Framhjólalegu-lausnir í F350
Framhjólalegu-lausnir í F350
Sælir allir.
Ég er með F350 á 46" dekkjum og hef aðeins verið að vandræðast með framhjólalegur.
Þetta er 2005 bíll og því eru þetta orðnir hubbar sem maður kaupir í heilu og setur í.
Til að byrja með var þetta þokkalega til friðs og var bíllinn keyrður 90þ á óbreyttur og c.a 15þ km breyttur á legum sem ég tel vera orginal. Þegar fór að votta fyrir slagi í annarri þeirra gerði ég það sem góðum jeppamanni sæmir og keypti tvær nýjar og setti í. Þetta voru Enkindu legur af ebay.
Önnur þeirra fékk fljótlega á sig högg og entist því bara 5þ km áður en mikið slag var komið en hin er enn í og komin sennilega í 9-10þ km og rétt aðeins finnst smá slag, þó er það alveg hverfandi.
Þegar fyrri Enkindu legan fór fékk ég aðra frá IB bílum að óþekktri gerð. Sú entist 2þ km en IB tók það að stærstu leiti á sig aftur og setti aðra í. Með þá legu hef ég keyrt einungis í stóruferð 4x4 og smá snatt og núna er komið slag í hana. (~1000km)
Hvað mæla mér fróðari menn með í þessum efnum?
Hef heyrt af Timken legum sem eiga að endast betur, en þó ekki vel. Alltaf möguleiki að fara í orginal enda reyndust þær ekkert illa. Spurning um free-spin hubba frá dynatrac en finnst það helst til dýrt nú eða einhvern annan kost sem ég ekki þekki.
Einn sem ég þekki nefndi það að keyra þrátt fyrir smá slag og skipta bara árlega fyrir skoðun?
Öll ráð og vangaveltur vel þegnar.
Ég er með F350 á 46" dekkjum og hef aðeins verið að vandræðast með framhjólalegur.
Þetta er 2005 bíll og því eru þetta orðnir hubbar sem maður kaupir í heilu og setur í.
Til að byrja með var þetta þokkalega til friðs og var bíllinn keyrður 90þ á óbreyttur og c.a 15þ km breyttur á legum sem ég tel vera orginal. Þegar fór að votta fyrir slagi í annarri þeirra gerði ég það sem góðum jeppamanni sæmir og keypti tvær nýjar og setti í. Þetta voru Enkindu legur af ebay.
Önnur þeirra fékk fljótlega á sig högg og entist því bara 5þ km áður en mikið slag var komið en hin er enn í og komin sennilega í 9-10þ km og rétt aðeins finnst smá slag, þó er það alveg hverfandi.
Þegar fyrri Enkindu legan fór fékk ég aðra frá IB bílum að óþekktri gerð. Sú entist 2þ km en IB tók það að stærstu leiti á sig aftur og setti aðra í. Með þá legu hef ég keyrt einungis í stóruferð 4x4 og smá snatt og núna er komið slag í hana. (~1000km)
Hvað mæla mér fróðari menn með í þessum efnum?
Hef heyrt af Timken legum sem eiga að endast betur, en þó ekki vel. Alltaf möguleiki að fara í orginal enda reyndust þær ekkert illa. Spurning um free-spin hubba frá dynatrac en finnst það helst til dýrt nú eða einhvern annan kost sem ég ekki þekki.
Einn sem ég þekki nefndi það að keyra þrátt fyrir smá slag og skipta bara árlega fyrir skoðun?
Öll ráð og vangaveltur vel þegnar.
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Framhjólalegu-lausnir í F350
Eg hef heyrt það sama með að timken sé það sem virkar og hélt að það væri það sama og orginal sem er kannski ekki rétt,veit bara að hjá bróa voru orginal legurnar að endast 350-400 þúsund á orginal og svo 35" dekkjum.
Eg veit að það eru nokkrir bílar komnir með eldri hubbana undir með venjulegu legusystemi en þá borgar sig örugglega að nota hubba úr chevy/dodge því þar er lengra á milli lega en hjá ford.
Eg veit að það eru nokkrir bílar komnir með eldri hubbana undir með venjulegu legusystemi en þá borgar sig örugglega að nota hubba úr chevy/dodge því þar er lengra á milli lega en hjá ford.
