Síða 1 af 1

CJ7 Endurbætur

Posted: 09.mar 2014, 19:22
frá Sæfinnur
Sælir spjallverjar, Ég er með CJ7 skráðan 78 árgerð sem er með nánast handónýtri skúffu (körfu). Ég hef verið að velta mér uppúr því hvort ég eigi að leggjast í ryðbætingar eða útvega mér betri körfu. Við lestur á einhverjum amerískum spjallsíðum hef ég séð að þeir mæla með að maður fari frekar í Wrangler Körfu (tub) því að þær séu galvaniseraðar sem CJ körfurnar séu ekki, og því mun betri kaup í þeim. Spurningarnar eru því þessar; veit einhver hvort þetta sé rétt? Og þá hvaða árgerð komi með galvaniseraðu járni? Og hvaða árgerðir séu með körfu sem passar án mikilla breitinga? Eða eru kanski allir Wranglerarnir eins í grunnin.
Bestu kveðjur Stefán Gunnarsson