Síða 1 af 1

Dempara Uppsetning

Posted: 28.feb 2014, 17:32
frá Subbi
Jæja Bilstein Demparar að fara í Suburban allan Hringinn

er samt að spá þetta helvítis vagg til hliðana á honum getur ástæðan legið í að Demparar að aftan eru festir þannig að annar liggur á Ská frá Hásingu frm og upp i Grind meðan hinn er eins nema liggur aftur og upp í grind þeas sami frágangur á þeim og meðan hann var á Fjörðum

Finnst eins og vaggið eigi upptök sín að aftan ætla að breyta festingum þannig að þeir verði lóðréttir aftan eða framan við Gormana að aftan Framdemparar fara inn í Gormana og er ekkert að fjörðun þar

En er það ekki hugsanlegt að þessi uppsetning á Dempurunum eins og hún er núna með Gormum að aftan sé að valda togstreitu í fjörðunini þannig að hann fer að vagga sér til hliðana sitt á hvað því dempararnir séu að krossvíxla

Fjaðrir finna ekki fyrir þessu þar sem þar er meira bara lóðrétt fjöðrun og minni teygja en á Gormum sem eru mýkri

Re: Dempara Uppsetning

Posted: 28.feb 2014, 19:07
frá Freyr
Það að setja demparana lóðrétta gerir þá stífari en styttir að sama skapi fjöðrunarsviðið sem þeir bjóða upp á. Það sem þú þarft að gera er að færa demparana utar á hásinguna. Best að festa þá sem næst hjólunum á hásingunni og utan við grind að ofan. Vandinn er sá að þeir eru svo innarlega undir bílnum að þeir halda ósköp lítið við hliðarhreyfingar.

Kv. Freyr

Re: Dempara Uppsetning

Posted: 28.feb 2014, 23:01
frá JonHrafn
Í bílum með orginal gormafjöðrun að aftan og stífur þá halla dempararnir inn að ofan, eins og áður var sagt, hafa þá eins utarlega og hægt er á hásingunni, en síðan halla þeir örlítið inn að ofan, hef séð þetta á fleiri en einum gormabíl orginal. Ekki halla þeim fram og aftur.

Re: Dempara Uppsetning

Posted: 01.mar 2014, 00:05
frá Freyr
Ástæðan fyrir fram/aftur staðsetningunni er til að halda við vindingskraftana sem verða við inngjöf og hemlun. Í gormafjöðrun er það óþarft því þar sjá stífurnar um það. Fram/aftur hallinn sem slíkur er ekki ástæða þess að jeppinn vaggar, það er sem fyrr segir vegna þess hve innarlega þeir eru.

Re: Dempara Uppsetning

Posted: 03.mar 2014, 18:18
frá Subbi
pakkinn kominn í hús :)

Image