Hafa menn ekki verið að breyta orginal olíutönkum, skera þá og sjóða nýjar hliðar?
Var að spá hvort þetta væri hægt yfir höfuð, að sjóða í svona tanka.
Mun að sjálfsögðu þrífa tankinn vel að innan svo ég brenni ekki ofan af mér þakið..
Breytingar á orginal olíutank
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Breytingar á orginal olíutank
Hefur í alvöru enginn átt við olíutanka?
-
- Innlegg: 305
- Skráður: 31.jan 2010, 23:01
- Fullt nafn: Hilmar Ingimundarson
- Bíltegund: Toyota Hilux 93
- Staðsetning: Akureyri
Re: Breytingar á orginal olíutank
Hef að vísu ekki átt við svona sjálfur en get ekki ímyndað mér að það sé neitt sérstakt vandamál að gera þetta
ef tankurinn er hreinsaður vel upp og maður er með góða suðu.
Aðal brasið sem ég sé yrði að fá suðurnar þéttar
ef tankurinn er hreinsaður vel upp og maður er með góða suðu.
Aðal brasið sem ég sé yrði að fá suðurnar þéttar
1993 árg Toyota Hilux (hvaðan kemur þetta Hilux ??) 35 - 36"
22RE bensínrokkur (rétt dugar til að skila honum áfram á jafnsléttu)
kominn á 38” og með 22RTE sem er heldur snarpari en gamla og svo gafst hún upp og er kominn með
1kz-te
Kv Hilmar
22RE bensínrokkur (rétt dugar til að skila honum áfram á jafnsléttu)
kominn á 38” og með 22RTE sem er heldur snarpari en gamla og svo gafst hún upp og er kominn með
1kz-te
Kv Hilmar
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Breytingar á orginal olíutank
Þetta er ekkert mál ef þú hefur kunnáttu við að sjóða, passa að þrífa tankinn sérstaklega vel.
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Breytingar á orginal olíutank
Hef nokkurra ára reynslu í suðu þannig að þetta hlýtur að reddast, kunnátta er reyndar annað mál..
Er bara að bíða eftir tíma til að fara í þetta og ákvað að forvitnast með svona breytingar.
Er bara að bíða eftir tíma til að fara í þetta og ákvað að forvitnast með svona breytingar.
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Breytingar á orginal olíutank
Ef þetta er járntankur þá eru þeir yfirleitt ekki húðaðir að innan, og það er svosem engin kúnst við þetta.
Íkveikjuhætta er MUN minni á olíutank en bensíntank, pabbi sagðist einhverntíman hafa þrifið bensíntank með dísil og soðið svo í hann. en þetta eru engin geimvísindi, ef þú ætlar að MIG sjóða þetta þarf efnið bara að vera mjög hreint beggja vegna til að minnka bólumyndun í suðunni.
Uppá að þetta verði þétt væri langbest að logsjóða þetta, en mér sýnist það vera deyjandi list núorðið
Íkveikjuhætta er MUN minni á olíutank en bensíntank, pabbi sagðist einhverntíman hafa þrifið bensíntank með dísil og soðið svo í hann. en þetta eru engin geimvísindi, ef þú ætlar að MIG sjóða þetta þarf efnið bara að vera mjög hreint beggja vegna til að minnka bólumyndun í suðunni.
Uppá að þetta verði þétt væri langbest að logsjóða þetta, en mér sýnist það vera deyjandi list núorðið
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Innlegg: 104
- Skráður: 10.feb 2011, 22:51
- Fullt nafn: Arnar Þór Hjaltason
- Bíltegund: Toyota hilux Dc
- Staðsetning: Akureyri
Re: Breytingar á orginal olíutank
Sæll er búinn að sjóða bæði i aukatánkin minn og svo vörubilstánk og hef soðið i stuttum lotum
og verið með þrýsti loft og haft loft skifti i tánknum og kælt hann í leiðini og gekk bara vel
Kv
og verið með þrýsti loft og haft loft skifti i tánknum og kælt hann í leiðini og gekk bara vel
Kv
-
- Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Breytingar á orginal olíutank
önnur þekkt aðferð til að sjóða í bensíntank er að setja slatta af þurrís í hann. sjóða svo. Þurrís fæst hjá ísaga.
Re: Breytingar á orginal olíutank
Sælir
Aðalmálið til að fá þetta þétt er að þrífa, þrífa og þrífa járnið þar sem á að sjóða það, það sparar mikið vesen í að gefa sér tíma í að gera það vel, sérstaklega með mig/mag suðu, svo er best fyrir þig að vera með viðbótina í pínu yfirstærð og leggja hana utaná, t.d. ef þú ætlar að síkka tank um 10 cm að klippa þá 11 cm renning og láta brúnirnar liggja aðeins yfir, þá kemstu upp með að hafa meiri hita í suðunni og þá verður suðan auðveldari.
kv
Arnar Ingi
Aðalmálið til að fá þetta þétt er að þrífa, þrífa og þrífa járnið þar sem á að sjóða það, það sparar mikið vesen í að gefa sér tíma í að gera það vel, sérstaklega með mig/mag suðu, svo er best fyrir þig að vera með viðbótina í pínu yfirstærð og leggja hana utaná, t.d. ef þú ætlar að síkka tank um 10 cm að klippa þá 11 cm renning og láta brúnirnar liggja aðeins yfir, þá kemstu upp með að hafa meiri hita í suðunni og þá verður suðan auðveldari.
kv
Arnar Ingi
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur