Síða 1 af 1
sma vesen a styrisdaelu
Posted: 28.feb 2014, 14:58
frá runar7
Þetta er nú ekki jeppa tengt þannig poststjorar hafa fullt leyfi til að eyða.
Enn vandamál mín liggja í styrisdaelu í subaru legacy second generation 1998 model, fyrir svona mánuði síðan hætti vokvastyrid hjá mér að virka bætti ég tha strax vokva á stýrið og ekkert lagaðist ahvad bara að daelann vaeri ónýt og ætlaði að kaupa mér nýja í dag og skippta um yfir helgina enn svo í gaer kom vokvastyrid inn og allt í góðu dettur einhverjum í hug hvað þetta gaeti verið
MBK Rúnar H
Re: sma vesen a styrisdaelu
Posted: 28.feb 2014, 15:08
frá jongud
Það hefur tæmst duglega af, og svo bættir þú á, en þá hefur verið loft inni á stýrinu. Núna þegar þú ert búinn að hreyfað það svolítið þá er loftið farið.
Re: sma vesen a styrisdaelu
Posted: 28.feb 2014, 15:50
frá Navigatoramadeus
jongud wrote:Það hefur tæmst duglega af, og svo bættir þú á, en þá hefur verið loft inni á stýrinu. Núna þegar þú ert búinn að hreyfað það svolítið þá er loftið farið.
það sem jongud segir, til að aflofta á að setja vökva í topp á forðabúri, snúa stýri 2-3x borð í borð (framhjól á lofti), athuga vökvastöðu og bæta á ef þarf, setja svo í gang og snúa borð í borð 2-3x og ef ekkert væl eða hnökrar eru á stýrinu ætti lofið að vera farið, athuga vökvastöðu og út að keyra.
Re: sma vesen a styrisdaelu
Posted: 28.feb 2014, 16:49
frá runar7
skrítnasta er að ég gerði nákvæmlega eins og jongud skrifar þegar ég bætti á hann enn hann skánaði ekkert svo allt í einu svona 2-3 vikum seinna og sirka 500 km þá bara á leið í vinnuna allt eins og nýtt
Re: sma vesen a styrisdaelu
Posted: 28.feb 2014, 17:07
frá gislisveri
Ertu búinn að skoða reimina?
Re: sma vesen a styrisdaelu
Posted: 28.feb 2014, 17:40
frá runar7
jamm nýleg og strekt
Re: sma vesen a styrisdaelu
Posted: 28.feb 2014, 18:46
frá Sævar Örn
Hefur yfirþrýstiventillinn i dælunni ekki bara staðið fastur opinn? Það hefur gerst
Re: sma vesen a styrisdaelu
Posted: 01.mar 2014, 02:58
frá runar7
jahá þarna komstu með eitthvað sem að ég hef aldrei heyrt um sævar minn ;)
Re: sma vesen a styrisdaelu
Posted: 01.mar 2014, 08:22
frá Sævar Örn
Ég hef heldur aldrei séð þetta gerast í raun, en það var talað um þetta í skólanum á sínum tíma og þá einnig að þetta væri algengt í stýrisdælum í nissan og mercedes, -einnig að þetta hefði átt það til að gerast á smurolíudælum með slæmum afleiðingum en aðallega ef olía var orðin sótmettuð
Mér datt þetta í hug því þú sagðist hafa bætt á stýrið en samt haldið fyrir rest að dælan væri ónýt, það merkir að þú hafir hvergi fundið leka á stýrinu, enda á ekki að þurfa að bæta á stýrisforðabúr nema leki sé
Þetta gæti útskýrt þrýstifall sem svo "allt í einu" lagast af sjálfu sér
Re: sma vesen a styrisdaelu
Posted: 07.mar 2014, 19:26
frá runar7
enginn leki neinstaðar sjáanlegur allavega, keypti bara bílinn og 2 vikum seinna gerist þetta og þá vantaði kannski 100 ml ef það náði því á hann og ég bætti því á skrítin bilun enn þetta virkar í dag þannig maður sættir sig svosem við þetta =D