Sælir er í smá vandræðum með að lofttæma bremsur í Bronco 78. Er að dæla vökvanum upp og það er frekar tregt, getur verið að ég þurfi að ýta pinnanum í öryggisventlinum betur inn, er skapi næst að henda þessu drasli. Er einhver hér sem þekkir þetta og getur frætt mig aðeins um þetta.
Með þökk.
kv. Raggi
Loft á bremsum
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1
- Skráður: 22.mar 2014, 12:33
- Fullt nafn: Guðmar Ragnar Stefánsson
- Bíltegund: Bronco
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Loft á bremsum
Ef þú ert einn að þessu,þá finnst mér best að vera með glæra slöngu sem passar á afloftunarskrúfuna (vera þétt uppá) og leiða hana í forðabúrið. Svo er bara að pumpa petalann þangað til að þú sérð að það er hætt að koma loft. Bara passa að forðabúrið verði ekki tómt á meðan að þú ert að loft-tæma slönguna og kerfið.
Fer það á þrjóskunni
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Loft á bremsum
getur verið að ég þurfi að ýta pinnanum í öryggisventlinum betur inn.
Pinninn færist til ef slanga, rör, eða opið fyrir nippil ef þú stígur á bremsu, annars á hann ekki að hreyfast.
Pinninn færist til ef slanga, rör, eða opið fyrir nippil ef þú stígur á bremsu, annars á hann ekki að hreyfast.
Re: Loft á bremsum
Tékkaðu hvort að bremsupedalinn sé "laus". Ef hann ýtir örlítið á höfuðdæluna í efstu stöðu nær hún ekki að fara alla leið til baka og þá gengur erfiðlega að dæla upp í forðabúr. Getur komið fyrir ef skipt hefur verið um höfuðdælu, eða bremsukútinn og eitthvað átt við þetta. Mig minnir að í einhverjum ammrískum sé þetta stillanlegt á teininum inn í höfuðdæluna.
-
- Innlegg: 282
- Skráður: 05.jan 2013, 00:23
- Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
- Bíltegund: GMC Suburban
Re: Loft á bremsum
langeinfaldasta leið til að loftæma er að setja glæra slöngu á loftæminganippilinn og leiða hana svo í bremsuvökvabrúsa á gólfinu þannig dælirðu út lofti og dregur inn vökva miklu einfaldara en að fara að leggja slönguna upp í forðabúrið
Kemst allavega þó hægt fari
-
- Innlegg: 222
- Skráður: 29.mar 2012, 19:14
- Fullt nafn: Gunnar Bjarki Hjörleifsson
- Bíltegund: Land Cruiser 70
Re: Loft á bremsum
virkar líka að opna bara fyrir ventilinn á dælunni, tekur að vísu lengri tíma, en það virka vel þegar maður er einn.
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Loft á bremsum
Ég hef sem betur fer ekki lent oft í veseni með lofttæmingar á bremsu- eða kúplingskerfum. En eftir síðasta stórvesen (sem var fyrir meira en 20 árum) þá ákvað ég að ef maður sæi fram á einhverja meiriháttar viðgerð þá myndi maður kaupa sogdælu fyrir bremsukerfi;

Með svona græju sogar maður loftið út og þá er höfuðdælan ekki að fara neitt dýpra en "vanter".

Með svona græju sogar maður loftið út og þá er höfuðdælan ekki að fara neitt dýpra en "vanter".
Re: Loft á bremsum
Hæ
Það hefur reynst mér ágætlega að láta vökvan renna sjálfan frá höfuðdæluni og út í hjól. Höfuðdælan er jú efst. Opna annað hvort alla eða bara tvo ventla og læt vökvan renna sjálfan. Tekur tíma en tekur loftið með sér. Betra setja slöngu á ventlana og í ílát.
Svo tekur maður test á þessu og lætur einhvern standa á bremsuni og og opnar lofttappa.
Þú ert væntanlega fullviss um að hvergi komist loft inn á kerfið.
Það hefur reynst mér ágætlega að láta vökvan renna sjálfan frá höfuðdæluni og út í hjól. Höfuðdælan er jú efst. Opna annað hvort alla eða bara tvo ventla og læt vökvan renna sjálfan. Tekur tíma en tekur loftið með sér. Betra setja slöngu á ventlana og í ílát.
Svo tekur maður test á þessu og lætur einhvern standa á bremsuni og og opnar lofttappa.
Þú ert væntanlega fullviss um að hvergi komist loft inn á kerfið.
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Loft á bremsum
Það er mjög mismunandi eftir bílum hvernig gengur að lofttæma.
