smíða olíutank úr trefjaplast (fiberglass) ??

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
joisnaer
Innlegg: 482
Skráður: 03.feb 2010, 16:03
Fullt nafn: Jóhann Snær Arnaldsson

smíða olíutank úr trefjaplast (fiberglass) ??

Postfrá joisnaer » 25.mar 2014, 01:52

hefur einhver hérna smíðað olíu tank undir jeppa úr trefjaplasti?? einsog notað er í brettakannta??

minnir einsog það hafi verið einhvertíman gert.

kv. jóhann snær


Land Rover Defender tdi300 næstum 44" breyttur


Offari
Innlegg: 200
Skráður: 16.des 2010, 12:06
Fullt nafn: Starri Hjartarson

Re: smíða olíutank úr trefjaplast (fiberglass) ??

Postfrá Offari » 25.mar 2014, 13:16

Ég veit að þetta er ekki notað í trefjaplasrbátum það segir manni nokkuð um það að þetta efni henti ekki í olíutanka

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: smíða olíutank úr trefjaplast (fiberglass) ??

Postfrá Stebbi » 25.mar 2014, 13:51

Hef séð nokkra aukatanka sem voru úr stáli en trefjaðir að utan. Afhverju veit ég ekki.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: smíða olíutank úr trefjaplast (fiberglass) ??

Postfrá Kiddi » 25.mar 2014, 14:26

Það er ágætis skítredding ef suðurnar leka því trebbinn þolir bensín en ég myndi aldrei nokkurn tímann smíða tank úr trebba.


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: smíða olíutank úr trefjaplast (fiberglass) ??

Postfrá Izan » 25.mar 2014, 16:41

Sælir

Mig minnir að einhversstaðar standi að elsdneytisgeymir verði að vera úr ó eða tregbrennanlegu efni. Ætti að koma fram í reglugerð um gerð og búnað bifreiða.

Kv Jón Garðar


spámaður
Innlegg: 291
Skráður: 19.des 2010, 09:51
Fullt nafn: hlynur þór birgisson

Re: smíða olíutank úr trefjaplast (fiberglass) ??

Postfrá spámaður » 25.mar 2014, 23:17

allur kjölurinn í bátnum sem ég er á er notaður sem eldsneytistankur...semsagt úr trefjaplasti...en það er sjáfsagt einhver húð utan á þessu sem er sett á trebban.
Hlynur þór birgisson
'46 willys 460 bbf
Ford F250 35" 5.4L D'74
Mmc outlander turbo
Bmw 323 coupe
Ford ranger 4.0 35"


Billi
Innlegg: 34
Skráður: 23.mar 2010, 13:57
Fullt nafn: Brynjólfur Árni Gunnarsson
Bíltegund: Dodge RAM 1500 Hemi

Re: smíða olíutank úr trefjaplast (fiberglass) ??

Postfrá Billi » 25.mar 2014, 23:20

Offari wrote:Ég veit að þetta er ekki notað í trefjaplasrbátum það segir manni nokkuð um það að þetta efni henti ekki í olíutanka


Það er ekki rétt hjá þér. Var að vinna hjá Trefjum að smíða Cleopatra bátana og þar eru tankarnir smíðaðir í botninn með krossvið og svo trebba utanum.


303hjalli
Innlegg: 113
Skráður: 16.okt 2013, 19:33
Fullt nafn: Hjálmar Kristinn Hlöðversson
Bíltegund: 4x4

Re: smíða olíutank úr trefjaplast (fiberglass) ??

Postfrá 303hjalli » 26.mar 2014, 07:54

Á til ennþá töluvert af tönkum, bæði járn og plast, í dag og morgun mjööög ódýrir til hvers þá að smíða..?s --8943765..kv . Hjálmar


eggerth
Innlegg: 108
Skráður: 27.apr 2011, 20:46
Fullt nafn: Eggert Helgi Þórhallsson
Staðsetning: höfn

Re: smíða olíutank úr trefjaplast (fiberglass) ??

Postfrá eggerth » 27.mar 2014, 20:38

trefjaplastið þolir illa olíu.. var mér sagt af plastviðgerðarmanni. oft notað í skítreddingar ef er gat á tanki.
Land Rover Defender 2001 38"
Range Rover 1985 46"
subaru impreza 2000
Skoda octavia 2001
Range Rover 1992 44"


saevars
Innlegg: 63
Skráður: 27.maí 2013, 15:14
Fullt nafn: sævar snorrason
Bíltegund: jeep wrangler

Re: smíða olíutank úr trefjaplast (fiberglass) ??

Postfrá saevars » 27.apr 2014, 11:44

sælir . ég vill benda á að mjög margir bátar meðal annars snekkja sem ég var að smíða hjá bátasmiðju var með olíu tanka yfir 4000 lítra í heild allt úr trefjaplasti málið er að þeir eru ekki húðaðir að innan en eru með vinilester resin að innan verðu þar sem það er mun efnaþolnara en polyester resin . trebbin þolir þetta leikandi og fyrir þá sem ekki vita þá er mjög erfit að kveikja í trefjaplasti . þessu komumst við að þegar slökkviliðið kom og var að reyna að kveikja í þessu hjá okkur . gekk ekki neitt .


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 50 gestir