Síða 1 af 1

hlutföll i hilux

Posted: 11.apr 2014, 19:49
frá braskari
er með hilux sem eg var að eignast og það eru ekki sömu hlutföll að framan og aftan en eg fekk með honum rétt hlutfall i afturdrifið en þar sem eg er nýr í þessu jeppabralli hef eg ekki hugmynd um hvort þetta sé eithvað stórmál..
einhver hér sem getur lýst fyrir mér í fljótu bragði hvernig ég sný mér í þessum málum?

Re: hlutföll i hilux

Posted: 11.apr 2014, 20:03
frá Járni
Jah, þetta er meira en minna mál.

Eru hlutföllin í lausu eða í drifköggli?

Ef þau eru í köggli og tilbúin, þá þarftu bara að skrúfa allt í sundur og saman aftur, ekkert að stilla. Annars þarftu að stilla inn drifið.
Þú getur lesið þér til um þetta á netinu og reynt að útvega þér viðgerðarbók.

http://www.nude.is/stuff Hér á að vera samansafn af bókum en það virðist vera niðri núna.

Annars er það líka vænlegur kostur að skrúfa köggulinn úr og láta skipta um hlutföllin fyrir þig, það gæti verið fljótt að borga sig.

Re: hlutföll i hilux

Posted: 11.apr 2014, 20:06
frá braskari
þetta er ekki samansetttur köggull, fékk bara kassa fullan af doti og það reyndar er köggul i kassanum en ekki saman settur, hlít að finna eithvað útúr þessu annas fæ eg einhvern i verkið :D

Re: hlutföll i hilux

Posted: 11.apr 2014, 20:23
frá villi58
Ég mæli með að þú fáir vanann mann í þetta, þetta er nákvæmis vinna og þarfnast réttra verkfæra.
Hlutföll eru dýr og ekki ástæða að taka sénsinn, betra að fá mann og fylgjast vel með hvernig þetta er gert og læra af því.