Ein aðferð dugði hjá mér fyrir löngu þá búinn að prufa allt, fékk mér stóra sprautu (stórgripasprautu) og dældi vökvanum inn um afloftunarskrúfu, öfuga leið og Bingó og málið dautt.
Ein aðferð dugði hjá mér fyrir löngu þá búinn að prufa allt, fékk mér stóra sprautu (stórgripasprautu) og dældi vökvanum inn um afloftunarskrúfu, öfuga leið og Bingó og málið dautt.
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Loft á bremsum
villi58 wrote:Það er mjög mismunandi eftir bílum hvernig gengur að lofttæma.
Ein aðferð dugði hjá mér fyrir löngu þá búinn að prufa allt, fékk mér stóra sprautu (stórgripasprautu) og dældi vökvanum inn um afloftunarskrúfu, öfuga leið og Bingó og málið dautt.
Það væri líka reynandi að nota sprautuna til að soga loftið út...
Re: Loft á bremsum
Blessaður hentu bara þessu drasli en láttu mig samt vita hvar þú hendir Bronconum. Það eru til margar aðferðir við að loftæma en oftast læt ég leka í gegn og oftast dugar það. Að dæla í gegnum kerfiðí brúsa hefur líka virkað vel hjá mér. Að pumpa upp bremsur og tappa svo lofti, virkar vel vakumjektorinn virkar líka vel. Að dæla öfuga leið með td smurkönnu (stórgripasprauta var nefnd hér áður) Er sú aðferð sem hefur gefist best í þeim tilvukum sem hinar aðferðirnar virðast ekki duga.
Svo getur þú líka verið að glíma við bilaða höfuðdælu og þá gengur engin af þessum aðferðum upp. Man ekki hvenig öryggisventill er á bremsukerfinu á Ford en stundum þarf að ýta á pinna til að opna afur fyrir kerfið.
Svo getur þú líka verið að glíma við bilaða höfuðdælu og þá gengur engin af þessum aðferðum upp. Man ekki hvenig öryggisventill er á bremsukerfinu á Ford en stundum þarf að ýta á pinna til að opna afur fyrir kerfið.
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Loft á bremsum
Offari wrote:Blessaður hentu bara þessu drasli en láttu mig samt vita hvar þú hendir Bronconum. Það eru til margar aðferðir við að loftæma en oftast læt ég leka í gegn og oftast dugar það. Að dæla í gegnum kerfiðí brúsa hefur líka virkað vel hjá mér. Að pumpa upp bremsur og tappa svo lofti, virkar vel vakumjektorinn virkar líka vel. Að dæla öfuga leið með td smurkönnu (stórgripasprauta var nefnd hér áður) Er sú aðferð sem hefur gefist best í þeim tilvukum sem hinar aðferðirnar virðast ekki duga.
Svo getur þú líka verið að glíma við bilaða höfuðdælu og þá gengur engin af þessum aðferðum upp. Man ekki hvenig öryggisventill er á bremsukerfinu á Ford en stundum þarf að ýta á pinna til að opna afur fyrir kerfið.
Raggi er ekkert að fara að henda þessum;
http://www.f4x4.is/myndasvaedi/skyggnst-i-skemmu/
-
- Innlegg: 90
- Skráður: 02.mar 2011, 19:34
- Fullt nafn: Þráinn Ársælsson
- Bíltegund: Chevrolet K2500
- Staðsetning: Vík í Mýrdal
- Hafa samband:
Re: Loft á bremsum
ef pinninn fer til hliðar og til baka aftur þegar þú sleppir bremsunum virkar hann eðlilega.
að dæla í öfuga átt er aðferð sem virkar vel ef allt annað þrýtur, einnig að vera viss um að allar dælur í hjólunum séu með eðlilega virkni (fastur stimpill eða hliðarfærsur geta lýst sér eins og loft á bremsum) og rétt útíhersla á skálum.
[youtube]http://youtu.be/PlElcEGjfd8[/youtube]
Ef allt um þrýtur þá getur þú verið að kljást við bilaða höfuðdælu. þó að það sé ekki algengt að þær séu að bila
að dæla í öfuga átt er aðferð sem virkar vel ef allt annað þrýtur, einnig að vera viss um að allar dælur í hjólunum séu með eðlilega virkni (fastur stimpill eða hliðarfærsur geta lýst sér eins og loft á bremsum) og rétt útíhersla á skálum.
[youtube]http://youtu.be/PlElcEGjfd8[/youtube]
Ef allt um þrýtur þá getur þú verið að kljást við bilaða höfuðdælu. þó að það sé ekki algengt að þær séu að bila
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur