Síða 1 af 1
Mússó vandræði
Posted: 13.mar 2014, 15:42
frá Tollinn
Sælir félagar
var áðan að hjálpa bróður mínum við að reyna að koma mússó í gang. Um er að ræða 2.9 d sjálfskiptann ca 2000 árg. Hann hélt að hann væri rafmagnslaus svo ég fór að gefa honum start en fljótlega kom í ljós að nóg rafmagn er á honum. Ég gekk á geyminn með mæli og sá að hann var í góðu lagi. Það er líka í lagi með öll öryggi sem ég komst í og er ég því að gæla við að hann fari ekki í gang vegna þess að bíllinn heldur að hann sé ekki í P. Hefur einhver lent í þessu.
Annað, er í lagi að draga hann eins og ca 5 km þó hann sé sjálfskiptur?
kv Tolli
Re: Mússó vandræði
Posted: 13.mar 2014, 15:57
frá svarti sambo
Ef að þetta hefur einhvað með sjálfskiftinguna að gera að þá geturðu prófað að setja hana í N og prófað að starta.
Getur verið að það þurfi að stýga á bremsuna þegar startað er. Heyrist klick í startaranum þegar þú reynir að starta en snýr ekki vélinni. þá eru sennilega kolin búin í startaranum eða óhreinindi á kapalskónum eða spólan hleypir ekki í gegnum sig. stundum er nóg að dunka í startarann með hamri þegar startað er, ef að kolin eru orðin léleg eða hálf föst.
Re: Mússó vandræði
Posted: 13.mar 2014, 16:50
frá Tollinn
svarti sambo wrote:Ef að þetta hefur einhvað með sjálfskiftinguna að gera að þá geturðu prófað að setja hana í N og prófað að starta.
Getur verið að það þurfi að stýga á bremsuna þegar startað er. Heyrist klick í startaranum þegar þú reynir að starta en snýr ekki vélinni. þá eru sennilega kolin búin í startaranum eða óhreinindi á kapalskónum eða spólan hleypir ekki í gegnum sig. stundum er nóg að dunka í startarann með hamri þegar startað er, ef að kolin eru orðin léleg eða hálf föst.
Ég er búinn að prufa að vera með í N þegar startað er. Það eina sem heyrist er relay-klikk þegar maður reynir að starta, er búinn að prufa að berja í startarann en ég er svo sem ekki búinn að rannsaka hann frekar þar sem aðstæður eru ömurlegar og ég hefði helst þurft að draga hann inn í skúr til að skoða þetta betur og nenni ómögulega að rífa drifskaptið undan ef ég þarf þess ekki.
Ég er einnig búinn að vera að stíga á bremsuna, fikta eins og ég get í skiptingunni og allt kemur fyrir ekki, er auðvitað búinn að prufa að vera með hann tengdann við annan bíl til að útiloka að þetta sé rafmangsleysi en allar rúður þjóta upp og niður og öll ljós loga, rúðuþurrkur virka eins og bíllin væri í gangi svo þetta getur ekki verið rafmagnsleysi.
Re: Mússó vandræði
Posted: 13.mar 2014, 17:11
frá svarti sambo
Tollinn wrote:Það eina sem heyrist er relay-klikk þegar maður reynir að starta
Þetta relay klikk er þegar spólan er að skjóta bendensinum fram. Prófaðu að fá þér sandpappír og hreinsaðu kapalskóna á köplunum. Getur verið sambandsleysi og það er minna mál en að rífa drifskaftið undan.
Re: Mússó vandræði
Posted: 13.mar 2014, 17:27
frá Tollinn
svarti sambo wrote:Tollinn wrote:Það eina sem heyrist er relay-klikk þegar maður reynir að starta
Þetta relay klikk er þegar spólan er að skjóta bendensinum fram. Prófaðu að fá þér sandpappír og hreinsaðu kapalskóna á köplunum. Getur verið sambandsleysi og það er minna mál en að rífa drifskaftið undan.
Tékka á því, takk fyrir þetta.
Er alveg fatalt að draga bílinn 5 km
Re: Mússó vandræði
Posted: 13.mar 2014, 18:19
frá Sævar Örn
ef þú vilt vera alveg safe og ef musso er með stöng á millikassann en ekki rafmagns takka þá geturðu sett hann í neutral og þá snýr hann ekki sjálfsskiptingunni með þegar hann er dreginn, þó getur þetta ollið þvingun í drifrásinni ef ekki eru handvirkar driflokur að framan þar sem neutral er yfirleitt á milli 4hi og 4lo í millikassanum sem þýðir að læst er milli fram og afturdrifs í neutral
Re: Mússó vandræði
Posted: 13.mar 2014, 18:26
frá Tollinn
Sævar Örn wrote:ef þú vilt vera alveg safe og ef musso er með stöng á millikassann en ekki rafmagns takka þá geturðu sett hann í neutral og þá snýr hann ekki sjálfsskiptingunni með þegar hann er dreginn, þó getur þetta ollið þvingun í drifrásinni ef ekki eru handvirkar driflokur að framan þar sem neutral er yfirleitt á milli 4hi og 4lo í millikassanum sem þýðir að læst er milli fram og afturdrifs í neutral
Þetta er rafstýrt í mussó svo það er ekki hægt að setja í N á millikassanum
kv Tolli
Re: Mússó vandræði
Posted: 13.mar 2014, 18:53
frá Grímur Gísla
Það getur verið að það vanti jarðsamband á vélina, hef lent í því,. prófaðu að tengja startkapal ´við vélina og - pólinn
Re: Mússó vandræði
Posted: 13.mar 2014, 19:33
frá Tollinn
Já það er á þetta reynandi. Skrítið samt að bíllinn gekk bara fínt en hætti svo að starta
Re: Mússó vandræði
Posted: 13.mar 2014, 19:36
frá Tollinn
En hvað segja menn, á ég að rífa drifskaptið úr til að draga hann?
Það er ótrúlega freystandi að draga hann rólega heim í skúr (ca 5 km)
kv Tolli
Re: Mússó vandræði
Posted: 13.mar 2014, 19:51
frá Gilson
Blessaður vertu dragðu hann bara. Gott að halda sig bara á litlum hraða, þá ættir þú að vera öruggur.
Re: Mússó vandræði
Posted: 13.mar 2014, 20:03
frá Stebbi
svarti sambo wrote:Tollinn wrote:Það eina sem heyrist er relay-klikk þegar maður reynir að starta
Þetta relay klikk er þegar spólan er að skjóta bendensinum fram. Prófaðu að fá þér sandpappír og hreinsaðu kapalskóna á köplunum. Getur verið sambandsleysi og það er minna mál en að rífa drifskaftið undan.
Þetta geta líka verið smellir í dagljósa og glóðarhitunar relayum. Spólan í startaranum er 10 sinnu stærri og meira högg en smellur ef hann nær að skjóta fram, það ætti ekki að fara neitt á milli mála nema að startarinn sé smíðaður úr rúðuþurkumótor. Ef hann er að skjóta fram bendix'num þá er ekkert annað en að gefa honum duglegt drag með sleggju eða góðum hamri á meðan það er startað.
Re: Mússó vandræði
Posted: 13.mar 2014, 20:15
frá Tollinn
Stebbi wrote:svarti sambo wrote:Tollinn wrote:Það eina sem heyrist er relay-klikk þegar maður reynir að starta
Þetta relay klikk er þegar spólan er að skjóta bendensinum fram. Prófaðu að fá þér sandpappír og hreinsaðu kapalskóna á köplunum. Getur verið sambandsleysi og það er minna mál en að rífa drifskaftið undan.
Þetta geta líka verið smellir í dagljósa og glóðarhitunar relayum. Spólan í startaranum er 10 sinnu stærri og meira högg en smellur ef hann nær að skjóta fram, það ætti ekki að fara neitt á milli mála nema að startarinn sé smíðaður úr rúðuþurkumótor. Ef hann er að skjóta fram bendix'num þá er ekkert annað en að gefa honum duglegt drag með sleggju eða góðum hamri á meðan það er startað.
