölvunni líka.


hrollur
Innlegg: 33
Skráður: 24.maí 2010, 15:00
Fullt nafn: Þórir Gíslason

Re: Vantar hjálp frá viskuboltum

Postfrá hrollur » 15.apr 2014, 10:34

Góðann daginn 'Eg tel nokkuð örugt að Geimasamböndin hjá þér eru orðin tærð þar sem vírinn kemur inn í skóin þetta er þrigt utanum vírin enn tærist samt settu nítt og alt verður í lagi..
Kveðja Þórir.


Höfundur þráðar
magnum62
Innlegg: 201
Skráður: 19.aug 2011, 17:10
Fullt nafn: Magnús Guðmundsson
Bíltegund: Izusu Trooper 3.0 l

Re: Vantar hjálp frá viskuboltum

Postfrá magnum62 » 15.apr 2014, 11:14

Takk strákar, var búinn að prófa að beintengja startaranna frá pól og sá sem var í græna var tæpur en sá í blá virkaði og fór hann í bílinn, búinn að fara í Skorra ekkert að geymi en nú fer ég bara í að skipta um kapla bæði á + og - Svissinn var að vísu orðinn nokkuð slitinn og því skipti ég, það klikkar í relayum þegar ég svissa á en ekkert annað.

Kv. MG

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Vantar hjálp frá viskuboltum

Postfrá svarti sambo » 15.apr 2014, 21:02

magnum62 wrote:Takk strákar, var búinn að prófa að beintengja startaranna frá pól og sá sem var í græna var tæpur en sá í blá virkaði og fór hann í bílinn, búinn að fara í Skorra ekkert að geymi en nú fer ég bara í að skipta um kapla bæði á + og - Svissinn var að vísu orðinn nokkuð slitinn og því skipti ég, það klikkar í relayum þegar ég svissa á en ekkert annað.

Kv. MG

Skýtur spólan bendensinum fram eða ekki.Klikkar bara í relayunum þegar svissað er á og ekkert þegar startað er eða klikkar í spólunni á startaranum þegar þú startar.
Þetta ætti að vera plúsvírinn frá geymir niður á startara ef að spólan skýtur bendensinum framm. En ef að spennan á geyminum verður engin þegar að þú startar að þá er það mínusinn. Svo ef ekkert gerist þegar að þú reynir að starta að þá fær spólan ekki stýrisstraum + eða - ekki í lagi fyrir stýris-strauminn inná spóluna.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

Subbi
Innlegg: 282
Skráður: 05.jan 2013, 00:23
Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
Bíltegund: GMC Suburban

Re: Vantar hjálp frá viskuboltum

Postfrá Subbi » 18.apr 2014, 00:34

athugaðu með bremsunemann ef hann er með þannig útbúnað þeas að það þurfi að tipla á bremsu til að skifta honum úr parki og starta sem á líka við Beinskifta veit ekki hvort Jeep er með svona en Dodge Dakota hjá mér var útbúinn svona og hætti svo að starta og var búið að eyða miklum tíma og peningum í bilana leit þegar kom í ljós að eitt lítið Lóðbretti var ónýtt sem tengdist þessum skynjara á bremsupetala

Ef það er svona útbúnaður þá er um að gera að athuga hann
Kemst allavega þó hægt fari

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Vantar hjálp frá viskuboltum

Postfrá svarti sambo » 19.apr 2014, 06:55

Subbi wrote:athugaðu með bremsunemann ef hann er með þannig útbúnað þeas að það þurfi að tipla á bremsu til að skifta honum úr parki og starta sem á líka við Beinskifta veit ekki hvort Jeep er með svona en Dodge Dakota hjá mér var útbúinn svona og hætti svo að starta og var búið að eyða miklum tíma og peningum í bilana leit þegar kom í ljós að eitt lítið Lóðbretti var ónýtt sem tengdist þessum skynjara á bremsupetala

Ef það er svona útbúnaður þá er um að gera að athuga hann


Þetta helv. held ég að sé búið að vera nánast í öllum amerískum bílum eða ameríku týpum, síðan 1986-88 eða fyrr. Allavega var búið að setja þetta í ameríkutýpu af hilux sem ég átti einu sinni.
Þessi búnaður er oft kallaður barnalæsing í minni sveit og er tengdur við bremsupetalann á sjálfskiftum bíl en kúplingspetalann á beinskiftum bíl :-)
Fer það á þrjóskunni

User avatar

Þráinn
Innlegg: 90
Skráður: 02.mar 2011, 19:34
Fullt nafn: Þráinn Ársælsson
Bíltegund: Chevrolet K2500
Staðsetning: Vík í Mýrdal
Hafa samband:

Re: Vantar hjálp frá viskuboltum

Postfrá Þráinn » 19.apr 2014, 15:05

er hann beinskiptur eða sjálfskiptur?


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 15 gestir