Síða 1 af 1

Eyðslufrekja

Posted: 27.mar 2014, 14:54
frá Valssons
Sælir,

Tjörvi heiti ég og er nýbakaður jeppaeigandi. Bíllinn er 33" breytt suzuki vitara með 2.0 v6 mótor :)

Þar sem þetta er fyrsti jeppinn minn þá þarf að venjast ýmsu sem ég gerði svosem ráð fyrir.

Eitt sem ég er að reyna átta mig á er að bíllinn er að mökkeyða eins og er, held að hann sé eitthvað í kringum 20L, það er búið að fara yfir normalið (kerti, bensínsíu, dekkjaþrýsting)

Dettur ykkur eitthvað sérstakt í hug sem gæti verið að valda þessu? (loftsían er reyndar frekar þreyttur k&n sveppur, gæti varla verið málið?)

Öll hjálp vel þegin :)


Ps. biðst velvirðingar ef þessi póstur er að rata á vitlausan stað.

Re: Eyðslufrekja

Posted: 27.mar 2014, 16:43
frá emmibe
Sæll, þrífa trottleboddy og EGR. Minn var orðinn leiðinlegur á snúning og eyddi meira, fínn eftir þrifin.
Kv Elmar

Re: Eyðslufrekja

Posted: 27.mar 2014, 17:51
frá thor_man
Valssons wrote:Sælir,

Tjörvi heiti ég og er nýbakaður jeppaeigandi. Bíllinn er 33" breytt suzuki vitara með 2.0 v6 mótor :)

Þar sem þetta er fyrsti jeppinn minn þá þarf að venjast ýmsu sem ég gerði svosem ráð fyrir.

Eitt sem ég er að reyna átta mig á er að bíllinn er að mökkeyða eins og er, held að hann sé eitthvað í kringum 20L, það er búið að fara yfir normalið (kerti, bensínsíu, dekkjaþrýsting)

Dettur ykkur eitthvað sérstakt í hug sem gæti verið að valda þessu? (loftsían er reyndar frekar þreyttur k&n sveppur, gæti varla verið málið?)

Öll hjálp vel þegin :)


Ps. biðst velvirðingar ef þessi póstur er að rata á vitlausan stað.

Er ekki 2,7L V6 í Suzuki,? Allavega 2003 bíllinn sem ég var að skoða áðan er með þannig vél, reyndat lengri gerðin þó.

Re: Eyðslufrekja

Posted: 27.mar 2014, 18:23
frá juddi
Gamli bíllin er með 2,0 v6 sem á ekkert skilt með 2,5 og 2,7 V6 þessi 2,0 mótor þótti ekkert spes

Re: Eyðslufrekja

Posted: 28.mar 2014, 04:55
frá TDK
emmibe wrote:Sæll, þrífa trottleboddy og EGR. Minn var orðinn leiðinlegur á snúning og eyddi meira, fínn eftir þrifin.
Kv Elmar


Hvaða efni ertu að nota til að þrífa EGR?

Re: Eyðslufrekja

Posted: 28.mar 2014, 09:07
frá emmibe
Drekkti ventlinum í prolong SPL 100 og síðan carb cleaner.
Kv Elmar

Re: Eyðslufrekja

Posted: 28.mar 2014, 15:59
frá juddi
Það eru til spes efni líka td frá Whurt og Bell ad

Re: Eyðslufrekja

Posted: 01.apr 2014, 19:12
frá Subbi
svo var 2.0 6 cyl aldrey neinn sparibaukur :) og Sja´lfskiftur var að eyða eins og V- 8

Held að 33 tommu súkka með kraftlausa v-6 sé ekkert að fara að spara