3,0 common rail í runner/hilux

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
ejonsson
Innlegg: 20
Skráður: 10.jan 2014, 07:53
Fullt nafn: Eiður Jónsson

3,0 common rail í runner/hilux

Postfrá ejonsson » 05.mar 2014, 10:11

Sælir
Er að forvitnast hefur einhver mixað 3.0 commcon rail með sjálfskiftingu úr LC í runner/hilux 94? finn ekki þráð sem mig minnir að ég hafi séð héra. Ef einhver hefur gert þetta þá væri gaman að forvitnast um hversu mikið mál þetta er. Þá er ég aðallega að spá í rafmagnsmálum rafkerfi, mælaborð og öllu svoleiðis.
Kv Eiður



User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: 3,0 common rail í runner/hilux

Postfrá Óskar - Einfari » 05.mar 2014, 11:32

Þetta hefur verið gert, oftar en einusinni, allavega í hilux. En ég man því miður ekki eftir því fyrir þig hverjir voru að þessu :(

Eitthvað minnir mig að ef þú ert ekki með bílinn bodyhækkaðan þurfi að breyta miðjustokknum í gólfinu talsvert til að koma þessu fyrir. Ég veit ekki hvernig mælaborðs eða rafkerfismál voru leyst.
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


raggijo
Innlegg: 7
Skráður: 16.jan 2014, 07:52
Fullt nafn: Ragnar Jónsson
Bíltegund: Toyota

Re: 3,0 common rail í runner/hilux

Postfrá raggijo » 19.mar 2014, 12:31

Sælir
Er enginn sem getur miðlað reynslu í þessum málum ? Er kanski enginn búin að gera þetta?
Fann bara einn þráð á f4x4 þar sem menn voru að brasa og sá bíll er mér vitandi ekki komin á ferðinna.

Kv Ragnar og Eiður
(sem langar í fleirri hestöfl og olíuhræru)


stebbi1
Innlegg: 170
Skráður: 03.feb 2010, 17:23
Fullt nafn: Stefán Grímur Rafnsson
Bíltegund: Nissan Patrol
Staðsetning: Vopnafjörður

Re: 3,0 common rail í runner/hilux

Postfrá stebbi1 » 19.mar 2014, 12:40

viewtopic.php?f=9&t=13914

Hérna er einn þráður.
44" Nissan patrol (ofur~patti)
35" Suzuki samurai árg 92
35" suzuki samurai 6x6
Chervolet blazer 74 árg

----------Suzuki half the size twice the guts----------


raggijo
Innlegg: 7
Skráður: 16.jan 2014, 07:52
Fullt nafn: Ragnar Jónsson
Bíltegund: Toyota

Re: 3,0 common rail í runner/hilux

Postfrá raggijo » 20.mar 2014, 16:45

Já var búinn að sjá þennan en hann er ekki farinn að keyra mér vitanlega.

KvRaggi


Einari
Innlegg: 21
Skráður: 18.apr 2013, 16:46
Fullt nafn: Einar Örn Kristjánsson
Bíltegund: Toyota

Re: 3,0 common rail í runner/hilux

Postfrá Einari » 20.mar 2014, 19:56

http://www.f4x4.is/myndasvaedi/2-4efi-3-0tdi/

Hérna er ein mynd, en þær voru fleiri og lýsing með þeim hvernig hann gerði þetta. Spurning um að setja sig í samband við þennan Atla Eggertsson, virðist hafa brasað ýmislegt með 4runner og hilux.

myndirnar voru inná uppsveitir.is/knarrarholt En sú síða virkar ekki lengur.


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: 3,0 common rail í runner/hilux

Postfrá grimur » 20.mar 2014, 20:04

...en það var held ég örugglega ekki common rail vél.....


Einari
Innlegg: 21
Skráður: 18.apr 2013, 16:46
Fullt nafn: Einar Örn Kristjánsson
Bíltegund: Toyota

Re: 3,0 common rail í runner/hilux

Postfrá Einari » 20.mar 2014, 20:06

aaaaa......nei var sennilega bara tölvuolíuverkið


fordson
Innlegg: 102
Skráður: 26.nóv 2011, 21:49
Fullt nafn: Kraki Ásmundarson

Re: 3,0 common rail í runner/hilux

Postfrá fordson » 20.mar 2014, 21:29

Er ekki 46 tommu patrol á Siglufirði með 3.0 common rail úr 120 lc?
já ætli það nú ekki


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: 3,0 common rail í runner/hilux

Postfrá grimur » 20.mar 2014, 21:38

Jú mikið rétt, Hjalti nokkur Gunnarsson held ég að eigi/hafi átt kynbættan Patrol.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: 3,0 common rail í runner/hilux

Postfrá jeepson » 20.mar 2014, 22:31

Var ekki sá patrol með vél úr 100cruiser 4,2?? Guðni vinur okkar á Sigló á nú að geta svarað þessu. Mig minnir að það hafi verið 4.2 vél í honum og henni fylgdu 2 svartir ruslapokar með rafkerfi ef að ég man söguna rétt.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Hilmar Örn
Innlegg: 116
Skráður: 07.feb 2011, 18:05
Fullt nafn: Hilmar Örn Smárason
Bíltegund: 44" 4Runner
Staðsetning: Kópavogur

Re: 3,0 common rail í runner/hilux

Postfrá Hilmar Örn » 21.mar 2014, 21:07

Þessi var ekki nema 2 mánuði að brasa í rafmagninu og er mikið eftir eins og sjá má.

http://www.youtube.com/watch?v=_WfMhCUb ... e=youtu.be


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 14 gestir