Síða 1 af 1
Undarleg hegðun á Hilux.
Posted: 10.mar 2014, 17:05
frá Tollinn
Sælir félagar.
Var áðan í umferðinni og var bara á mínum venjulega rólegheita akstri á móti vind og að sjálfsögðu gerðist lítið sökum kraftleysis (2,4 efi). Ég er ekki vanur að vera eitthvað að þenja bílinn neitt og alltaf haldið mig undir ca 3000 snúninga. Það gerðist hins vegar núna að ég var kominn upp í 3500 snúninga og þá allt í einu var eins og einhver hefði rekið svipu í rassinn á lúxanum og hann bara reif sig af stað (kannski pínu ýkt). Þarna leyndust bara þó nokkur hestöfl sem ég hef aldrei fundið fyrir áður og þau komu inn bara allt í einu án þess að inngjöfinni væri breytt. Þetta í raun lýsti sér þannig að ég var í 3ja gír og bíllinn vann sig ofurrólega á móti vindinum og þegar snúningurinn náði þetta tæplega 3500 r/m fór hann allt í einu að mokvinna. Þess má geta að ég gerði nokkrar tilraunir með þetta og þetta lýsti sér alltaf nákvæmlega eins
Getur einhver útskýrt þetta fyrir mér (n.b. vélarljósið logar og ég hef enn ekki skoðað hvað það getur verið)
kv Tolli
Re: Undarleg hegðun á Hilux.
Posted: 10.mar 2014, 17:10
frá aggibeip
Ég átti einusinni Hondu Civic sem að gerði svipað rétt áður en hún bræddi úr sér..
Re: Undarleg hegðun á Hilux.
Posted: 10.mar 2014, 18:02
frá hobo
Ég skýt á súrefnisskynjarann. Þú getur lesið tölvuna sjálfur, googlaðu bara.
Re: Undarleg hegðun á Hilux.
Posted: 10.mar 2014, 18:44
frá Tollinn
hobo wrote:Ég skýt á súrefnisskynjarann. Þú getur lesið tölvuna sjálfur, googlaðu bara.
Var einmitt búinn að fá fínar upplýsingar frá þér hvernig ég les tölvuna, ég þarf auðvitað að gera það. Var bara að spá hvort þetta væri þekkt hegðun í þessum bílum
Re: Undarleg hegðun á Hilux.
Posted: 10.mar 2014, 19:24
frá Startarinn
Ég lenti í svipuðu á V6 luxanum mínum, nema við 2800 snúninga, og ég vissi að skynjarinn í pústinu var ónýtur, en henti vélinni úr og fór aðra leið frekar en að púkka uppá þessa
Re: Undarleg hegðun á Hilux.
Posted: 10.mar 2014, 20:56
frá Hilmar Örn
Djöfull væri ég glaður ef minn Hilux 2,4 efi léti svona.
Re: Undarleg hegðun á Hilux.
Posted: 10.mar 2014, 22:18
frá Tollinn
Já verst að hann er að hiksta með og er núna að spá í að hætta að ganga hægagang.
En bilunardúddinn í húddinu segir bilunarkóði 21 og 25 sem er
21: main oxygen sensor signal - Open or short in heater circuitof main oxygen sensor
•
Main oxygen sensor heater
•
ECM
og
25: intake air temp sensor signal - Engine ground bolt loose
S
Open in E1 circuit
S
Open in injector circuit
S
Fuel line pressure (Injectorblockage, etc.)
S
Open or short in oxygensensor circuit
S
Oxygen sensor
S
Ignition system
S
Engine coolant temp. sensor
S
Volume air flow meter(Air intake)
S
ECM
Þetta er nú það sem bilunardúddinn segir
Hvað segja sérfróðir menn, er þetta súrefnisskynjarinn, hvar er hann og er hann ekki rándýr
kv Tolli
Re: Undarleg hegðun á Hilux.
Posted: 10.mar 2014, 22:29
frá Stebbi
Bilanadúddinn wrote:25: intake air temp sensor signal - Engine ground bolt loose
Gæti verið sniðug hugmynd að jarðtengja vélina með startkappli og prufa bílnn aðeins. Léleg jörð er alveg prima umhverfi fyrir svona drauga.
Re: Undarleg hegðun á Hilux.
Posted: 10.mar 2014, 22:37
frá hobo
Súrefnisskynjarinn er á pústinu nálægt gírkassanum. Hann kostaði nálægt 30 þús í umboði síðast þegar ég gáði. (Minnir mig)
Re: Undarleg hegðun á Hilux.
Posted: 10.mar 2014, 23:22
frá Tollinn
hobo wrote:Súrefnisskynjarinn er á pústinu nálægt gírkassanum. Hann kostaði nálægt 30 þús í umboði síðast þegar ég gáði. (Minnir mig)
Klárt mál að þetta er ekki jarðsambandið en ég get bara ómögulega séð þennan skynjara á pústinu
verð að leita af mér allan grun.
Það er a.m.k. plögg á lúmminu sem er ofaná gírkassanum og það virkar óvenju hreint til að vera ótengt á 20 ára gömlum bíl. Getur verið að einhver snillingur hafi skipt um púst og sleppt skynjaranum?
kv Tolli
Re: Undarleg hegðun á Hilux.
