Síða 1 af 1

Fjaðrir vs. gormar? - Kostnaður?

Posted: 25.mar 2014, 17:03
frá aggibeip
Sælir.

Þannig er mál með vexti að fjaðrirnar sem eru undir Hiluxinum mínum að aftan eru meira og minna allar brotnar, ég veit ekki hvað gekk á hjá fyrri eiganda en ég býst við því að hann hafi verið í einhverjum æfingum með heyrúllur.

Allavega þá er pælingin mín þessi: þar sem ég þarf á annað borð að kaupa fjaðrir í lagi, nýjar/notaðar. Hvort það myndi borga sig að fara frekar í gorma? kostnaðarlega séð er ég þá að meina (hversu mikið dýrara er að setja gorma undir að aftan vs. að kaupa fjaðrir).

Spurningin er því einföld: Hvað gæti ég sloppið "ódýrt" með að gormavæða bílinn að aftan vs. að kaupa aðrar fjaðrir?

Ég tek það fram að ég á bílskúr en ég á ekki suðu svo ég þyrfti annaðhvort að kaupa suðuvinnuna eða suðuvél ef út í gorma væri farið..
Ástæðan fyrir því að ég spyr er að það virðist vera lítið framboð af notuðum fjöðrum á markaðnum og mig minnir að fjaðrir kosti alveg ógeðslega mikið hjá Toyota og ég hugsa að þeir eigi þær ekki til á lager þannig að það þyrfti að sérpanta þær..

Kveðja.
Agnar Sæmundsson

Re: Fjaðrir vs. gormar? - Kostnaður?

Posted: 25.mar 2014, 21:01
frá karig
Ég keypti afturfjaðrir undir minn Hilux í Stál og stönsum, á 40 þ. fyrir hrun, þær voru hræðilega stífar, en ég held að þú ættir að sleppa ódýrt með fjaðrakaup miðað við gormavæðingu með tilheyrandi forlink og þeirri vinnu sem þú þarf að leggja í það. Ef þú ætlar að færa hásinguna í leiðinni væri kannski ekki galið að reyna bara að finna hásingu með forlink þó það kosti að þú þurfir að færa drifið á milli. Minnsta vinnan er klárlega að finna góðar fjaðrir og sleppa við alla suðuvinnu annað sem þú þarft að kaupa. kv, kári.

Re: Fjaðrir vs. gormar? - Kostnaður?

Posted: 25.mar 2014, 21:28
frá LGJ
Svo er líka hægt að fara í vökuportið og kaupa afturstífur úr pajero radíusarmur og sjóða það undir sennilega ódírasta leiðinn

Re: Fjaðrir vs. gormar? - Kostnaður?

Posted: 25.mar 2014, 22:10
frá heimir páll
færð þér bara upphækkunar fjaðrir hjá bíllabúð benna bróðir minn fékk sér 2" liftfjaðrir þaðan allan hringi með demmpurum ég man ekki verð á þeim en afturfjaðrinar voru mikið ódýrari en fram fjaðrinar og bíllin er alveg sæmilega mjúkur

Re: Fjaðrir vs. gormar? - Kostnaður?

Posted: 25.mar 2014, 22:13
frá grimur
Verst að það hentar hrikalega illa undir léttan pickup eins og Hilux, bíllinn lyftir rassgatinu á gjöfinni og trakkar ferlega illa á auðu sem ófærð.
Var með Galloper sem er svona að aftan original og hann var hundleiðinlegur að aftan útaf þessu, samt er hann með næstum 50/50 þyngdardreifingu.

Ég tæki jafnvel frekar fjaðrir en svona stífur semneiga bara heima að framan undir jeppum.
Kv
G