Heilagur Henry rúlar öllu.
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Framhjólalegu-lausnir í F350
Mæli eindregið með timken legum, en það er spurning hvort að menn séu nokkuð að herða legurnar of mikið saman.
Fer það á þrjóskunni
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Framhjólalegu-lausnir í F350
Þetta er unit bearing hub ekkert hert saman.
Heilagur Henry rúlar öllu.
Re: Framhjólalegu-lausnir í F350
jeepcj7 wrote:Eg veit að það eru nokkrir bílar komnir með eldri hubbana undir með venjulegu legusystemi en þá borgar sig örugglega að nota hubba úr chevy/dodge því þar er lengra á milli lega en hjá ford.
Ég hef aðeins hugsað út í svona breytingu, en hvað þarf þá til? Skiptir maður bara á spindilkúlum og út, eða þarf meira?
Svo er annað sem ég hef rekið augun í og það eru mismunandi legur ef bíllinn væri á tvöföldum að aftan. Eru þær framlegur sterkari eða bara með lengra út í boltaflangs.
Re: Framhjólalegu-lausnir í F350
Sæll Ívar,
Ég er búinn að liggja svolítið yfir þessu undanfarið þannig að ég get eitthvað frætt þig um þetta, sláðu bara á þráðinn við tækifæri.
Spyntec www.spyntec.com er með flotta lausn og nokkrir bílar hér heima komnir með hana.
Ég er búinn að finna mann í USA sem ætlar að selja mér skemmtilega lausn á þessu.
Ég á eina original legu sem virðist vera í lagi ég get selt þér á góðu verði.
Kv. Jörgen
Ég er búinn að liggja svolítið yfir þessu undanfarið þannig að ég get eitthvað frætt þig um þetta, sláðu bara á þráðinn við tækifæri.
Spyntec www.spyntec.com er með flotta lausn og nokkrir bílar hér heima komnir með hana.
Ég er búinn að finna mann í USA sem ætlar að selja mér skemmtilega lausn á þessu.
Ég á eina original legu sem virðist vera í lagi ég get selt þér á góðu verði.
Kv. Jörgen
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Framhjólalegu-lausnir í F350
Þú tekur bara stút af eldri bíl og boltar hann á í staðinn fyrir legu hubbinn.Það þarf að renna stútinn aðeins til og bora ný göt til að festa hann ég þekki ekki alveg hvað þarf svo að gera til að bremsur gangi saman með þessu.Svo þarf auðvitað annan ytri öxul og loku.
Það er líka hægt að nota allt af eldri hásingu spindla og liðhús en ég held að það sé verri kostur þessi yngri spindil búnaður er bara nokkuð góður og eins bremsurnar líka.
Það er líka hægt að nota allt af eldri hásingu spindla og liðhús en ég held að það sé verri kostur þessi yngri spindil búnaður er bara nokkuð góður og eins bremsurnar líka.
Heilagur Henry rúlar öllu.
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Framhjólalegu-lausnir í F350
jeepcj7 wrote:Þetta er unit bearing hub ekkert hert saman.
Fyrir gefið, ruglaðist aðeins í hausnum, það er rétt, það eru engar legur hertar saman.
Ég setti smá slurk af drifolíunni inná huppið (fyllt til hálfs) í gegnum vacumgatið til að fá meiri smurningu og það virðist virka fínt. Nota bílinn daglega og búinn að keyra vel rúmlega þessa km-tölur, sem þú nefnir. Ég er svosem með manual lokur. Hann er svo sem kannski með eitthvað öflugri hub en þinn, þar sem að hann á að vera á tvöföldu að aftan en var breytt.Veit það svo sem ekki. en er með 2003 árg. og 7,3l vél sem er held ég þyngri en 6l vélin, eða er það ekki.
Fer það á þrjóskunni
Re: Framhjólalegu-lausnir í F350
ódyru hubbarnir hafa verið til vandræða.... og vandræðin aukast stórlega þegar við erum komnir með svona stór dekk... það borgar sig að kaupa timken eða orginal þótt það sér soldið dýrara... allt bara til að þurfa ekki að vera með þetta í lúkunum alla daga.... ég hef líka til siðs að hella smá militec inná leguna...
