Síða 1 af 1
Sprunga í hásingu
Posted: 01.mar 2014, 20:54
frá Hlynurn
Er með Toyota Hilux sem ég fékk fyrir stuttu, þannig er mál með vexti að afturhásing var brotin þegar ég fékk hann (og búið að sjóða groddalega saman). Ég fór á bílnum í stutta ferð og hafði ekki hugmynd af þessu vandamáli og suðan hefur eitthvað sprungið þannig að það lekur olía úr hásingunni og því spyr ég, Hvað er best að gera? Láta taka þetta undan og sjóða þetta saman allmennilega eða þarf ég að fara finna mér aðra hásingu til að láta setja undir bílinn?
Og þar sem ég hef lítið vit á hásingum og öðrum búnaði sem er á þeim (td. Bremsum) og hef enga aðstöðu, þá spyr ég hvert er best að fara með þetta, bæðu upp á gæði og að þurfa ekki að gefa aðra hendina og eitt eista fyrir verkið.
Re: Sprunga í hásingu
Posted: 01.mar 2014, 20:57
frá Stebbi
Ef að bíllinn er enþá á blaðfjöðrum að aftan þá er ekkert mál að skipta um hásingu sjálfur. Verra mál ef það er komin gormafjöðrun því þá þarf að færa allt það drasl á milli.
Re: Sprunga í hásingu
Posted: 01.mar 2014, 22:13
frá Hlynurn
búið að taka fjaðrirnar og setja 4link. þannig að það vantar ekki drasl sem er fyrir, svo er bremsurör rétt örfáum cm fyrir ofan þessa helv... suðu. Einnig er loftlás í hásingunni sem mig langar mjög mikið að halda.
Re: Sprunga í hásingu
Posted: 01.mar 2014, 22:31
frá Atttto
Fara með þetta í stál og stansa og láta þá græja þetta fyrir þig,
Nema þú treystir þér til að rífa hásinguna undan bílnum og köggulinn úr og fara með hana svoleiðis til þeirra, líklega ódýrara,
en þykir líklegt ef þú ferð með þetta til stál og stansa þá taka þeir bara köggulinn úr og sjóða svo í sprunguna það ætti alveg að halda næstu árin, á líklega eftir að endast bílinn.
Kv. Atli
Re: Sprunga í hásingu
Posted: 01.mar 2014, 22:55
frá Hlynurn
Sæll, ég prófa að heyra í þeim á mánudaginn þá, fyrst þeir þurfa að rífa köggulinn úr eru einhverjir slithlutir í þessu sem ég ætti að fá þá til að skipta út í leiðinni?
Kv. Hlynur
Re: Sprunga í hásingu
Posted: 01.mar 2014, 23:13
frá villi58
Hlynurn wrote:Sæll, ég prófa að heyra í þeim á mánudaginn þá, fyrst þeir þurfa að rífa köggulinn úr eru einhverjir slithlutir í þessu sem ég ætti að fá þá til að skipta út í leiðinni?
Kv. Hlynur
Fyrst þarf að taka köggulinn úr og þar með öxla þá mundi ég yfirfara allt, bremsudótið, hjólalegur, skipta um pakkdósir og yfirfara drif, rauninni allt gamsið fyrst þú þarft að rífa svona. Öryggið á oddinn!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Re: Sprunga í hásingu
Posted: 01.mar 2014, 23:21
frá Hlynurn
villi58 wrote:Hlynurn wrote:Sæll, ég prófa að heyra í þeim á mánudaginn þá, fyrst þeir þurfa að rífa köggulinn úr eru einhverjir slithlutir í þessu sem ég ætti að fá þá til að skipta út í leiðinni?
Kv. Hlynur
Fyrst þarf að taka köggulinn úr og þar með öxla þá mundi ég yfirfara allt, bremsudótið, hjólalegur, skipta um pakkdósir og yfirfara drif, rauninni allt gamsið fyrst þú þarft að rífa svona. Öryggið á oddinn!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Það er ekkert nóg þó að skvísan segist vera á pillunni eða að fyrri eigandi segi að þetta eigi allt að vera í lagi... Bið Þá um að fara yfir þetta allt. Takk fyrir öll þessi skjótu svör :)
Kveðja, Hlynur
Re: Sprunga í hásingu
Posted: 02.mar 2014, 04:33
frá TDK
Alltaf gaman að sjá þegar menn hugsa hlutina til enda og eru skynsamir
Re: Sprunga í hásingu
Posted: 17.mar 2014, 17:25
frá Hlynurn
Jæja, Eftir að hafa farið með bílinn til þeirra í stál og stansa og sýnt þeim þetta úti á plani var pantaður tími, og bíllinn fór inn áðan, stuttu eftir að hann var farinn inn fékk ég leiðinlegt símtal....
Hásingin er það slæm (Brotin og búið er að sjóða í og rammskökk) að þeir vilja ekki gera við hana og vantar mig því hásingu, Skilst að þetta sé 8" hásing.
Ef einhver á svona tóma afturhásingu þá má endilega hringja í mig í síma 6954030
Er það ekki annars rétt að 92 árgerð af hilux sé 8"?
Kveðja, Hlynur
Re: Sprunga í hásingu
Posted: 17.mar 2014, 18:04
frá ellisnorra
Jú ef það er original hásing þá er það 8". Passaðu bara að fá jafn breiða hásingu, þær eru til 144cm milli felgusæta á bíl með original framhásingu og svo komu bílar með klafa að framan með 149cm milli felgusæta. Einfaldast fyrir þig að mæla hásinguna sem þú ert með til að vera viss um að fá eins.
Re: Sprunga í hásingu
Posted: 17.mar 2014, 18:06
frá hobo
Svo þarftu væntanlega að skera 4-link eyrun af gömlu hásingunni og sjóða á nýju. Nema þú sér heppinn og þurfir þess ekki.
Re: Sprunga í hásingu
Posted: 17.mar 2014, 18:26
frá Hlynurn
Sælir,
ég var búinn að gera ráð fyrir því að færa þyrfti eyrun og allt á milli, en takk fyrir að benda mér á þetta með breiddina á hásingunni Elli, fer og mæli þetta.
Kv. Hlynur
Re: Sprunga í hásingu
Posted: 17.mar 2014, 20:02
frá olei
Hvaða dekkjastærð, drifhlutföll, vél eru í þessum bíl?
Kannski er þetta einmitt tíminn til að uppfæra í sterkari afturhásingu?
Re: Sprunga í hásingu
Posted: 17.mar 2014, 20:15
frá Hlynurn
Veit ekki með hlutföll en hann er á 38" og 22r-te vél í bílnum sem er að skila 130-150 hestöflum.
Re: Sprunga í hásingu
Posted: 17.mar 2014, 21:57
frá ellisnorra
Þá hefuru engar áhyggjur af þessu, hendir eins röri undir. Hitt hefur verið eyðlagt með djöfulgangi, keyrt duglega á grjót eða verið að æfa langstökk, eða jafnvel þrístökk!
Re: Sprunga í hásingu
Posted: 17.mar 2014, 21:58
frá Hlynurn
elliofur wrote:Jú ef það er original hásing þá er það 8". Passaðu bara að fá jafn breiða hásingu, þær eru til 144cm milli felgusæta á bíl með original framhásingu og svo komu bílar með klafa að framan með 149cm milli felgusæta. Einfaldast fyrir þig að mæla hásinguna sem þú ert með til að vera viss um að fá eins.
Sæll, fór og mældi þetta og þetta voru 134cm á milli Flangsa (ómögulegt að mæla þetta öðrvísi þar sem bílinn stendur á dekkjum). Akkúrat þegar ég var að skríða undir bílnum þá hringdi síminn og einn sem var með Original Toyota hásingu, spurði um lengdina voru málinn á þeirri hásingu uþb 10-11cm styttri á milli flangsa en hjá mér.
Og bílinn er á klöfum að framan.
Skil ekkert í þessu, og er núna að rífast við símann um að fá myndirnar sem ég var að enda við að taka af hásingunni.
kv. Hlynur
Re: Sprunga í hásingu
Posted: 17.mar 2014, 22:13
frá ellisnorra
Já sennilega er elsti hiluxinn með 141cm milli flánsa. Þessar tölur eru reyndar bara teknar úr mínu stopula minni :)
Hvaða árgerð er bíllinn þinn og veistu fyrir víst hvort hann kom original á klöfum eða með framhásingu?
Re: Sprunga í hásingu
Posted: 17.mar 2014, 22:18
frá Hlynurn
Sæll, Hann er 92 árgerð, Hann er á klöfum að framan (Hef samt ekki hugmynd hvort hann var á þeim original). Þetta var/er SR5 týpan.
Kv. Hlynur
Re: Sprunga í hásingu
Posted: 17.mar 2014, 23:05
frá ellisnorra
Þá ertu for sure með 149cm breiðu hásinguna. Það getur verið að ég eigi svona rör handa þér, get athugað það á miðvikudaginn ef þú hefur ekki fundið neitt annað fyrr en þá, en ég er aðeins fyrir utan bæinn (rétt hjá Akranesi).
Annars liggur þetta víða.
Re: Sprunga í hásingu
Posted: 17.mar 2014, 23:20
frá Hlynurn
Sæll, ég held áfram að reyna, en ef þú átt þetta til þá væri ég allveg til í að versla rörið af þér.
Og takk fyrir alla hjálpina með að finna út úr þessu.
Kveðja, Hlynur
Re: Sprunga í hásingu
Posted: 18.mar 2014, 01:34
frá grimur
Ég á svona rör sem fer að verða afgangs hjá mér. Minniháttar mál að tæta það undan. Kemur undan xtra cab og á að vera í réttri breidd.
Kv
Grímur,
grimurj@ossur.com, 664 1001
Re: Sprunga í hásingu
Posted: 18.mar 2014, 22:58
frá Hlynurn
grimur wrote:Ég á svona rör sem fer að verða afgangs hjá mér. Minniháttar mál að tæta það undan. Kemur undan xtra cab og á að vera í réttri breidd.
Kv
Grímur,
grimurj@ossur.com, 664 1001
Sæll,
ég er líklegast til kominn með rör. ef það klikkar eitthvað þá heyri ég í þér en ég á samt ekki von á því.
Kv. Hlynur
Re: Sprunga í hásingu
Posted: 18.mar 2014, 23:21
frá juddi
Gæti verið að hásingin sé orgina 4Runner hásing og kemur þá með 4 link festingum orginal og þá minna mál að skipta henni út