Síða 1 af 1
gráður/hallar
Posted: 27.mar 2014, 20:41
frá eggerth
jæja núna er ég að setja frammhásingu undir jeppann minn, vantar að vita hvernig er best að bera sig að, svo þarf ég líka að vita spindilhalla og pinnjónhalla.
Eggert
Re: gráður/hallar
Posted: 27.mar 2014, 21:05
frá Magni
1. stilla pinnjónshallann. einfaldir liðir í drifskafti að ofan og neðan = sama brot á drifskaftinu uppi og niðri. Tvöfaldur liður að ofan = ekkert brot að neðan, einungis brot að ofan.
2. stilla spindilhallann. Fer eftir dekkjunum, 44 dekk þá er algengt 6 til 8 gráður.
Re: gráður/hallar
Posted: 27.mar 2014, 21:20
frá Magni
Rakst á þetta á F4x4.is
Efri myndin er með tvöföldum lið við millikassan meðan neðri myndin er með einföldum lið að ofan og neðan.
Re: gráður/hallar
Posted: 28.mar 2014, 00:22
frá Kiddi
Sammála Magna, 6 til 8 gráður er flott á 44". Ef maður fer yfir það þá fer bíllinn að vagga þegar þú beygir af því að dekkin hallast of mikið og það er leiðinlegt úti á vegum.
Re: gráður/hallar
Posted: 28.mar 2014, 12:41
frá eggerth
þakka fyrir góð svör, verð á 46"
Re: gráður/hallar
Posted: 01.apr 2014, 13:41
frá Hlynurn
En hvað með halla á 37-38 tommu dekkjum og eru einhverjir betri en aðrir í að hjólastilla breytta jeppa?
Dekkinn að framan virðast vera allveg í ruglinu, annað dekkið að framan virðist halla miklu meira en hitt dekkið og bílinn leitar í þá átt. Gæti verið að einhverjir slithlutir að gefa sig þarna sem valda þessum aukna halla?
Kv. Hlynur