Sæl
Ég er með xj cherokee með 4.0 ho mótornum og pústið er farið að slappast og styttist í að ég þurfi að huga að því að smíða nýtt undir hann.
Það er tveggja tommu undir honum fyrir með þessum skemmtilegu pústbeygju þrenginum og var að hugsa um að svera þetta aðeins upp en þá kemur spurningin hversu stórt er við hæfi að setja undir svona bíl?
Þetta er óbreyttur bíll og mun verða það allaveganna í fyrirsjáanlegri framtíð, það má alveg heyrast í honum og aukinn kraftur væri alveg plús.
Á flestum spjallborðunum úti virðist 2,5" vera standarinn til að setja í staðinn en er það kjörstærð eða bara vegna þess að það passar beint undir án þess að þurfa að breyta gírkassabitanum og plássi fyrir það almennt fyrir td 3"?
pústpælingar fyrir xj cherokee
Re: pústpælingar fyrir xj cherokee
Bensínvélar upp að svona 350 hestöflum eru mjög vel settar með raunverulegt 2,5" púst (ekki með samankrumpaðar beygjur).
-
- Innlegg: 89
- Skráður: 14.mar 2010, 00:40
- Fullt nafn: Gunnar Þór Reykdal
Re: pústpælingar fyrir xj cherokee
græði ekkert mikið á því að setja 3 tommu í hann ég reyndi á sínum tíma að setja það í og það gekk ekkert vel upp við vélina og svo í þokkabot ef að þú ert að nota orginal púst greinina þá er 2,5" max sem fer þar við
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur