Síða 1 af 1

Vélarvandamál í toyoty corollu

Posted: 27.feb 2014, 11:29
frá hilux
Daginn meistarar ég ætlaði nú bara rétt að kanna hvort þið hafið einhverja hugmynd hvað gæti verið að 96 árg af toyotu corollu tík. Málið er að það er búið að taka hedd í gegn plana og alles hóna cylendra og allt voða fínt. En nær ekki upp fullri þjöppu á nr 2 , ný kerti og búið að mæla allt út ásamt spíssum. Endilega ausið úr viskubrunn ykkar

Re: Vélarvandamál í toyoty corollu

Posted: 27.feb 2014, 12:16
frá biturk
Ef hann nær ekki þjoppu getur hafa kluðrast hónun eða þá að ventlar séu vanstilltir eða illa þéttir
Nú eða gölluð heddpakkning eða lent kusk á milli
Prufaðu að setja sma olíu inná cylenderinn og þjoppumæla aftur, ef hann þjappar betur er líklega óþéttir hringir eða vitlaust settir í

Re: Vélarvandamál í toyoty corollu

Posted: 27.feb 2014, 12:23
frá hilux
takk fyrir þetta en það er búið að rífa heddið af og skoða allt og ekkert sést athugarvert spurning með ventla að stilla þá aftur

Re: Vélarvandamál í toyoty corollu

Posted: 27.feb 2014, 16:40
frá biturk
svo er náttúrulega herslutölur mikilvægar eins og menn vita og í réttri röð

annars er bara að prófa að þjöppumæla og skera úr hvort það séu hringir eða ventlar sem eru vandamálið, nú er heddið ónýtt? var það þrýstimælt?

Re: Vélarvandamál í toyoty corollu

Posted: 27.feb 2014, 17:54
frá solemio
hvaða vél er þetta 1300 eða 1600????

Re: Vélarvandamál í toyoty corollu

Posted: 27.feb 2014, 19:35
frá hilux
biturk wrote:svo er náttúrulega herslutölur mikilvægar eins og menn vita og í réttri röð

annars er bara að prófa að þjöppumæla og skera úr hvort það séu hringir eða ventlar sem eru vandamálið, nú er heddið ónýtt? var það þrýstimælt?


Nei það var maður með 30 ára reynslu sem sagði að það væri sennilega stimpilhringur svo honum var bara trúað og allt opnað til að skipta um ekkert athugavert eftir að opnað var og allt í gúddý. Heddið það er allt nýtt í heddi þrýstiprufað planað nýjir ventlar og allt, 1600 bíll .

Re: Vélarvandamál í toyoty corollu

Posted: 27.feb 2014, 19:43
frá biturk
Já en ef þú þjöppumælir bílinn þá geturu fundið vandamálið pottþétt og unnið þig út frá því

En ventlastilling og slípun er möst að framkvæma eftir svona aðgerðir

En það hefur greinilega eitthvað klikkað víst hann þjappar ekki eftir þessar aðgerðir og þú getur fundið vandamálið með að prufa þig áfram með þjöppumælinn og og skera úr um hvort það eru ventlar, hringir eða pakkning óþétt með því, við getum bara gefið þér hugmyndir um hvað geti verið að yfir netið :)

Re: Vélarvandamál í toyoty corollu

Posted: 27.feb 2014, 20:16
frá hilux
biturk wrote:Já en ef þú þjöppumælir bílinn þá geturu fundið vandamálið pottþétt og unnið þig út frá því

En ventlastilling og slípun er möst að framkvæma eftir svona aðgerðir

En það hefur greinilega eitthvað klikkað víst hann þjappar ekki eftir þessar aðgerðir og þú getur fundið vandamálið með að prufa þig áfram með þjöppumælinn og og skera úr um hvort það eru ventlar, hringir eða pakkning óþétt með því, við getum bara gefið þér hugmyndir um hvað geti verið að yfir netið :)


jamst takk fyrir þetta :) Ég fékk nú bara bílinn svona og ætlaði að reyna laga þetta fyrir systur mína