Síða 1 af 1
Breyta gatadeilingu
Posted: 11.mar 2014, 11:14
frá Sævar Páll
Sælir. Er með gamlann ramcharger á dana 44 og dana 60 hásingum, með 8 bolta deilingunni. Nú langar mig svolítið að geta notað fimm gata stóru deilinguna frekar, þar sem að það virðist alltaf vera mikið meira úrval af svoleiðis felgum hér.
Er þetta eitthvað sem maður ætti að reyna að gera sjálfur eða láta renniverkstæði um svona?
Og er einhverstaðar hægt að kaupa aðra felgustödda í staðinn fyrir þá sem fyrir eru?
Kv. Sævar P
Re: Breyta gatadeilingu
Posted: 11.mar 2014, 12:17
frá makker
Það er oft hægt að fa spacera með breitideilingu
Re: Breyta gatadeilingu
Posted: 11.mar 2014, 12:23
frá jeepcj7
Ef afturhásingin er fljótandi getur þú ekki notað 5x5.5 deilinguna á það dót.
Re: Breyta gatadeilingu
Posted: 11.mar 2014, 12:39
frá Sævar Páll
veit ekki hvort hún sé fljótandi, hef ekkert opnað hana. Veit bara að hún kemur undan einhverjum Nalla.
Er með dana 60 undir econoline og hún var original 8 gata en hefur greinilega verið modduð í seinni tíð í 5*5.5
Veit ekki með spacera, ef þeir eru meira en 1.5 tommu þykkir er vafamál hvort að ég kemst yfir einbreiðar brýr á bílnum, hann er 2.48 útfyrir barða eins og hann stendur á 15 tommu breiðum felgum.
Re: Breyta gatadeilingu
Posted: 11.mar 2014, 12:42
frá jeepcj7
Þú sérð það hvort það kemur naf út úr hásingarendanum (hub) ef hásingin er semifloating er ekkert mál að fá eitthvað renniverkstæði til að bora nýja deilingu.
Re: Breyta gatadeilingu
Posted: 11.mar 2014, 12:46
frá Sævar Páll
En hvar er best að versla stöddana? er þetta ekki til á öllum betri dekkjaverkstæðum eða bílabúðum?
Re: Breyta gatadeilingu
Posted: 11.mar 2014, 13:04
frá jeepcj7
Benni,Jeppasmiðjan og fjallabílar eiga til boltana.
Re: Breyta gatadeilingu
Posted: 11.mar 2014, 13:51
frá ellisnorra
Alltaf gaman af einhverju brasi, en ég held nú samt að það sé talsvert einfaldara að koma sér upp auka felgugang með 8 gata :)
Re: Breyta gatadeilingu
Posted: 11.mar 2014, 19:20
frá villi chevi
palli þú þarft nú ekki að vera leita lángt yfir skamt ég er géra þessa sömu breytingu hjá mér reindar á d 60 framhásingu ástæðan fyrir því að ég fór í þessar breitingar var til að koma 15" felgum á þetta skamlaust og þá eru notaðir bremsudiskar og dælur af dana 44 nafið rent niður í rétt mál og boruð ní gatadeiling í það það er verið að græja þetta í slipnum á ak þú ætir að prufa að heira í reyni geirs hann er snillingur í höndunum kallinn
Re: Breyta gatadeilingu
Posted: 11.mar 2014, 19:58
frá olei
Þessi?
viewtopic.php?f=9&t=2093&start=0Hann er á fljótandi að aftan þannig að 5 gata breyting gengur ekki upp nema með stórframkvæmdum. Sem er raunar ágætt, bíll af þessu tagi á 44 dekkjum á ekkert erindi niður í 5 gata ef það stendur til að nota hann eitthvað.
Re: Breyta gatadeilingu
Posted: 11.mar 2014, 20:57
frá Sævar Páll
Jamm þessi.
Helsta ástæðan er að við feðgar erum með fleiri bíla á svipuðum stærðum af dekkjum og þeir eru allir á 5 í 5.5 svo þetta var eiginlega hugsað til að hagræða við dekkjaskipti.
Econolinerinn sem ég nefndi hér áður hefur alveg verið látinn finna fyrir ýmsu og ég sé ekki að felguboltunum hafi orðið neitt meint af. Hann er á 40 tommu mödderum sem eru ábyggilega ekki mikið léttari en 44 tomman og hann er ábyggilega góðu tonni þyngri.
Einnig er hluti af þessu að felguboltarnir eru með öfugann skrúfgang öðru megin og mig langaði amk að skipta þeim út, og gæti þá alveg eins fanst mér borað skálarnar upp á nýtt.
Villi, var ekki ramchargerinn kominn á amk 6 gata deilingu áður eða var hann enn á 8 gata?
Re: Breyta gatadeilingu
Posted: 11.mar 2014, 22:12
frá jeepcj7
Vandamálið er að nafið er of svert til að koma 5 gata felgu uppá á afturhásingunni það er ekkert mál að renna utanaf framnafi en að aftan ertu kominn inn á miðja boltana sem halda öxlinum í.
Þannig að ef þú vilt 5 gata deilinguna þá þarf aðra hásingu td.semi 60 eða 14 bolta full float gm og breyta svo deilingunni.
Re: Breyta gatadeilingu
Posted: 11.mar 2014, 22:31
frá Sævar Páll
Ok takk æðislega fyrir skýr og skjót svör, sýnist að það verði frekar farið í að koma sér upp 8 gata gangi og felguvél heldur en að standa í svona æfingum :)