Einu sinni fékk ég ath semd úta annað hjolið... fór uppá smurstoð setti nál á koppafeitis dæluna... og dældi vel í hubbinn... fór svo aftur og þetta var eins og nytt sögðu þeir =)
Þessi búnaður sem slíkur er ekki svo vitlaus... enn fer kanski ekki vel saman med svona trolla bloðrur...
Einu sinni fékk ég ath semd úta annað hjolið... fór uppá smurstoð setti nál á koppafeitis dæluna... og dældi vel í hubbinn... fór svo aftur og þetta var eins og nytt sögðu þeir =)
Þessi búnaður sem slíkur er ekki svo vitlaus... enn fer kanski ekki vel saman med svona trolla bloðrur...
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Framhjólalegu-lausnir í F350
Það er búið að breyta þessu í Linernum hjá pabba og ég get ekki betur séð en það sé tekinn legustútur og boraður fyrir 4 bolta í sömu deilingu og unit legan. Ef ég man rétt þá var eitthvað talað um fræsivinnu á liðhúsinu en þori ekki að fara með það.
Bremsudælan er svo speisuð eitthvað til.
Þeir á Ljónsstöðum gætu sjálfsagt svarað öllu um þetta.
Þetta var gert strax í upphafi og þessi bíll er búinn að aka 40.000 km á sömu hjólalegunum og það eru komin 7-8 ár, þessi bíll er bara notaður í fjallaferðir ýmist á 41" eða 46".
Bremsudælan er svo speisuð eitthvað til.
Þeir á Ljónsstöðum gætu sjálfsagt svarað öllu um þetta.
Þetta var gert strax í upphafi og þessi bíll er búinn að aka 40.000 km á sömu hjólalegunum og það eru komin 7-8 ár, þessi bíll er bara notaður í fjallaferðir ýmist á 41" eða 46".
Re: Framhjólalegu-lausnir í F350
Ég er ennþá alveg á báðum áttum, rétt og ég var þegar ég gerði þessa tilraun með ódýru legurnar.
Á ég að kaupa Timken legur og vona að það hangi eða fara í breytingu og setja gamla búnaðinn.
Hugsa að ég seti gamla orginal legu í sem ég á, á meðan ég hugsa þetta aðeins betur og hringi í fleiri aðila.
Á ég að kaupa Timken legur og vona að það hangi eða fara í breytingu og setja gamla búnaðinn.
Hugsa að ég seti gamla orginal legu í sem ég á, á meðan ég hugsa þetta aðeins betur og hringi í fleiri aðila.
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Framhjólalegu-lausnir í F350
Sæll Ívar.
Nú hef ég aldrei prófað að spæna svona hub eins og þú ert með en var að detta það í hug, hvort að það sé hægt að setja timken legur með meiri halla á kóninum og ættu þar af leiðandi að vera burðarmeiri.
Nú hef ég aldrei prófað að spæna svona hub eins og þú ert með en var að detta það í hug, hvort að það sé hægt að setja timken legur með meiri halla á kóninum og ættu þar af leiðandi að vera burðarmeiri.
Fer það á þrjóskunni
Re: Framhjólalegu-lausnir í F350
Það væri gaman að prófa það.
Mig minnir hinsvegar að ég hafi skoðað svona eh tímann og man ekki eftir góðri leið til að ná honum í sundur. Ætli þetta sé jafnvel bara pressað saman?
Ég á alveg til auka svona legu ef eh vill prufa að fikta :)
Mig minnir hinsvegar að ég hafi skoðað svona eh tímann og man ekki eftir góðri leið til að ná honum í sundur. Ætli þetta sé jafnvel bara pressað saman?
Ég á alveg til auka svona legu ef eh vill prufa að fikta :)
-
- Innlegg: 760
- Skráður: 01.feb 2010, 07:44
- Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
- Staðsetning: Akranes
- Hafa samband:
Re: Framhjólalegu-lausnir í F350
Er búinn að prufa kína-hubbana undir minn og entist það undir 1000km.
Varðandi að að taka þetta í sundur að þá er hægt að taka þetta í sundur og pressa saman aftur en ef hubbinn er orðinn þannig að legusætið (sem er húsið á hubbinum) er skemmt er ekkert hægt að gera.
Hér eftir kaupi ég bara orginal eða Timken set dass af militec og koppafeiti ofaní ABS skynjara gatið.
Varðandi að að taka þetta í sundur að þá er hægt að taka þetta í sundur og pressa saman aftur en ef hubbinn er orðinn þannig að legusætið (sem er húsið á hubbinum) er skemmt er ekkert hægt að gera.
Hér eftir kaupi ég bara orginal eða Timken set dass af militec og koppafeiti ofaní ABS skynjara gatið.
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur
E-1870
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur
E-1870
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Framhjólalegu-lausnir í F350
Hér eftir kaupi ég bara orginal eða Timken set dass af militec og koppafeiti ofaní ABS skynjara gatið.
Ég hef notað teflon feytina frá Kemi á allt hjá mér í um 15 ár. og það er langur vegur frá því að fara nota einhverja ódýra bensínstöðvafeyti. Yfirburðir á Kemi feytinni eru mjög miklir enda kostar staukurinn eitthvað nálægt 5 þús. en þegar á heildina er litið er minni kosnaður við slitfleti og borgar sig fljótt upp, ódýr feyti meira bras og fleyri seðlar í viðhald. Og ekki veitir af í saltpæklinum sem eyðileggur allt.
Ég hef notað teflon feytina frá Kemi á allt hjá mér í um 15 ár. og það er langur vegur frá því að fara nota einhverja ódýra bensínstöðvafeyti. Yfirburðir á Kemi feytinni eru mjög miklir enda kostar staukurinn eitthvað nálægt 5 þús. en þegar á heildina er litið er minni kosnaður við slitfleti og borgar sig fljótt upp, ódýr feyti meira bras og fleyri seðlar í viðhald. Og ekki veitir af í saltpæklinum sem eyðileggur allt.
Re: Framhjólalegu-lausnir í F350
Sælir Timken legurnar eru að rulla 20.000 km a 46 tommu Excursion bilum sem eg þekki til og keyri :)
P.s. það eru komnar 60 hasingar undir þa
P.s. það eru komnar 60 hasingar undir þa
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Framhjólalegu-lausnir í F350
Sæll Ívar.
Ég væri alveg til í að skoða þetta með hubbið frá þér. Ég á að vísu til tvö úr 2003 og veit ekki hvort að þau séu einhvað öðruvísi en þín,þar sem að hann er með dana 80 að aftan og hann er með 60 að framan og hann er bara á 38,5" dekkjum.
Þar sem að ég er með öll tæki og tól í þetta verkefni ( 1stk vélsmiðja ) væri ég alveg til í þetta fyrir forvitnissakir. Hvenær breytast þessi hub. Ætli ég sé með eldri eða nýrri gerðina og er munur á hubunum fyrir 7,3 og 6 L vélinni.
Ég væri alveg til í að skoða þetta með hubbið frá þér. Ég á að vísu til tvö úr 2003 og veit ekki hvort að þau séu einhvað öðruvísi en þín,þar sem að hann er með dana 80 að aftan og hann er með 60 að framan og hann er bara á 38,5" dekkjum.
Þar sem að ég er með öll tæki og tól í þetta verkefni ( 1stk vélsmiðja ) væri ég alveg til í þetta fyrir forvitnissakir. Hvenær breytast þessi hub. Ætli ég sé með eldri eða nýrri gerðina og er munur á hubunum fyrir 7,3 og 6 L vélinni.
Fer það á þrjóskunni
Re: Framhjólalegu-lausnir í F350
Endilega fáðu eitt stk kínahöbb hjá mér og hnoðastu í því. Spurning samt um að byrja með betri efnivið áður en eh smíði eða endurnýjun á sér stað en fínt að gera tilraunir á þessu.
Get komið þessu til þín ef þú hefur samband. (663-4383 eða ivarol (hja) or.is)
Varðandi útfærslur á þessu þá eru þær víst margar. Veit ekki hvað munurinn er mikill en ég hef heyrt að ég sé kominn með stærri legurnar sem breytist 2005.
Held að þetta sé eins 1999-2004 og svo 2005-amk2010
svo auðvita eh munur milli DRW og SRW, boltagerða og fjölda o.s.fv.
Get komið þessu til þín ef þú hefur samband. (663-4383 eða ivarol (hja) or.is)
Varðandi útfærslur á þessu þá eru þær víst margar. Veit ekki hvað munurinn er mikill en ég hef heyrt að ég sé kominn með stærri legurnar sem breytist 2005.
Held að þetta sé eins 1999-2004 og svo 2005-amk2010
svo auðvita eh munur milli DRW og SRW, boltagerða og fjölda o.s.fv.
-
- Innlegg: 118
- Skráður: 26.mar 2013, 23:11
- Fullt nafn: Ingimar Sveinn Jónsson
- Bíltegund: Ford F 250
Re: Framhjólalegu-lausnir í F350
hubbin undir mínum entist í 10km það brotnaði þetta drasl og svo var komin ljótt ljóð í hina verslaði hjá Detroit Axle nú ætla ég í SpynTec
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Framhjólalegu-lausnir í F350
sæll Ívar
ég reif gróflega annað hubbið í sundur núna rétt fyrir kvöldmat og var undrandi hversu veigalitlir keflahaldararnir voru. Keflahaldararnir voru bara úr einhverju þunnu plasti og áttu mjög auðvelt með að geiflast í allar áttir og jafnvel brotna. Á eftir að klára að rífa þetta og mæla upp. Ég sendi þér póst þegar ég er búinn að mæla þetta upp eða hringi. Ég svo sem veit ekkert hvaðan þetta hub er,en það var í bílnum þegar að ég keypti hann og hann var búinn að standa svo lengi að ég reif það bara úr, út af nálalegunni.Nálalegan var í maski og var að grípa í öxulendann á keyrslu. Vacumdótið var ótengt og það var opið inní hubbið.þannig að ég skifti um bæði án þess að hugsa og fékk ný hjá stál og stönsum í þriðju sendingu og nýja öxulenda. Fyrst vantaði abs-skynjarann,svo voru aðrar gengjur á felguboltanum og svo kom þetta nú rétt. Típist þegar að maður er fastur út á landi og getur ekki hlaupið og skift. Ég veit ekki hvort að ég hafi fengið allar útfærslurnar, miðað við árg. Eru þeir nokkuð með þetta kínadót.
ég reif gróflega annað hubbið í sundur núna rétt fyrir kvöldmat og var undrandi hversu veigalitlir keflahaldararnir voru. Keflahaldararnir voru bara úr einhverju þunnu plasti og áttu mjög auðvelt með að geiflast í allar áttir og jafnvel brotna. Á eftir að klára að rífa þetta og mæla upp. Ég sendi þér póst þegar ég er búinn að mæla þetta upp eða hringi. Ég svo sem veit ekkert hvaðan þetta hub er,en það var í bílnum þegar að ég keypti hann og hann var búinn að standa svo lengi að ég reif það bara úr, út af nálalegunni.Nálalegan var í maski og var að grípa í öxulendann á keyrslu. Vacumdótið var ótengt og það var opið inní hubbið.þannig að ég skifti um bæði án þess að hugsa og fékk ný hjá stál og stönsum í þriðju sendingu og nýja öxulenda. Fyrst vantaði abs-skynjarann,svo voru aðrar gengjur á felguboltanum og svo kom þetta nú rétt. Típist þegar að maður er fastur út á landi og getur ekki hlaupið og skift. Ég veit ekki hvort að ég hafi fengið allar útfærslurnar, miðað við árg. Eru þeir nokkuð með þetta kínadót.
Fer það á þrjóskunni
-
- Innlegg: 760
- Skráður: 01.feb 2010, 07:44
- Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
- Staðsetning: Akranes
- Hafa samband:
Re: Framhjólalegu-lausnir í F350
Það væri gaman að sjá hvort hægt væri að opna þessa hubba og renna fyrir stærri legum þanngi að hægt væri að gera hubbana þannig að auðvelt og ódýrt væri að skipta um legur í þessu.
