Síða 1 af 1

ventlalokspakkning í Benz

Posted: 03.apr 2014, 12:59
frá Sævar Páll
Sælir. Ég er að brasa með ventlalokspakkningu í gamalli benz vél, kemur úr 309d smárútu. Vélin heitir om314 er úr ca 76 módelinu af bíl. Pakkningin lítur svona út :Image
Hún er tvískipt þar sem að hún er bæði að þétta ventlarýmið og inntaksrönnerana.
Er einhver hérna heima sem gæti átt svona eða vitað um einhver sem flytur þetta inn?

Kv Sævar P

Re: ventlalokspakkning í Benz

Posted: 03.apr 2014, 19:49
frá Steinmar
Sæll
Prófaðu Kistufell, nú eða Öskju; aldrei að vita hverju þeir gætu lumað á eða vitað um. Ég gerði upp svona mótor fyrir nokkru síðan og þá fékk ég pakkningasett í Kistufelli, en þá voru aðrir tímar...

Kv. Steinmar

Re: ventlalokspakkning í Benz

Posted: 03.apr 2014, 20:51
frá Tjakkur
fékk sambærilega pakkningu í OM617 í Kistufelli

Re: ventlalokspakkning í Benz

Posted: 04.apr 2014, 17:51
frá Sævar Páll
já ok takk var víst ekki búinn að ræða við þá.