Ég held að hann sé ekki að skjóta fram bendex
Re: Mússó vandræði
Posted: 13.mar 2014, 20:33
frá snöfli
Man eftir einhverjum draugasögum um öryggi á bakkljósinu sem getur valdið því að bíllinn fari ekki í gang.
Mundi fórna skrúfjárni eða töng til að slá yfir bendix of sjá hvort hann startar ekki. l.
Re: Mússó vandræði
Posted: 13.mar 2014, 23:45
frá Kiddi
Ég hef dregið svona bíl frá Holtavörðuheiði og í bæinn bara í neutral. "Pössuðum" okkur að fara ekki yfir 60 eins og mig minnir að standi í owners manualinum en það var svosem ekki mikil hætta á því með Suzuki Vitara á hinum endanum á spottanum...
Re: Mússó vandræði
Posted: 14.mar 2014, 00:09
frá svarti sambo
Stebbi skrifaði:
Þetta geta líka verið smellir í dagljósa og glóðarhitunar relayum. Spólan í startaranum er 10 sinnu stærri og meira högg en smellur ef hann nær að skjóta fram, það ætti ekki að fara neitt á milli mála nema að startarinn sé smíðaður úr rúðuþurkumótor
Vissulega kemur hærra hljóð frá spólunni,en maður veit aldrei hver er hinumegin á móti í samræðunum.
Þú getur líka fengið þér passlega sveran vír til að skjóta á spóluna og athugað hvað startarinn gerir.Þægilegra en að nota skrúfjárn og svoleiðis dót.Tengir á milli plús frá geymir ( á spólunni ) og inná stýris-plúsinn á spólunni (granni boltinn eða plöggið til hliðar á spólunni).Þá ættirðu að sjá hvort að þetta er startarinn eða stýribúnaðurinn fyrir hann.
Það getur líka verið start-relay í þessum bíl sem er farið,þekki ekki rafkerfið í þessum bíl.
Re: Mússó vandræði
Posted: 14.mar 2014, 09:23
frá Tollinn
Ég þakka kærlega fyrir þessi ráð.
Næst á dagskrá er þá bara að draga bílinn inn í skúr og fara yfir þetta allt saman.
kv Tolli
Re: Mússó vandræði
Posted: 18.mar 2014, 17:11
frá siggimar
Bjallaðu í Þórarinn í Musso pörtum, hann er MJÖG hjálplegur og á örugglega hlutinn fyrir þig ( ef vantar).
Hann er með: 8640984.
Mbk.
Siggi Már
Re: Mússó vandræði
Posted: 18.mar 2014, 17:37
frá snöfli
Segi það aftur skýrt. Þessir bílar eru með rofa tengt bakkljósinu sem hamlar starti ef hann er ekki í bakk. Það eru þekkt dæmi þar sem kerrutengi hefur grillað öryggið fyrir bakkljósið og bíllinn þá ekki startað. mbk. l.
Re: Mússó vandræði
Posted: 18.mar 2014, 18:33
frá Þorri
Segi það aftur skýrt. Þessir bílar eru með rofa tengt bakkljósinu sem hamlar starti ef hann er ekki í bakk. Það eru þekkt dæmi þar sem kerrutengi hefur grillað öryggið fyrir bakkljósið og bíllinn þá ekki startað. mbk. l.
Ef þú myndir lesa efsta póstin þá myndir þú taka eftir sví að bíllin sem um ræðir er SJÁLFSKIPTUR og getur þar af leiðandi ekki verið í bakkgír þegar honum er startað.
Re: Mússó vandræði
Posted: 18.mar 2014, 19:41
frá arni907
þú getur líka prófað að setja startkapla beint á startarann það hefur virkað fyrir mig allavega
Re: Mússó vandræði
Posted: 18.mar 2014, 21:30
frá Tollinn
Kom í ljós að startarinn var ónýtur
Takk fyrir brainstormið félagar, gott að geta fengið hugmyndir hérna
Kv Tolli