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur
E-1870
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur
E-1870
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Framhjólalegu-lausnir í F350
Ford F250 wrote:hubbin undir mínum entist í 10km það brotnaði þetta drasl og svo var komin ljótt ljóð í hina verslaði hjá Detroit Axle nú ætla ég í SpynTec
Er þetta rétt skilið hjá mér að SpynTec hubbið kosti ca:185.000 án tolla og sendingar. Miðað við teikningar að þá finnst mér það ekki svo gott.
Fer það á þrjóskunni
-
- Innlegg: 118
- Skráður: 26.mar 2013, 23:11
- Fullt nafn: Ingimar Sveinn Jónsson
- Bíltegund: Ford F 250
Re: Framhjólalegu-lausnir í F350
já hjá ljónsstöðum er þetta að kosta um 230þ. Hvað á maður að fara í Timken legurnar eða hvað ?
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Framhjólalegu-lausnir í F350
Það sem að ég held að geti verið aðalvandamálið. Backspeisið er of lítið miðað við breidd felgu og þá verður vogaraflið svo mikið á legurnar,þar sem að hubbið er svo stutt. ef hallinn á legukóninum er aukinn að þá á þetta að þola meira vogarafl. spurningin er hvort að það sé nóg.
Fer það á þrjóskunni
Re: Framhjólalegu-lausnir í F350
Er þetta ekki eitthvað grín?
Hálfa milljón fyrir framhjólalegur í pickup?
Þetta er bara rugl.
Það er ekki spurning að það borgar sig að hanna þetta eitthvað upp á nýtt og smíða hérna á klakanum.
Það hlýtur einhver vélsmiðja að geta gert sér pening úr þessu, það er það mikið af þessum bílum á götunni.
kv
G
Hálfa milljón fyrir framhjólalegur í pickup?
Þetta er bara rugl.
Það er ekki spurning að það borgar sig að hanna þetta eitthvað upp á nýtt og smíða hérna á klakanum.
Það hlýtur einhver vélsmiðja að geta gert sér pening úr þessu, það er það mikið af þessum bílum á götunni.
kv
G
Re: Framhjólalegu-lausnir í F350
Þetta er nú reyndar bara kvart milljón :) þar sem þetta verð er í bæði hjólin.
En alveg grínlaust þá mætti alveg skoða að smíða nýtt setup. Eh sem eykur stórlega breidd milli lega en samt ekki þannig að stúturinn fari að brotna.
Ég er að verða kominn á þá skoðun að kaupa eitt sett af Timken legum og sjá hvað það gerir fyrir mig.
Elías ef þú fékst ekki kassa merktum Timken ertu sennilega með eh drasl. Amk slatti af þeim framleiðendum.
Sömuleiðis ef þú vilt vinna með mér í að finna betri varanlegri lausn er ég allur af vilja gerður í það. Vil helst ekki skipta um hjólalegur oftar en 50þkm fresti.
Ef ekkert blífur þá er ég vís með að færa mig í 20" felgur og breikka hásingar svo legur séu í miðri felgu.
En alveg grínlaust þá mætti alveg skoða að smíða nýtt setup. Eh sem eykur stórlega breidd milli lega en samt ekki þannig að stúturinn fari að brotna.
Ég er að verða kominn á þá skoðun að kaupa eitt sett af Timken legum og sjá hvað það gerir fyrir mig.
Elías ef þú fékst ekki kassa merktum Timken ertu sennilega með eh drasl. Amk slatti af þeim framleiðendum.
Sömuleiðis ef þú vilt vinna með mér í að finna betri varanlegri lausn er ég allur af vilja gerður í það. Vil helst ekki skipta um hjólalegur oftar en 50þkm fresti.
Ef ekkert blífur þá er ég vís með að færa mig í 20" felgur og breikka hásingar svo legur séu í miðri felgu.
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Framhjólalegu-lausnir í F350
Sælir drengir
Ég man svo sem ekki hvort að kassinn hafi verið merktur timken en það er hægt að sjá það á hubbinu.
Það er hægt að pressa abs-hringinn af legunni og mér sýnist að það sé hægt að breyta þessu á allavega þrjá vegu.
Ég þarf bara að leggjast aðeins í smá rannsóknarvinnu til að átta mig betur á hvað sé sennilegast best að gera.
Ég er að spá í að útfæra þetta einhvernveginn,þannig að maður séu ekki í stór vandræðum ef öxull fer.
