Síða 1 af 1

Olía á drif og kassa

Posted: 17.mar 2014, 22:56
frá Tollinn
Sælir félagar

Var að skipta um olíur á drifum og kössum og setti 80W90 á þetta allt saman. Nú finnst mér bíllinn hrikalega þvingaður eitthvað í gírana og eins og hann sé mun þyngri af stað. Er ég að setja vitlausa olíu á hann?

btw, þetta er hilux ´93 2,4 EFI (22re)

kv Tolli

Re: Olía á drif og kassa

Posted: 17.mar 2014, 23:26
frá Svopni
75W90 á kassa og framdrif.

Re: Olía á drif og kassa

Posted: 17.mar 2014, 23:34
frá Gunnar00
ég nota 80-90 á kassa og drif á toyotunni hjá mér, virkar fínt ekkert þvingaður.
-'87 70 crúser 2.4 (22r)

Re: Olía á drif og kassa

Posted: 17.mar 2014, 23:38
frá Tollinn
Já, ég held nú að þetta sé örugglega í góðu lagi og skemmi ekki neitt en ég sé svolítið eftir því að hafa ekki sett 75W90. Finnst bara ótrúlegt að það geti verið svona mikill munur. Bíllinn var mikið betri áður en ég skipti um olíu.

kv Tolli

Re: Olía á drif og kassa

Posted: 17.mar 2014, 23:49
frá snöfli
75W 90 hefur betri fjölþykktar eiginleika en 80W 90. Það þýðir að hún er liprari í kulda en jafnseig í hitum.

Þar sem kuldin er líklegra ástand hér á "Klakanum" verður þú sennilega þónokkuð var við þetta.

Líka líkur til þess að 75W 90 sé betri olía, synþetísk jafnvel, til að ná fjölþykktareiginleikunum Semsagt fáir ef nokkrir kostir (utan eitthvað ódýrari) en fult af ókostum.

Re: Olía á drif og kassa

Posted: 18.mar 2014, 00:03
frá Freyr
Skiptu um olíu á gírkassanum aftur, 80/90 dregur verulega úr virkni á "synchrome" sem gerir allt mikið stirðara. Tappar bara af honum í brúsa og geymir olíuna fyrir næstu skipti á drifum eða millikassa.

Re: Olía á drif og kassa

Posted: 18.mar 2014, 03:34
frá TDK
offtopic en er ekki öruglega óæskilegt að blanda þessum tvem olíum saman?

Re: Olía á drif og kassa

Posted: 18.mar 2014, 07:47
frá snöfli
75W-90
The 75W-90 gear oil is used under extreme pressure conditions and is recommended for limited-slip differentials and for use in colder climates. Used in heavy duty manual transmissions, final drives and axles, high temperatures will not effect the heavy film left by this oil.

80W-90
The 80W-90 gear oil can be used in extreme pressure conditions and as a lubricant for non-synchronised manual transmissions in heavy duty trucks or buses. This gear oil is recommended for conventional and limited slip differentials.

Re: Olía á drif og kassa

Posted: 18.mar 2014, 08:29
frá juddi
Svo hafa sumir sett sjálfskipti vökva á gírkassa með góðum árangri veit um einn kassa sem var orðin hundleiðinlegur af sliti og var nánast fyltur upp í topp af sjálfskiptivökva og nú eru liðin 5 ár og búið að taka vel á greijinu

Re: Olía á drif og kassa

Posted: 18.mar 2014, 13:22
frá Tollinn
Það er þá greinilegt að ég gerði mikil mistök að setja 80W90 olíu á þetta allt saman. Spurning um að tappa af og skella 75W90 í staðinn

Takk fyrir þessar upplýsingar.

kv Tolli

Re: Olía á drif og kassa

Posted: 18.mar 2014, 13:26
frá jeepcj7
Örugglega ekki verra að nota bara ATF á allt.

Re: Olía á drif og kassa

Posted: 18.mar 2014, 19:50
frá olei
jeepcj7 wrote:Örugglega ekki verra að nota bara ATF á allt.

Hefur ATF verið notað á drif, mig rámar í einhverjar sögur af því en man þær ekki lengur.

Re: Olía á drif og kassa

Posted: 18.mar 2014, 19:56
frá olei
Ég var með 80w-90 á öllu. Gírkassinn (terrano/patrol) var alveg hrikalegur í kaldur. Ég smellti á hann ATF og hann snarlagaðist við það.

Fletti upp í Olís dagbók seigjutölum yfir gírolíurnar og mig minnir að 75W-90 renni tvöfalt hraðar en 80W-90 við 40°c. Þannig að ég skellti henni á millikassann og bæði drifin. Ég fann greinilega mun á keyra bílinn kaldan. 75W-90 er api GL5 og á að virka fyrir hypoid drif.

Re: Olía á drif og kassa

Posted: 18.mar 2014, 20:17
frá Fordinn
Gamall hilux???? sjálskipti vökva á gírkassan.... og hann verður ljufur sem lamb.

Re: Olía á drif og kassa

Posted: 18.mar 2014, 21:26
frá Tollinn
Fordinn wrote:Gamall hilux???? sjálskipti vökva á gírkassan.... og hann verður ljufur sem lamb.


Eru menn í alvöru að setja sjálfskiptivökva á kassann? Mæla menn almennt með þessu?

Re: Olía á drif og kassa

Posted: 18.mar 2014, 23:16
frá juddi
Sum motorcrosshjól koma orginal með ATF á kassanum svo eru margir amerískir millikassar lýka með ATF

Re: Olía á drif og kassa

Posted: 18.mar 2014, 23:29
frá Tjakkur
Flestir Benz gírkassar eru gerðir fyrir sjálfskiptiolíu og eru lungamjúkir í kuldum.

Re: Olía á drif og kassa

Posted: 18.mar 2014, 23:36
frá Freyr
Alveg óhætt að setja sjálfskiptiolíu á kassa, hef gert það í ýmsum bílum án vandræða. Myndi samt byrja á að setja 75/90 á hann eins og framleiðandinn mælir með og sjá hvort það dugi ekki til.

Re: Olía á drif og kassa

Posted: 19.mar 2014, 02:08
frá olei
Freyr wrote:Alveg óhætt að setja sjálfskiptiolíu á kassa, hef gert það í ýmsum bílum án vandræða. Myndi samt byrja á að setja 75/90 á hann eins og framleiðandinn mælir með og sjá hvort það dugi ekki til.

Sammála. Þó að ég hafi ágæta trú á ATF á gírkössum þá inniheldur sú olía bætiefna pakka sem hentar e.t.v gírkössum ekkert sérlega vel. Síðan eru sumir gírkassar ansi krítískir á olíu til að syncrome bremsurnar virki rétt. 75W-90 er síðan lapþunn samanborið við 80w-90. En það var einmitt þykktin á þeirri síðarnefndu sem er upphafið að þessum þræði. Það mætti segja mér að þegar menn finna stóran mun við að skipta yfir í ATF á gírkassanum sínum séu þeir að fara úr 80W-90. Ekki viss um að munurinn sé svo mikill milli ATF og 75W-90.