Síða 1 af 1

Dodge Powervagon, vantar upplýsingar.

Posted: 31.mar 2014, 19:34
frá bjsam
Nú vantar mig uppl. í sambandi við hvernig ég get hækkað upp Dodge sem ég er að setja dieselvél ofaní og lendi í því að hún verður ansi síð og þung miðað við orginal vélina ofaní honum og lendir nánast á hásinguna og þá er spurning hvort ég get sett loftpúða utaná grind og niður á fjöðrina það er fínt pláss til þess en spurning hvort ég fæ hann nægilega langt frá hásingu út á fjöðrun að gera og breytist eitthvað í stýrinu við það? Með von um góð ráð og uppl. kv.Bjarni

Re: Dodge Powervagon, vantar upplýsingar.

Posted: 31.mar 2014, 21:17
frá jongud
Hvernig vél ertu að setja ofaní og hvað ætlarðu að hækka mikið upp ?
(hve stór dekk?)

Re: Dodge Powervagon, vantar upplýsingar.

Posted: 31.mar 2014, 21:46
frá bjsam
Ég set 6 cyl. Perkings og ætlaði ekkert að breyta dekkjastærð en spurning hvað þarf að gera til að þetta gangi?.Mig vantar pláss á milli hásingar og motors fyrir fjöðrun.

Re: Dodge Powervagon, vantar upplýsingar.

Posted: 11.apr 2014, 00:32
frá tommi3520
Mínar hugleiðingar eru að hækka hann upp með að setja hækkunarklossa milli blaðfjaðra og hásingu, þá færist grind og fjaðrir upp meðan hásingar eru á sínum stað. Ekki er ráðlegt að hækka meira en eitthvað ákveðið með svona klossum.

Líka er hægt að síkka fjaðrahengslin, (ef þú þarft að hækka bílinn meira upp en sem nemur hámarkinu í klossunum) enþá færist grind upp, en hásing og blaðfjaðrir verða eftir.

En eins og komið hefur fram er spurning hversu mikið þú þarft að hækka, en ég held að klossarnir ættu nú að duga annars verður nú stanceið eitthvað grillað á bílnum.

Re: Dodge Powervagon, vantar upplýsingar.

Posted: 11.apr 2014, 13:25
frá bjsam
Já takk fyrir þetta ég kanna málið.Kv.

Re: Dodge Powervagon, vantar upplýsingar.

Posted: 11.apr 2014, 17:06
frá Offari
Ég held að það sé betra að finna stýfar fjaðrir en að hækka bílinn upp því þótt þú hækki bílinn upp þá held ég að fjaðrirnar verði full mjúka með þessa vél undir húddinu. Finna fjaðrir undan burðarmeiri Dodge og málið er leyst.

Re: Dodge Powervagon, vantar upplýsingar.

Posted: 11.apr 2014, 20:31
frá villi58
Það er það mikill þyngdarmunur að fjaðrirnar þola varla þessa vél þannig að það er bara vitleysa að setja kubba undir fjaðrir, þessar fjaðrir eru ekki gerðar fyrir þessa vél og verða fljótlega ónýtar.
Gætir hugsanlega bætt blöðum í þessar eða fengið aðrar burðarmeiri. Loftpúðar koma líka til greina og tekur álagið af fjöðrunum.

Re: Dodge Powervagon, vantar upplýsingar.

Posted: 11.apr 2014, 21:00
frá bjsam
Jæja nú eru komnir púðar á milli fjaðra og grindar og svo er bara að sjá til hvernig þetta kemur út í akstri,og takk fyrir hugmyndir og ráð þetta hjálpar manni mikið til að ákveða hvað best er að gera.Kv.