RWAL Skynjarar

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Ragnar Karl
Innlegg: 72
Skráður: 23.apr 2010, 21:44
Fullt nafn: Ragnar Karl Gústafsson

RWAL Skynjarar

Postfrá Ragnar Karl » 13.apr 2014, 00:15

Sælir.

Mig vantar smá upplýsingar.
Við félagarnir vorum að græja D 60 afturhásingu undir rassinn á Dodge Ram 1500 árg. 1996. Bíllinn er 5gíra beinskiptur á 44 DC, 4:88 hlutföll ( var að breita úr 4:56)
Í orginað afturhásingunni var skynjari, svokallaður RWAL (rear weal anti lock) skynjari. Á drifkögglinum var 117 tanna kranns sem skynjarinn þreifaði á. í Nýju hásinguna settum við loftlás og á hann krans með 120tönnum og boruðum gat fyrir orginal skynjaran.

Svo er farið að prófa græjuna. Eftir að ca.70 km hraða er náð kveiknar ABS ljósið og handbremsuljósið.

Sé bíllinn ræstur án þess að skynjarinn sé tengdur á kveikna þessi sömu ljós eftir að bíllinn hefur verið í gangi í sirka hálfa mín.
Sé skynjarinn ónýtur þá eiga þessi ljós að blikka (las það reyndar á einhverri spjallsíðu)
Cruse controlið virkar fínt og hraðamælirinn líka.

Það er skynjari á úttakinu aftur úr millikassanum. má vera að þessir tveir skynjarar nái ekki að samræma upplýsingarnar sín á milli.

einhverjar hugmyndir??User avatar

Freyr
Innlegg: 1687
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: RWAL Skynjarar

Postfrá Freyr » 13.apr 2014, 01:09

Þetta er vegna misræmis milli merkja frá ABS að framan og aftan. Gerist á 70 því innan þess hraða er mismunurinn innan skekkjumarka. Það þarf að setja hraðamælabreyti á merkið frá afturhásingunni til að skala það örlítið niður því með fleiri tönnum telur sá skynjari hraðar en þeir í framhjólunum.


Höfundur þráðar
Ragnar Karl
Innlegg: 72
Skráður: 23.apr 2010, 21:44
Fullt nafn: Ragnar Karl Gústafsson

Re: RWAL Skynjarar

Postfrá Ragnar Karl » 13.apr 2014, 09:19

Það eru ekki skynjarar á framhjólunum.
en það er skynjari á millikassanum og það væri þá þar á milli sem ruggluninn væri.

mér var nú búið að detta í hug að setja einn punkt á milli tanna á kransinum. þá breytast tvö merki í eitt. s.s. 118púlsar í staðinn fyrir 120.

kv. Ragnar

User avatar

Atttto
Innlegg: 120
Skráður: 18.mar 2012, 23:38
Fullt nafn: Atli Þorsteinsson
Bíltegund: Grand cherokee
Staðsetning: Reyđarfjörđur

Re: RWAL Skynjarar

Postfrá Atttto » 13.apr 2014, 21:19

já það er bara að prufa það, eða jafnvel að hreinsa 3 tennur úr,

ég prufaði þetta þegar ég færði ABS hjólið af öxlinum á úttakið á millikassa þá fækkaði ég tönnunum úr 48 í 8 og skynjarinn verður ekki var við að það sé eitthvað vitlaust í þessu. og meira segja hraðamælirinn er nokkuð réttur (WJ cherokee).

Kv Atli
Ef þú kemst þađ ekki þá þarftu meira afl

44" Grand Cherokee (í vinnslu)


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 16 gestir