Glussaspil

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
sexlux
Innlegg: 35
Skráður: 02.feb 2010, 21:31
Fullt nafn: Sindri Gunnar Bjarnarson
Staðsetning: Ísafjörður

Glussaspil

Postfrá sexlux » 25.mar 2014, 21:56

Sælir

Núna er ég aðeins buinn að vera að pæla í þvi, hversu öflug þarf glussadæla að vera til að notast við glussaspil / glussatjakk.

Hafa menn verið að nota stýrisdælurnar eða á ég allveg að gleimaþvi og hafa menn verið meira með rafmagns eða reimdrifnardælur
og hver er þá orkuþörfin fyrir rafmagnsdælu.

Veit að það skiptir alltaf máli með stærð á öllu, er með Hilux 92´ í stórum breytingum sem er viðmiðið

með fyrirfram þökk

Sindri


-=Er soldið meiri thinker en do-er þessa dagana.=-

Toyota Tacoma 35"
Patrol 3.0 2000 35-38"
Iveco daily
Golf 86´
Hilux 4.0 bensín 1988-2014 38-44"
Austin Gipsy ? 1969 28"
Og margt fleira ...

User avatar

jongud
Innlegg: 2697
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Glussaspil

Postfrá jongud » 26.mar 2014, 08:22

Menn hafa verið að nota stýrisdælurnar, og sumir hafa stækkað þær, en stundum þarf þess ekki. Ef þú ert með öflugt spil og litla dælu þá tekur það yfirleitt bara lengri tíma að hala spilvírin inn, svo lengi sem dælan nær upp vinnuþrýstingnum sem er ætlaður fyrir spilið.

Það er bara rugl að nota rafmagn til að snúa dælu sem knýr glussaspil, þá er betra að vera með rafmagnsspil.


juddi
Innlegg: 1247
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Glussaspil

Postfrá juddi » 26.mar 2014, 15:36

Setti einu sinni Milemarker spil á Econoline og þá var notast við stýrisdæluna
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Glussaspil

Postfrá Startarinn » 27.mar 2014, 23:29

Það er einn hérna á Króknum með glussaspil tengt við stýrisdæluna, hann hefur líka notað stýrisdæluna til að knýja áburðardreifara við landgræðslu í Skiptabakka
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

jongud
Innlegg: 2697
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Glussaspil

Postfrá jongud » 28.mar 2014, 08:30

Startarinn wrote:Það er einn hérna á Króknum með glussaspil tengt við stýrisdæluna, hann hefur líka notað stýrisdæluna til að knýja áburðardreifara við landgræðslu í Skiptabakka


Er það þessi?
Viðhengi
aburd.jpg
aburd.jpg (225.53 KiB) Viewed 1975 times


Sæfinnur
Innlegg: 103
Skráður: 24.apr 2013, 16:19
Fullt nafn: Stefán Gunnarsson
Bíltegund: CJ 7 360

Re: Glussaspil

Postfrá Sæfinnur » 28.mar 2014, 21:34

Það var sett "Milemaker" glussaspil á 6X6 Raminn á Sigló, og það var upphaflega tengt við stýrisdæluna. Honum fannst það alveg vonlaust, það var svo hægvirkt, þannig að það var sett í hann reimdrifin glussadæla. Ég man ekki stærðina á henni en það er lítið mál að komast að því. Þetta settup alveg þrælvirkar, fyrir utan að þarna er komið sjálfstætt glussakerfi sem er hægt að nota í fleira ef þurfa þykir, (áburðardreyfara, staurabori eða hvað sem er) og hann er raunar með glussadrifna loftpressu á því núna.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Glussaspil

Postfrá Startarinn » 28.mar 2014, 22:54

jongud wrote:
Startarinn wrote:Það er einn hérna á Króknum með glussaspil tengt við stýrisdæluna, hann hefur líka notað stýrisdæluna til að knýja áburðardreifara við landgræðslu í Skiptabakka


Er það þessi?


Nákvæmlega þessi ;)
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur