Síða 1 af 1

Að blinda EGR ventil

Posted: 04.nóv 2010, 10:42
frá Arsaell
Hvaða skoðun hafa menn á því að blinda EGR ventilinn í disel vélum til að losna við að það sé allt að fyllast af sóti og drullu. Ég reif EGR búnaðinn frá þegar bílinn var kominn í 60.000 km og það var ansi mikið af drullu sem að þetta hafði safnað þarna inn, get ekki ímyndað mér að þetta sé gott fyrir vélarnar að taka svona sótugt loft inná sig.

Er einhver sem að hefur reynslu af þessu góða eða slæma? Ég veit reyndar að þetta getur orsakað meiri hita þar sem að það er súrefnisríkara loft að fara inná vélina, en veit ekki alveg uppað hvaða marki.

Re: Að blinda EGR ventil

Posted: 04.nóv 2010, 11:37
frá Þorri
Ég smíðaði helling af plötum fyrir hann Kjartan í mosó til að blinda þetta í fordinum hann getur örugglega frætt þig um þetta mig minnir að þetta heiti GK viðgerðir hjá honum.
Kv. Þorri

Re: Að blinda EGR ventil

Posted: 04.nóv 2010, 21:58
frá Sævar Örn
Bara vera duglegur að leyfa græjunni að snúast og vera ekki að pína hana á lágum snúningi alla daga alltaf og Halda innanbæjarsnatti í lágmarki osfv. þá eru EGR vandamál úr sögunni.

Re: Að blinda EGR ventil

Posted: 04.nóv 2010, 22:02
frá nobrks
Þessi EGR búnaður eykur rúmmálsnýtni vélarinnar á vissum snúning undir litlu álagi.
Ég tók þetta úr sambandi á Pajeroinum mínum 3.2 DID, það nægði að blinda vacumlögnina að lokanum frá EGR inn á soggreinina, engin vélaljós eða neitt vesen, grunar að þetta sé svipað setup hjá þér.