Posted: 10.mar 2014, 23:42
frá Svopni
Það er mikið meira en mögulegt. Þessi sensor fer ekkert framhjá þér ef hann er til staðar.
Re: Undarleg hegðun á Hilux.
Posted: 11.mar 2014, 00:26
frá hobo
Já skynjarinn tengist lúminu við gírkassann með plöggi. Magnað ef hann hefur gleymst eða verið hunsaður við pústskipti.
Þegar minn skynjari fór þá lýsti það sér í miklu aflleysi, en þegar inngjöfin var stigin í botn kom "allur" krafturinn fram.
Re: Undarleg hegðun á Hilux.
Posted: 11.mar 2014, 08:19
frá jongud
hobo wrote:... Magnað ef hann hefur gleymst eða verið hunsaður við pústskipti...

Re: Undarleg hegðun á Hilux.
Posted: 11.mar 2014, 08:28
frá Tollinn
Það sem mér finnst líka skrítið er að bíllinn hefur gengið mjög vel frá því ég fékka hann, eyðslan er skapleg en krafturinn reyndar enginn en ég taldi það nú bara eðlilegt og var ekkert að spá í það. En í gær kom inn kraftur sem ég hef bara ekki fundið áður og eftir það byrjaði hann að ganga illa.
Það er orðið deginum ljósara að það er enginn skynjari á pústinu og enginn á greininni. Hvað er til ráða, á ég að kaupa skynjara og smíða mér flang á pústið og koma honum fyrir eða er hægt að galdra fram eitthvað annað. N.B. það er á döfinni jeppaferð um helgina svo ég er í smá tímaklemmu.
kv Tolli
Re: Undarleg hegðun á Hilux.
Posted: 11.mar 2014, 09:04
frá hobo
Ég myndi allavega ekki vilja vera á skynjarans. En já það er flangs fyrir 2 bolta á þessum skynjara og þarf því að mixa einhvern mótflangs fyrir hann á pústið. Spurning hvort pústverkstæðin eigi allt til í þetta og eru hvellsnöggir að græja þetta, þekki það ekki.
Verst að þetta er ekki skrúfaður skynjari, þá væri bara hægt að nota suðumúffu..
Re: Undarleg hegðun á Hilux.
Posted: 11.mar 2014, 09:07
frá hobo
Tekið af netinu

Re: Undarleg hegðun á Hilux.
Posted: 11.mar 2014, 09:23
frá Tollinn
Takk fyrir þetta
Þetta er geðtruflað verð á þessu drasli
var að hringja upp í umboð og þetta kostar yfir 30 þús kr.
kv Tolli
Re: Undarleg hegðun á Hilux.
Posted: 12.mar 2014, 22:42
frá Tollinn
Ja hérna, þetta er ótrúlegt, fékk þennan fína skynjara í bílanaust og með afslætti endaði hann í tæplega 14 þús. krónum. Einn góður spjallverji hérna lánaði mér skynjara sem ég ætlaði að nota en endaði með að kaupa (universal) skynjara í bílanaust og hermdi svo eftir skynjurunum sem ég fékk lánaða til að tengja. Það var smá vesen að smíða flangsinn á pústið en það var nú aðallega vesen af því það var erfitt að rífa pústið undan. Allt virkar, vélarljósið slokknaði og bíllinn vinnur mun betur og er mikið eðlilegri allur. Þakka kærlega góðar ráðleggingar. Magnað að einhver hafi bara tekið meðvitaða ákvörðun um að sleppa þessum skynjara og smíða púst í bílinn án þess að gera ráð fyrir honum, hehe.
kv Tolli
Re: Undarleg hegðun á Hilux.
Posted: 12.mar 2014, 22:45
frá Járni
Ekki slæmt að eignast allt annan bíl fyrir ~15þ
Re: Undarleg hegðun á Hilux.
Posted: 12.mar 2014, 22:49
frá Tollinn
Járni wrote:Ekki slæmt að eignast allt annan bíl fyrir ~15þ
Nkl, er mjög sáttur við þetta. Þessi síða er algjör snilld og það er frábært hvað allir eru hjálpsamir hérna.
kv Tolli
Re: Undarleg hegðun á Hilux.
Posted: 12.mar 2014, 22:56
frá Hilmar Örn
var gangurinn í bílnum búinn að vera lengi skrýtinn fyrst það vantaði þennan skynjara. Eða fór hann allt í einu að verða skrýtinn.
Re: Undarleg hegðun á Hilux.
Posted: 12.mar 2014, 23:03
frá Tollinn
Hilmar Örn wrote:var gangurinn í bílnum búinn að vera lengi skrýtinn fyrst það vantaði þennan skynjara. Eða fór hann allt í einu að verða skrýtinn.
Í raun var aldrein neitt að ganginum í honum en hann var mjög máttlaus en ég hélt að það væri nú bara eðlilegt þar sem þessir bílar hafa nú ekki verið frægir fyrir að vera eitthvað sprækir. Þegar ég tók svo fyrst á honum og lét hann snúast almennilega þá fór hann að hiksta aðeins í hægaganginum og virtist ætla hreinlega að drepa á sér. Þetta er allt saman hið undarlegasta mál.
kv Tolli