Fjaðrir vs. gormar? - Kostnaður?
Posted: 25.mar 2014, 17:03
Sælir.
Þannig er mál með vexti að fjaðrirnar sem eru undir Hiluxinum mínum að aftan eru meira og minna allar brotnar, ég veit ekki hvað gekk á hjá fyrri eiganda en ég býst við því að hann hafi verið í einhverjum æfingum með heyrúllur.
Allavega þá er pælingin mín þessi: þar sem ég þarf á annað borð að kaupa fjaðrir í lagi, nýjar/notaðar. Hvort það myndi borga sig að fara frekar í gorma? kostnaðarlega séð er ég þá að meina (hversu mikið dýrara er að setja gorma undir að aftan vs. að kaupa fjaðrir).
Spurningin er því einföld: Hvað gæti ég sloppið "ódýrt" með að gormavæða bílinn að aftan vs. að kaupa aðrar fjaðrir?
Ég tek það fram að ég á bílskúr en ég á ekki suðu svo ég þyrfti annaðhvort að kaupa suðuvinnuna eða suðuvél ef út í gorma væri farið..
Ástæðan fyrir því að ég spyr er að það virðist vera lítið framboð af notuðum fjöðrum á markaðnum og mig minnir að fjaðrir kosti alveg ógeðslega mikið hjá Toyota og ég hugsa að þeir eigi þær ekki til á lager þannig að það þyrfti að sérpanta þær..
Kveðja.
Agnar Sæmundsson
Þannig er mál með vexti að fjaðrirnar sem eru undir Hiluxinum mínum að aftan eru meira og minna allar brotnar, ég veit ekki hvað gekk á hjá fyrri eiganda en ég býst við því að hann hafi verið í einhverjum æfingum með heyrúllur.
Allavega þá er pælingin mín þessi: þar sem ég þarf á annað borð að kaupa fjaðrir í lagi, nýjar/notaðar. Hvort það myndi borga sig að fara frekar í gorma? kostnaðarlega séð er ég þá að meina (hversu mikið dýrara er að setja gorma undir að aftan vs. að kaupa fjaðrir).
Spurningin er því einföld: Hvað gæti ég sloppið "ódýrt" með að gormavæða bílinn að aftan vs. að kaupa aðrar fjaðrir?
Ég tek það fram að ég á bílskúr en ég á ekki suðu svo ég þyrfti annaðhvort að kaupa suðuvinnuna eða suðuvél ef út í gorma væri farið..
Ástæðan fyrir því að ég spyr er að það virðist vera lítið framboð af notuðum fjöðrum á markaðnum og mig minnir að fjaðrir kosti alveg ógeðslega mikið hjá Toyota og ég hugsa að þeir eigi þær ekki til á lager þannig að það þyrfti að sérpanta þær..
Kveðja.
Agnar Sæmundsson