Mér datt í hug,hvort að það sé hægt að nota orginal hub og setja millihólk á milli hubs og liðhús (boltað saman) og renna öxulendann af og reyna að fá annann lengri öxul með sama þvermál og fjölda ríla (sem sagt lengja stuppinn) og setja svo bremsudisk af afturhásingu og þá væri hægt að vera með nánst orginal búnað í grunninn en hægt að auka backspaciið á felgunni (hugmynd 1 ). Það er kannski líka hægt að lengja leguhúsið,legustútinn,öxulinn og nota svo bremsudisk af afturhásingu (Hugmynd 2 ). Það er kannski líka möguleiki á að lengja rörið í hásingunni og nota t.d. öxla úr dana 80 hásingu og færa jókann á milli (hugmynd 3). En það þarf að skoða þetta allt og sjá hvað passar saman og svo fr.
Ég hefði nefnilega áhuga á að lengja hjá mér að framann,vegna afturhásingarinnar sem ég er með ( dana 80 ) og sitthvort backspacið fyrir vikið. Ég þarf að vera með 6,25" að aftan og 4,5" að framan í backspace til að hann sé samsíða á 12" breiðum felgum.
Hvað segið þið um þessar hugmyndir.
Ég man svo sem ekki hvort að kassinn hafi verið merktur timken en það er hægt að sjá það á hubbinu.
Það er hægt að pressa abs-hringinn af legunni og mér sýnist að það sé hægt að breyta þessu á allavega þrjá vegu.
Ég þarf bara að leggjast aðeins í smá rannsóknarvinnu til að átta mig betur á hvað sé sennilegast best að gera.
Ég er að spá í að útfæra þetta einhvernveginn,þannig að maður séu ekki í stór vandræðum ef öxull fer.
Mér datt í hug,hvort að það sé hægt að nota orginal hub og setja millihólk á milli hubs og liðhús (boltað saman) og renna öxulendann af og reyna að fá annann lengri öxul með sama þvermál og fjölda ríla (sem sagt lengja stuppinn) og setja svo bremsudisk af afturhásingu og þá væri hægt að vera með nánst orginal búnað í grunninn en hægt að auka backspaciið á felgunni (hugmynd 1 ). Það er kannski líka hægt að lengja leguhúsið,legustútinn,öxulinn og nota svo bremsudisk af afturhásingu (Hugmynd 2 ). Það er kannski líka möguleiki á að lengja rörið í hásingunni og nota t.d. öxla úr dana 80 hásingu og færa jókann á milli (hugmynd 3). En það þarf að skoða þetta allt og sjá hvað passar saman og svo fr.
Ég hefði nefnilega áhuga á að lengja hjá mér að framann,vegna afturhásingarinnar sem ég er með ( dana 80 ) og sitthvort backspacið fyrir vikið. Ég þarf að vera með 6,25" að aftan og 4,5" að framan í backspace til að hann sé samsíða á 12" breiðum felgum.
Hvað segið þið um þessar hugmyndir.
Fer það á þrjóskunni
Re: Framhjólalegu-lausnir í F350
Sælir,
Eru menn ekki aðeins að missa sig varðandi skoðanir á háum verðum?
Ég held að Spyntec lausnin sem kostar c.a. 350 þús m.v. að láta ShopUsa taka þetta heim, alveg klárt að menn geta sparað c.a. 40 þús með öðrum flutningsaðilum.
Í pakkanum eru, legustútar, legur, ytri öxlar og driflokur allt í Full Size og alvöru. Gaman væri að sjá hvað sami búnaður kostar í aðrar tegundir.
Ef menn ætla að smíða einhverja sterkari UnitBearing lausn, með lengra á milli lega og slíkt þarf væntanlega að smíða nýja ytri ölxa og loku eða a.m.k. flangs sem væri þá mjög innarlega í nýja hubbnum, ég efa það stórlega að mögulegt væri að nota sama ytri öxulinn sérstaklega þegar búið er að koma fyrir ró og slíku til að herða nýju sérsmíðuðu leguna saman.
Mín niðurstaða er a.m.k. sú að ef menn ætla að breyta þessu á annað borð sé Spyntec málið.
Hin lausnin er Timken.
