Síða 1 af 1

Upphækkun pajero 1992

Posted: 14.mar 2014, 08:36
frá HalliMaggi
Hvaða gormar passa undir þennan úr öðrum bílum?? Þvermálið er um 180 mm og innanmálið er um 150mm, mig langar að fá lengri gorma.

Re: Upphækkun pajero 1992

Posted: 14.mar 2014, 09:34
frá muggur
Í UK hafa menn verid ad setja Patrol gorma undir tha ad aftan til ad haekka upp.

Re: Upphækkun pajero 1992

Posted: 14.mar 2014, 11:01
frá Bjarni Ben
Fyrir hvaða dekk ertu að hækka hann? Ég á svona bíl sem ég var að láta mig dreyma um að setja á 38" án þess að hækka neitt, bara skera. Hefur einhver séð svona bíl sem var breytt svoleiðis?

kv.Bjarni

Re: Upphækkun pajero 1992

Posted: 14.mar 2014, 19:35
frá Stebbi
Ef þú ætlar að láta bílinn fjaðra eitthvað að aftan án þess að hækka þá verðurðu að færa afturhásinguna hressilega og hækka hjólskálina inni í bíl. Mun auðveldara að fara í 50mm bodylift eða síkka fjöðrun.