Felgubreidd 12 vs 14...

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
raggos
Innlegg: 98
Skráður: 23.mar 2013, 00:26
Fullt nafn: Ragnar F. Magnússon
Bíltegund: Toyota LC90

Felgubreidd 12 vs 14...

Postfrá raggos » 22.mar 2014, 21:25

Sælir, ég er á LC90 sem er í dag á AT405 dekkjum og á 12tommu breiðum felgum.
Ég er þokkalega sáttur með drifgetu bílsins en ég er að velta fyrir mér hvort hann nái að fljóta betur á 14" breiðum felgum.
Eru einhverjir hér á svipuðu setup-i sem hafa prófað bæði og geta gefið mér góð ráð? Er ég að fara í tíðari leguskipti með 14" breiðum?

Er kannski óþarfi að spá í þessu og málið að fá sér bara felgur sem er erfitt að affelga á og hleypa bara meira úr?




Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: 12 vs 14...

Postfrá Izan » 23.mar 2014, 02:30

Sæll

12" felgur eru ágætar fyrir 33" dekk.

Ég veit ekki hvort þú upplifðir einhverntíma að fara af 33" jeppa yfir á 38" jeppa en það að fara á breiðar felgur eiga eftir að gefa þér álíka kikk.

Ég veit ekki til þess að það séu einhver sérstök leguvandamál í 90 cruiser en það er alveg sama hvaða felgur þú ert með, þú þarft alltaf að skipta um legur sem eru búnar eða orðnar gegnsósa af vatni.

Með breiðari felgum getur þú hleypt meira úr án þess að dekkin krumpist og þá kemstu miklu meira, bíllinn flýtur frekar og stendur hærra. Dekkin skemmast síður við úrhleypingu því að þú ferð síður í að láta þau krumpast og nuddast saman að innan.

14" felgur eru algert lágmark, prófaðu amk 15" eða jafnvel 16" en það er nálægt því að vera hámarkið.

Kv Jón Garðar

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: 12 vs 14...

Postfrá Hfsd037 » 23.mar 2014, 05:09

Ég hef einmitt alltaf verið á 12" breiðum felgum frá því ég keypti minn, flot hefur aldrei verið neitt vandamál hjá mér. En þetta er athyglisvert sem Izan segir, ég á 14" breiðar felgur sem ég ætla að prufa einn góðan veðurdag.
Svo snýst þetta líka svoldið um að fylgjast með legunum, skipta um feiti reglulega, þá helst þetta í lagi í ágætis tíma.
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: 12 vs 14...

Postfrá ivar » 23.mar 2014, 08:46

Skemmtileg lesning. Ég er í raun alveg ósammála þessu en staðfesta Izan fær mig til að hugsa og efast um ágæti skoðanna minna.
Ég hef prufað ýmsar felgubreiddir og var mesti öfginn 17" breiðar á 41" irok. Það var alveg hræðilegt kombo fannst mér. Hisnvegar hef ég gjarnan verið á 12,13 og 14" breiðum felgum á 38" of fundist allt koma vel út og fundið lítinn mun.

Í ljósi þessa þegar ég smíðaði fordinn á sínum tíma gerði ég 16" breiðar felgur með 46" dekkjunum til að hlífa legubúnaði ofl. Núna hinsvegar finnst mér ég vera að finna fyrir þessum áhrifum sem Izan lýsir. Krumpan kemur til þess að gera snemma og ég hef áhyggjur fyrr af dekkjunum en ég get ekki enn tekið undir þau sjónarmið að mikill munur sé á drifgetu. (Ætla samt ekki að rengja það)
Ætla að kanna á næstunni hvort hægt sé að breikka felgurnar mínar innávið og sjá þá hvort ég finni mun.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: 12 vs 14...

Postfrá Stebbi » 23.mar 2014, 09:03

Hef prufað bæði 12 og 14" á sama dekkjagang á sama bíl, sama veturinn og það þarf ekkert að ræða þetta. Bíllinn verður allur miklu duglegri á 14" í snjónun vs. 12" felgurnar. Eins og Izan segir þá kemur ekki þetta leiðindar brot í dekkið þegar maður fer niður fyrir 8psi.

Ekki spurning ef að á að nota bílinn sem snjó-jeppa.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


s.f
Innlegg: 308
Skráður: 08.feb 2010, 20:50
Fullt nafn: steinþór friðriksson

Re: 12 vs 14...

Postfrá s.f » 23.mar 2014, 09:41

er búinn að þvælast svolítið með 2 hilux 38" breitum annar er á 12" breiðum felgum og hinn á 14" breiðum og það er afgerandi munur á því hvað 14" bíllinn gerir meira, ég er búinn að vera með 44" dekk á 15,5" breiðum felgum og svo núna á 17,5" breiðum og þetta er allt annað á breiðari felgonum kemur ekki þetta leiðindar brot í dekkið

User avatar

Seacop
Innlegg: 43
Skráður: 09.mar 2013, 12:33
Fullt nafn: Óskar Þór Guðmundsson
Bíltegund: 90 Cruiser

Re: 12 vs 14...

Postfrá Seacop » 23.mar 2014, 11:22

Sæll. Ég er með minn LC 90 á AT dekkjum og 13.5" breiðum Beadlock felgum. Ég hika ekki við að keyra hann á 1/2 pundi ef svo ber undir. Ég myndi í þínum sporum vippa mér í þessae 14" sem þú ert að pæla í og í leiðinni gera felgurnar þannig að affelgun verði ólikleg. AT dekkin eru að vísu frekar stíf á þannig að þau affelgast ekki svo auðveldlega. Einnig verður bíllinn hjá þér mikið reffilegri á 14 tommuni.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 7 gestir