Tengja ARB loftlæsingu inn á loftkerfi bílsins?

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Tengja ARB loftlæsingu inn á loftkerfi bílsins?

Postfrá JonHrafn » 10.nóv 2010, 18:10

Við erum semsagt að láta græja loftlæsingu í framdrifið hjá okkur. Okkur langar að spara okkur að kaupa sér dælu fyrir læsinguna ef það er hægt að tengja þetta inn á kerfið sem er fyrir í bílnum.

Það samanstendur af rafm dælu á palli sem blæs framhjá við 120psi, kút þar sem varadekkið var, aircon dælu í húddi sem kickar inn við 80psi, hraðtengi að framan. Kveiki á dælunum með 2 rofum inni í bíl.

Hafði hugsað mér eitthvað í líkingu við að láta þrýstirofa við rafmagnsdæluna þannig að hún myndi viðhalda þeim þrýstingi sem þarf fyrir læsinguna. Aircon dælan kemur ekki til greina því maður vill ekki fá hana í gang á ferð. Hvað þarf loftlæsing mikin þrýsting?

Þá er það hitt, ef maður vill fá læsinguna af, þá þarf væntanlega að losa trukkið af kerfinu?

Endilega sparið okkur að þurfa finna hjólið upp aftur :þ




Þorsteinn
Innlegg: 239
Skráður: 19.maí 2010, 16:42
Fullt nafn: Þorsteinn Óli Brynjarsson

Re: Tengja ARB loftlæsingu inn á loftkerfi bílsins?

Postfrá Þorsteinn » 10.nóv 2010, 18:22

hefuru athugað hvað kostar notuð arb dæla?
ég fékk mína notaða á 15 þús og ég hugsa að þú náir ekki að græja einhvern mekka við kerfið hjá þér fyrir minni pening.

kv. þorsteinn

User avatar

Höfundur þráðar
JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: Tengja ARB loftlæsingu inn á loftkerfi bílsins?

Postfrá JonHrafn » 10.nóv 2010, 18:28

Virka ARB dælurnar þannig að þegar straumurinn til þeirra er rofin þá leka þær trukkinu út?

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Tengja ARB loftlæsingu inn á loftkerfi bílsins?

Postfrá ellisnorra » 10.nóv 2010, 19:12

JonHrafn wrote:Aircon dælan kemur ekki til greina því maður vill ekki fá hana í gang á ferð.


Afhverju ekki?

JonHrafn wrote:Virka ARB dælurnar þannig að þegar straumurinn til þeirra er rofin þá leka þær trukkinu út?


Segullokinn sem þú notar slær trukkinu af læsingunni um leið og þú tekur strauminn af honum, ef þú ert ekki með svoleiðins segulloka, skrepptu þá uppí landvélar og kauptu þér svoleiðins á uþb fimmþúsundkall
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: Tengja ARB loftlæsingu inn á loftkerfi bílsins?

Postfrá JonHrafn » 10.nóv 2010, 19:28

Ok þá er maður kominn skrefi nær ef ég nota loftkerfið sem er undir bílnum. T stykki inn á lögnina, lögn í læsinguna, segulloki á afleggjaranum í læsinguna sem stýrist af rofa inni í bíl? On þá opnar hann fyrir loftið í læsinguna, off þá lokast fyrir loftið og trukkinu læsingamegin hleypt út? Hljómar einfalt.

Finnst aircon dælan vera fljót að hita sig ef maður snýr vélinni eitthvað meðan maður er að pumpa. Alveg eins gott að nota bara rafm relluna fyrst hún er líka tengd inn á kerfið. Setja bara þrýstistýrðan rofa hjá henni. Google segir 85-105psi til að vera viss um að læsingin sé á.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Tengja ARB loftlæsingu inn á loftkerfi bílsins?

Postfrá ellisnorra » 10.nóv 2010, 19:42

Já svoleiðins á það að virka með segullokann.

Ég er bara með aircon dælu hjá mér og vill ekki sjá neitt rafmagnsdælurusl í minn bíl :) Ef aircondælan snýst hraðar, þá er hún bara fljótari að dæla, það er eðlilegt að hún hitni því loft hitnar þegar því er þjappað (þessvegna erum við með intercoolera). Það er lítið við því að gera, bara halda henni vel smurðri.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Tengja ARB loftlæsingu inn á loftkerfi bílsins?

Postfrá Freyr » 10.nóv 2010, 20:08

Arb lás vinnur á 70 - 100 psi, a.m.k. er arb rofinn sem er til að stýra loftdælum on 70 psi / off 100 psi. Hann kostar tæp 7.000 í Bílabúð Benna en ég á einn nýjan frá þeim sem ég er til í að láta á 5.000 kr.

Freyr


juddi
Innlegg: 1242
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Tengja ARB loftlæsingu inn á loftkerfi bílsins?

Postfrá juddi » 10.nóv 2010, 20:54

Lásarnir eru búnir að vera tengdir við aircondition dæluna hjá mér síðan 1993 án vandræða
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


StebbiHö
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 01:11
Fullt nafn: Stefán Höskuldsson
Staðsetning: Akureyri

Re: Tengja ARB loftlæsingu inn á loftkerfi bílsins?

Postfrá StebbiHö » 10.nóv 2010, 23:49

Ég hef líka verið með lásana inni á loftkerfinu hjá mér og verið með aircon dælu síðan 96, þarf að hafa góða dælu vegna loftpúðana sem eru bæði að framan og aftan, ekkert mál verið ennþá.


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Tengja ARB loftlæsingu inn á loftkerfi bílsins?

Postfrá Izan » 11.nóv 2010, 15:06

Sælir

Ég hef aðeins velt mér uppúr því hvernig best sé að gera þetta og það sem þarf að passa er að loftlæsingin geti ekki farið á fyrr en ákveðnum þrýstingi er náð á loftkerfinu og fer af ef þrýstingurinn fer niður fyrir það mark. Í bílanaust er hægt að fá pressostat sem er án differace og er heppilegt í þetta. Pressostatið sem heldur uppi loftþrýsting á kerfinu verður þ.a.l. að vera stillt svolítið fyrir ofan þetta mark til að vinnuþrýstingurinn fari ekki niðurfyrir lámarkið.

Loftlásinn er síðan bara lofttjakkur sem gormur ýtir til baka svo að sami lokinn getur bæði opnað fyrir þrýsting inn og hleypt af honum.

Val á loftpressu þarf að fara eftir því hvað þær eru duglegar að byggja upp þrýsting. Aircon dælurnar eru pottþétt duglegar í því en aðeins mismunandi er hvað rafmagnspressur geta og það er alveg klárt að það þarf að hleypa þrýstingnum af lögninni að dælunni áður en hún fer í gang, sjálfsagt hollt fyrir hinar dælurnar líka.

Kv Jón Garðar

User avatar

Höfundur þráðar
JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: Tengja ARB loftlæsingu inn á loftkerfi bílsins?

Postfrá JonHrafn » 12.nóv 2010, 18:30

Þá er maður búinn í verslunarleiðangri. Tók þrýstirofan hjá Frey og verslaði restina í Barka. Rúmlega 9þús í barka fyrir segullokan og slatta af fittings og slöngur. Þá er bara tengja og græja.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 49 gestir