Kv. Jörgen
Eru menn ekki aðeins að missa sig varðandi skoðanir á háum verðum?
Ég held að Spyntec lausnin sem kostar c.a. 350 þús m.v. að láta ShopUsa taka þetta heim, alveg klárt að menn geta sparað c.a. 40 þús með öðrum flutningsaðilum.
Í pakkanum eru, legustútar, legur, ytri öxlar og driflokur allt í Full Size og alvöru. Gaman væri að sjá hvað sami búnaður kostar í aðrar tegundir.
Ef menn ætla að smíða einhverja sterkari UnitBearing lausn, með lengra á milli lega og slíkt þarf væntanlega að smíða nýja ytri ölxa og loku eða a.m.k. flangs sem væri þá mjög innarlega í nýja hubbnum, ég efa það stórlega að mögulegt væri að nota sama ytri öxulinn sérstaklega þegar búið er að koma fyrir ró og slíku til að herða nýju sérsmíðuðu leguna saman.
Mín niðurstaða er a.m.k. sú að ef menn ætla að breyta þessu á annað borð sé Spyntec málið.
Hin lausnin er Timken.
Kv. Jörgen
Re: Framhjólalegu-lausnir í F350
Ég las "Spyntec hubbið" sem eintölu, öðru megin sumsé. 2x það er 2x meira.
Þó að það sé fullt af dóti í svona pakka er þetta nú samt ansi dýrt til að halda framhjólalegum í lagi.
Kannski er ég bara með eitthvað allt annað verðskyn en menn sem aka um á Ford....
kv
G
Þó að það sé fullt af dóti í svona pakka er þetta nú samt ansi dýrt til að halda framhjólalegum í lagi.
Kannski er ég bara með eitthvað allt annað verðskyn en menn sem aka um á Ford....
kv
G
Re: Framhjólalegu-lausnir í F350
Jörgen. Eins og þú veist er ég með þetta Spyntec, Solidaxle, Og Villi í Grindavík líka. Hann var búinn að keyra þetta 70000km. í fyrra á 46-47 tommu dekkjum og aldrei þurft að líta á þetta. Æi, svona miðað við að vera með nokkur tonn á þessu, upp á fjöllum 1-2 dagleiðir frá verkstæði osfrv þá líður manni betur af því að vita af þessu þarna. Það eru nú fljótir að fjúka kallarnir ef þarf að fara í viðgerðarferðir á fjöll með alles.
Re: Framhjólalegu-lausnir í F350
Endilega koma með þessar reynslusögur. Þetta er það sem ég hef beðið eftir að heyra, álit frá einhverjum sem hefur farið í þessi skipti.
Nefndur Villi í grindavík, hvað voru felgurnar háar og breiðar?
Nefndur Villi í grindavík, hvað voru felgurnar háar og breiðar?
Re: Framhjólalegu-lausnir í F350
Minnir bæði dekkin á 16 tommum ca. 18 breiðar. Veit að Ljónin eru að flytja þetta Spyntec dót inn á fínasta verði. Gott að tala við þá líka.
-
- Innlegg: 899
- Skráður: 06.jún 2011, 18:30
- Fullt nafn: kjartan Björnsson
- Bíltegund: Ford Ranger
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Framhjólalegu-lausnir í F350
ég þarf að fara í svipaðan pakka á dodge hjá mér, setja Spyntech liklega eða það sem ljónin eru að flytja inn
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Framhjólalegu-lausnir í F350
Ég held að menn séu aðeins að misskilja. Það er hár start kostnaður í spyntech en eftir það eru þetta bara venjulegar kónískar keflalegur sem er skipt út og kosta ekki stórfé eins og lokuðu legurnar
-
- Innlegg: 760
- Skráður: 01.feb 2010, 07:44
- Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
- Staðsetning: Akranes
- Hafa samband:
Re: Framhjólalegu-lausnir í F350
Settið í Ford hjá Ljónunum kostar tæpann 240þ kall.
Það eru tvær lokur, 35rillu ytri öxlar, naf og nafstútur og er þetta bara bolt on dæmi.
Það eru tvær lokur, 35rillu ytri öxlar, naf og nafstútur og er þetta bara bolt on dæmi.
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur
E-1870
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur
E-1870
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur