Síða 1 af 1

Spindillegur í Patrol

Posted: 31.mar 2014, 12:28
frá Stjóni
Sælir
Hefur einhverjum tekist skifta um spindillegur í Patrol án þess að öxuldraga. Ég man eftir að hafa séð að það er tekið aðeins úr liðhúsinu þannig að það sé kannski hægt að draga slífina úr með dragkló. Ég var að gera mér vonir um að gera þetta án þess rífa allt í spað.

Re: Spindillegur í Patrol

Posted: 31.mar 2014, 12:33
frá juddi
Ég held að á endanum verðir þú bara lengur að þessu ef nærð að fara hina leiðina

Re: Spindillegur í Patrol

Posted: 31.mar 2014, 12:46
frá Stjóni
Hafa menn heyrt þess dæmi að svona legur hafi brotnað ?

Það er svoldið freistandi að taka bara skinnuna í burtu til að ná slaginu úr.

Re: Spindillegur í Patrol

Posted: 31.mar 2014, 13:11
frá solemio
Taktu bara skinnuna úr og sjáðu hvort hann skáni.smyrðu hana i leiðinni

Re: Spindillegur í Patrol

Posted: 01.apr 2014, 19:41
frá Brjotur
Eg byrja alltaf a að taka þessar skinnur burt þegar eg fæ bil sem er með þær, og engin lega brotna hja mer , þetta er lika betra uppa jeppaveikina liðhusin verða stifari i legunum :)

Re: Spindillegur í Patrol

Posted: 01.apr 2014, 21:47
frá Izan
Sæll.

Hjá mér var öxullinn bara ekki svo fastur að það væri ekki bara auðvelt að kippa honum út, bara svipað og að taka kókflösku úr ísskápnum.

Aðferð sem ég lærði einhverntíma er að nota fiskivikt til að ákvarða hversu þungt er á legunni en ég man bara ekki viktina hvort það séu 3 eða 6 pund dregið frá stýrisendafestingunni. Þá þarf allt þetta að vera ótengt til að mælingin sé rétt (eða sem réttust) Ég veit svosum ekki hvað gerist ef legan er ofhert en ég myndi giska á að hún slitni mun hraðar en rétt hert en hún ætti tæplega að hitna mikið nema maður hamist eins og brjálæðingur á stýrinu.

Kv Jón Garðar

Re: Spindillegur í Patrol

Posted: 02.apr 2014, 01:11
frá Freyr
Fjarlægja millileggin án undantekninga, jafnt í breyttum sem óbreyttum. Það veitir ekki af til að stífa hlutina af.

Re: Spindillegur í Patrol

Posted: 02.apr 2014, 15:10
frá Stjóni
Takk fyrir svörin
Þetta fór þannig að ég tók bara skinnuna og hef hugsað mér að skifta um legur seinna. Það er farið að sjá á legunum.
Ég herti þetta bara rólega saman og reyndi að meta það hvenær slagið var farið úr og það reyndist passa nokkuð að þegar þetta var hert saman var slagið farið án þess að þvinga legurnar of mikið saman.