Síða 1 af 1

Útborun stýrisdælu á 1kz-t

Posted: 08.mar 2014, 13:36
frá einstef
Góðan dag. Getur einhver útskýrt fyrir mér hvað það er sem að er borað út á stýrisdælunni þegar tjakkur er settur..
ath að ég er ekki að tala um stýrismaskínuna heldur dæluna sem er föst á mótor.
Kv. Einar St

Re: Útborun stýrisdælu á 1kz-t

Posted: 08.mar 2014, 14:29
frá Startarinn
ætli þú sért ekki að tala um gatið sem er undir banjó boltanum/nipplinum á túrlögninni til að auka við flæðið á dælunni

Re: Útborun stýrisdælu á 1kz-t

Posted: 08.mar 2014, 17:08
frá einstef
það gæti verið. Þar undir eru 4 göt, er málið að bora þau út?

Re: Útborun stýrisdælu á 1kz-t

Posted: 08.mar 2014, 18:52
frá villi58
einstef wrote:það gæti verið. Þar undir eru 4 göt, er málið að bora þau út?

Já bora þau, minnir að ég hafi borað næstu stærð frá götunum. Ef götin eru 3mm þá 3,5mm fékk upplýsingar frá einhverjum sem ég man ekki lengur hver var.

Re: Útborun stýrisdælu á 1kz-t

Posted: 08.mar 2014, 20:18
frá Hilmar Örn
Ég var einhverntíman að brasa í þessu og minnir mig að það hafi þurft að bora út einhvern ventil sem er í stýrisdælunni. Allavegana þá reif ég eitthvað drasl úr dælunni og fór með í Artick trucks og þær boruðu þetta fyrir mig.

Prófaðu að heyra í Artick Trucks með þetta. þeir voru ekki dýrir enda snöggir að þessu, en þetta var sennilega á því herrans ári 2007 þegar allt var ódýrara :)