Síða 1 af 1
					
				smíða olíutank úr trefjaplast (fiberglass) ??
				Posted: 25.mar 2014, 01:52
				frá joisnaer
				hefur einhver hérna smíðað olíu tank undir jeppa úr trefjaplasti?? einsog notað er í brettakannta??
minnir einsog það hafi verið einhvertíman gert.
kv. jóhann snær
			 
			
					
				Re: smíða olíutank úr trefjaplast (fiberglass) ??
				Posted: 25.mar 2014, 13:16
				frá Offari
				Ég veit að þetta er ekki notað í trefjaplasrbátum það segir manni nokkuð um það að þetta efni henti ekki í olíutanka
			 
			
					
				Re: smíða olíutank úr trefjaplast (fiberglass) ??
				Posted: 25.mar 2014, 13:51
				frá Stebbi
				Hef séð nokkra aukatanka sem voru úr stáli en trefjaðir að utan.  Afhverju veit ég ekki.
			 
			
					
				Re: smíða olíutank úr trefjaplast (fiberglass) ??
				Posted: 25.mar 2014, 14:26
				frá Kiddi
				Það er ágætis skítredding ef suðurnar leka því trebbinn þolir bensín en ég myndi aldrei nokkurn tímann smíða tank úr trebba.
			 
			
					
				Re: smíða olíutank úr trefjaplast (fiberglass) ??
				Posted: 25.mar 2014, 16:41
				frá Izan
				Sælir
Mig minnir að einhversstaðar standi að elsdneytisgeymir verði að vera úr ó eða tregbrennanlegu efni.  Ætti að koma fram í reglugerð um gerð og búnað bifreiða.
Kv Jón Garðar
			 
			
					
				Re: smíða olíutank úr trefjaplast (fiberglass) ??
				Posted: 25.mar 2014, 23:17
				frá spámaður
				allur kjölurinn í bátnum sem ég er á er notaður sem eldsneytistankur...semsagt úr trefjaplasti...en það er sjáfsagt einhver húð utan á þessu sem er sett á trebban.
			 
			
					
				Re: smíða olíutank úr trefjaplast (fiberglass) ??
				Posted: 25.mar 2014, 23:20
				frá Billi
				Offari wrote:Ég veit að þetta er ekki notað í trefjaplasrbátum það segir manni nokkuð um það að þetta efni henti ekki í olíutanka
Það er ekki rétt hjá þér. Var að vinna hjá Trefjum að smíða Cleopatra bátana og þar eru tankarnir smíðaðir í botninn með krossvið og svo trebba utanum.
 
			
					
				Re: smíða olíutank úr trefjaplast (fiberglass) ??
				Posted: 26.mar 2014, 07:54
				frá 303hjalli
				Á til ennþá töluvert af tönkum, bæði járn og plast, í dag og morgun mjööög  ódýrir til hvers þá að smíða..?s --8943765..kv . Hjálmar
			 
			
					
				Re: smíða olíutank úr trefjaplast (fiberglass) ??
				Posted: 27.mar 2014, 20:38
				frá eggerth
				trefjaplastið þolir illa olíu.. var mér sagt af plastviðgerðarmanni. oft notað í skítreddingar ef er gat á tanki.
			 
			
					
				Re: smíða olíutank úr trefjaplast (fiberglass) ??
				Posted: 27.apr 2014, 11:44
				frá saevars
				sælir . ég vill benda á að mjög margir bátar meðal annars snekkja sem ég var að smíða hjá bátasmiðju var með olíu tanka yfir 4000 lítra í heild allt úr trefjaplasti málið er að þeir eru ekki húðaðir að innan en eru með vinilester resin að innan verðu þar sem það er mun efnaþolnara en polyester resin . trebbin þolir þetta leikandi og fyrir þá sem ekki vita þá er mjög erfit að kveikja í trefjaplasti . þessu komumst við að þegar slökkviliðið kom og var að reyna að kveikja í þessu hjá okkur . gekk ekki neitt .