Millikassi Ford.

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
bjsam
Innlegg: 240
Skráður: 01.feb 2010, 17:57
Fullt nafn: Bjarni Samúelsson

Millikassi Ford.

Postfrá bjsam » 15.mar 2014, 10:01

Er einhver sem á til dót sem þarf til að gera millikassa í Ford Explorer 1991 handvirkan úr rafmagnsskiptum til að skipta í háa og lágadrif.? Kv.Bjarni skbs@simnet.is 8403064.



User avatar

jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Millikassi Ford.

Postfrá jongud » 15.mar 2014, 10:36

Ég held að þú þurfir að skipta um millikassa...


RangerTRT
Innlegg: 44
Skráður: 06.mar 2011, 23:45
Fullt nafn: Tryggvi Þór Aðalsteinsson

Re: Millikassi Ford.

Postfrá RangerTRT » 15.mar 2014, 11:03

Ég held að þú þurfir ekki að skifta um milli kassa og skal ath hvort sð eg finn þetta


Höfundur þráðar
bjsam
Innlegg: 240
Skráður: 01.feb 2010, 17:57
Fullt nafn: Bjarni Samúelsson

Re: Millikassi Ford.

Postfrá bjsam » 15.mar 2014, 11:28

Takk ég þigg öll ráð og hjálp með þökkum ,það er ómögulegt að komast ekkert út að spóla og leika sér.Kv.


Sævar Páll
Innlegg: 316
Skráður: 07.okt 2010, 15:59
Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson

Re: Millikassi Ford.

Postfrá Sævar Páll » 15.mar 2014, 12:36

Er með sama vandamál, bjargaði mér tímabundið með að fjarlægja allt rafmótorsruslið og setti litla vise-grip á arminn sem skiptir milli drifa og vandamál ( tímabundið) leyst


Höfundur þráðar
bjsam
Innlegg: 240
Skráður: 01.feb 2010, 17:57
Fullt nafn: Bjarni Samúelsson

Re: Millikassi Ford.

Postfrá bjsam » 15.mar 2014, 13:24

Já mér datt það í hug líka ,en betra er að geta gert þetta inni í bilnum.

User avatar

jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Millikassi Ford.

Postfrá jongud » 15.mar 2014, 14:56

Sá einu sinni algert "redneck" dæmi með svona millikassa í spjallþræði frá USA.
Það var mixað handfang aftaná kassann sem var bara eins og hálfgert vatnskranahandfang. Svo var sett lúga í gólfið, enda haugryðgað akkúrat á réttum stað.


Höfundur þráðar
bjsam
Innlegg: 240
Skráður: 01.feb 2010, 17:57
Fullt nafn: Bjarni Samúelsson

Re: Millikassi Ford.

Postfrá bjsam » 17.mar 2014, 22:14

Jæja er búinn að bjarga mér með frumlegu aðferðinni til að geta skipt á milli drifa, en langar að vita hvort að hægt sé að fá eitthvað orginal dót í staðinn fyrir rafmótorinn aftan á millikassanum og tengja með stöngum eða hvort að mín útfærsla verði bara að duga sem er svosem í lagi og virkar alveg, meira að segja hægt að skipta inni í bíl.Kv.


TDK
Innlegg: 105
Skráður: 19.des 2011, 22:11
Fullt nafn: Guðmundur H. Aðalsteinsson

Re: Millikassi Ford.

Postfrá TDK » 18.mar 2014, 03:37

bjsam wrote:Jæja er búinn að bjarga mér með frumlegu aðferðinni til að geta skipt á milli drifa, en langar að vita hvort að hægt sé að fá eitthvað orginal dót í staðinn fyrir rafmótorinn aftan á millikassanum og tengja með stöngum eða hvort að mín útfærsla verði bara að duga sem er svosem í lagi og virkar alveg, meira að segja hægt að skipta inni í bíl.Kv.


Verður nú að deila með okkur hvað þú gerðir.


303hjalli
Innlegg: 113
Skráður: 16.okt 2013, 19:33
Fullt nafn: Hjálmar Kristinn Hlöðversson
Bíltegund: 4x4

Re: Millikassi Ford.

Postfrá 303hjalli » 18.mar 2014, 08:11

Færð þér gírskiftibúnað frá fólksbíl sem er með börkum,fjarlægir annann barkann sem er fyrir hliðarhreyfinguna,þá ertu kominn bara með fram og aftur færslu,passar að fá með barkafestu sem er boltuð á gírkassann,(sparar vinnu)getur nú staðsetthandfang hvar sem er í bílnum og svakalega einfalt....þessi búnaður er í toyota,hondu,póló.....og fl. Kv.Hjálmar


Höfundur þráðar
bjsam
Innlegg: 240
Skráður: 01.feb 2010, 17:57
Fullt nafn: Bjarni Samúelsson

Re: Millikassi Ford.

Postfrá bjsam » 18.mar 2014, 20:35

Takk fyrir þetta Hjalli, og til að svara Guðmundi þá sagaði ég motorinn í sundur sem sá um skiptinguna á milli drifa og notaði hjólið úr honum og sauð á það topp, festi lið úr toppasetti á vírofna olíuslöngu mjög stífa og stakk í toppinn ,boraði gat aftast við kassann á milli sæta og tók slönguna þar upp og læt hana bara liggja við hliðina á sætinu hjá mér og sný henni til hægri eða vinstri eftir því í hvaða drifi ég vill vera.Tek það fram að þetta var bara gert til að bjarga sér og dugar fínt þar til betri lausn finnst og þetta kostaði bara smá grams í gömlu dóti ,alltaf gaman að braska eitthvað í bíladóti.Kv.Bjarni


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Millikassi Ford.

Postfrá biturk » 20.mar 2014, 17:08

Væriru til i að setja mynd af þessu :)
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 53 gestir