Nota túrbóið sem loftdælu??
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Nota túrbóið sem loftdælu??
Sælir félagar loftdælan brann yfir í stóra Cruser. Er í lagi að nota túrbóið sem loftdælu og hvernig er þá best að útfæra það. Kveðja Snilli og Tilli
-
- Innlegg: 971
- Skráður: 26.maí 2012, 10:42
- Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
- Bíltegund: Daihatsu feroza
- Staðsetning: Akureyri
Re: Nota túrbóið sem loftdælu??
Áttu ekki aircon dælu vinur
head over to IKEA and assemble a sense of humor
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Nota túrbóið sem loftdælu??
Sæll jú bara þetta hefðbundna dót sem festist með tímanum. En mig minnir að ég hafi séð þráð frá Grím eða einhverjum álika snilling um að nota túrbóið sem loftdælu en vantar nánari lýsingu áður en ég fer í það. Þarna er mikið loft í gangi veit ég allt að 12 bar. kveðja guðni
-
- Innlegg: 222
- Skráður: 29.mar 2012, 19:14
- Fullt nafn: Gunnar Bjarki Hjörleifsson
- Bíltegund: Land Cruiser 70
Re: Nota túrbóið sem loftdælu??
var það ekki blástur frá soggreininni?
-
- Innlegg: 322
- Skráður: 02.feb 2010, 12:55
- Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
- Bíltegund: Musso cherokee ofl
Re: Nota túrbóið sem loftdælu??
Það er í sjálfu sér ekki flókið að setja nippil á á lögnina og prufa.
-
- Innlegg: 3
- Skráður: 19.maí 2013, 14:59
- Fullt nafn: jóhann þorsteinnsson og halla stefáns
- Bíltegund: Wrangler
- Staðsetning: eskifjörður
Re: Nota túrbóið sem loftdælu??
12 bar?
Hvaða rosalegu túrbínu ertu með?
Hvaða rosalegu túrbínu ertu með?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Nota túrbóið sem loftdælu??
Sæll hún er úr fiat vinnuvél. Nei bara grín ég tók þetta gildi 12 bar inn sem dæmi geta túrbínur annars ekki náð 12 barr ég bar spyr. Því ég var alveg viss um það. Annars er ég bara að afla mér upplýsinga til að vinna úr áður en ég geri þetta. Alltaf gott að fá álit og skoðanir annara og jafnvel reynslu sögur. Það getur sparað manni hellings vinnu og forðað manni frá dýrum mistökum. kveðja guðni
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Nota túrbóið sem loftdælu??
Þú getur vel notað túrbínuna til að blása í dekkin, fyrstu pundin að minnsta kosti. Ekki veit ég hvað hún er að blása hjá þér, sennilega einhverstaðar í kringum 1 bar samt (1bar = 14.5037738psi) þannig að ef þú ert með sverar lagnir og STÓRAN kút þá gætiru náð fyrstu pundunum í þessa svakalegu togleðurshringi. En umfram ca 10psi þyrftiru öflugri dælu og þá er spurning hvort það borgi sig að vera að fara út í þetta "vesen". Túrbínan blæs líka aldrei neinu þegar bíllinn er ekki undir álagi þannig að þetta virkar einungis undir álagi.
Væri gaman að prufa, ég myndi hafa amk 1/2" lögn og einstefnuloka í stóran kút og sjá hvað gerist.
Væri gaman að prufa, ég myndi hafa amk 1/2" lögn og einstefnuloka í stóran kút og sjá hvað gerist.
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 102
- Skráður: 28.maí 2010, 19:21
- Fullt nafn: Bragi Guðnason
- Bíltegund: LC 80, Hilux xc
Re: Nota túrbóið sem loftdælu??
Ég segi af hverju ekki að prufa?
Setja nippil á soggrein, kúluloka og einstefnuloka, lögn inn á kút. Kostar svipað og fúlasta gerð af loftdælu. Þá áttu alltaf til 10-12 punda trukk inn á úrhleypibúnaðinn til að bjarga sér ef allt annað klikkar. Túrbína er ekkert annað en afgasknúin loftdæla sem dælir nokkur hundruð lítrum af lofti á mínútu. Ætti ekki að hafa nein áhrif á afl vélarinnar þó þú stelir af henni lofti í gegnum 8mm lögn.
Setja nippil á soggrein, kúluloka og einstefnuloka, lögn inn á kút. Kostar svipað og fúlasta gerð af loftdælu. Þá áttu alltaf til 10-12 punda trukk inn á úrhleypibúnaðinn til að bjarga sér ef allt annað klikkar. Túrbína er ekkert annað en afgasknúin loftdæla sem dælir nokkur hundruð lítrum af lofti á mínútu. Ætti ekki að hafa nein áhrif á afl vélarinnar þó þú stelir af henni lofti í gegnum 8mm lögn.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Nota túrbóið sem loftdælu??
Sælir félagar einmitt við keyrum á 10 pundum í langkeyrslu á þessum bíl. Hann er fínn á 10 pundum en 8 pund er meira að segja nóg. Við förum niður í 2 pund í úrhleypingu við verstu aðstæður og þá fer hann að fljóta eins beltabíll og sekkur um 5 til 10 cm í flestum færum og grefur sig ekki hvorki að aftan eða framan sem mér finnst ansi merkilegt. kveðja guðni
Re: Nota túrbóið sem loftdælu??
Þetta sá ég í loftdælu þræði sem var hér um daginn.
Re: Loftdælu prufa.
Pósturfrá grimur » 20 Mar 2014, 21:54
Fyrir þá sem eru með Turbo Diesel og loft út í hjól, þá er upplagt að stela þrýstingi af soggreininni. Vélin finnur ekkert fyrir þessum smá leka og ef lagnirnar eru nógu sverar og gefið hraustlega....þá er bara gaman að pumpa í.
Setja kúluloka til að ráða hvenær þetta er inni, og einstefnuloka líka(af stærri gerðinni) á lögnina til að vélin fari nú ekki að sjúga úr dekkjunum í hægagangi :-)
Ég notaði svona á Galloper sem ég átti og var bara hamingja.
Re: Loftdælu prufa.
Pósturfrá grimur » 20 Mar 2014, 21:54
Fyrir þá sem eru með Turbo Diesel og loft út í hjól, þá er upplagt að stela þrýstingi af soggreininni. Vélin finnur ekkert fyrir þessum smá leka og ef lagnirnar eru nógu sverar og gefið hraustlega....þá er bara gaman að pumpa í.
Setja kúluloka til að ráða hvenær þetta er inni, og einstefnuloka líka(af stærri gerðinni) á lögnina til að vélin fari nú ekki að sjúga úr dekkjunum í hægagangi :-)
Ég notaði svona á Galloper sem ég átti og var bara hamingja.
Einar Kristjánsson
R 4048
R 4048
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Nota túrbóið sem loftdælu??
Sælir þarna er þetta ég er með 10 mm einstefnuloka og held að það dugi. Við Snilli förum í þetta og gefum svo skýrslu að venju ef menn hafa áhuga á því á þræðinum okkar um 54" Cruserinn.Það væri frábært að geta líka dælt úr dekkunum því þau eru ansi stór meða því að láta rölta hægagang flýtir verulega fyrir ferlinum í og úr he he. kveðja guðni
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur