Dempara Uppsetning

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
Subbi
Innlegg: 282
Skráður: 05.jan 2013, 00:23
Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
Bíltegund: GMC Suburban

Dempara Uppsetning

Postfrá Subbi » 28.feb 2014, 17:32

Jæja Bilstein Demparar að fara í Suburban allan Hringinn

er samt að spá þetta helvítis vagg til hliðana á honum getur ástæðan legið í að Demparar að aftan eru festir þannig að annar liggur á Ská frá Hásingu frm og upp i Grind meðan hinn er eins nema liggur aftur og upp í grind þeas sami frágangur á þeim og meðan hann var á Fjörðum

Finnst eins og vaggið eigi upptök sín að aftan ætla að breyta festingum þannig að þeir verði lóðréttir aftan eða framan við Gormana að aftan Framdemparar fara inn í Gormana og er ekkert að fjörðun þar

En er það ekki hugsanlegt að þessi uppsetning á Dempurunum eins og hún er núna með Gormum að aftan sé að valda togstreitu í fjörðunini þannig að hann fer að vagga sér til hliðana sitt á hvað því dempararnir séu að krossvíxla

Fjaðrir finna ekki fyrir þessu þar sem þar er meira bara lóðrétt fjöðrun og minni teygja en á Gormum sem eru mýkri


Kemst allavega þó hægt fari

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Dempara Uppsetning

Postfrá Freyr » 28.feb 2014, 19:07

Það að setja demparana lóðrétta gerir þá stífari en styttir að sama skapi fjöðrunarsviðið sem þeir bjóða upp á. Það sem þú þarft að gera er að færa demparana utar á hásinguna. Best að festa þá sem næst hjólunum á hásingunni og utan við grind að ofan. Vandinn er sá að þeir eru svo innarlega undir bílnum að þeir halda ósköp lítið við hliðarhreyfingar.

Kv. Freyr

User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: Dempara Uppsetning

Postfrá JonHrafn » 28.feb 2014, 23:01

Í bílum með orginal gormafjöðrun að aftan og stífur þá halla dempararnir inn að ofan, eins og áður var sagt, hafa þá eins utarlega og hægt er á hásingunni, en síðan halla þeir örlítið inn að ofan, hef séð þetta á fleiri en einum gormabíl orginal. Ekki halla þeim fram og aftur.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Dempara Uppsetning

Postfrá Freyr » 01.mar 2014, 00:05

Ástæðan fyrir fram/aftur staðsetningunni er til að halda við vindingskraftana sem verða við inngjöf og hemlun. Í gormafjöðrun er það óþarft því þar sjá stífurnar um það. Fram/aftur hallinn sem slíkur er ekki ástæða þess að jeppinn vaggar, það er sem fyrr segir vegna þess hve innarlega þeir eru.

User avatar

Höfundur þráðar
Subbi
Innlegg: 282
Skráður: 05.jan 2013, 00:23
Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
Bíltegund: GMC Suburban

Re: Dempara Uppsetning

Postfrá Subbi » 03.mar 2014, 18:18

pakkinn kominn í hús :)

Image
Kemst allavega þó hægt fari


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 48 gestir