Síða 1 af 1
					
				Hjálp! 4-link eða rover stífur að framan?
				Posted: 25.feb 2014, 15:33
				frá gudnisigthor
				Er að velta því fyrir mér að setja 4-link að framan í lúxan hjá mér eða á maður bara að setja rover stífur..?
er eitthver sem hefur reinslu af því...?
hverjir eru kostirnir og hinsvegar gallarnir..?
allar atugasemdir vel þegnar.
			 
			
					
				Re: Hjálp! 4-link eða rover stífur að framan?
				Posted: 26.feb 2014, 08:14
				frá jongud
				Það eru færri fóðringar ef þú notar 2 langstífur (rover stífur). Einnig taka fjórar langstífur meira pláss en tvær. Það er nefnilega stundum erfitt að koma fjórum stífum fyrir án þess að þær rekist í mótor eða stýrisgang.
Það er hvorki mótor eða stýrisgangur að aftan í jeppum (svona yfirleitt!) þannig að 4-link er algengara þar.
			 
			
					
				Re: Hjálp! 4-link eða rover stífur að framan?
				Posted: 26.feb 2014, 10:56
				frá Stebbi
				Einfaldara er lang oftast betra.  Rover stýfur eru komnar fyrr undir, kosta minni pælingar sem skilar sér í meiri aksturstíma á kagganum.
			 
			
					
				Re: Hjálp! 4-link eða rover stífur að framan?
				Posted: 26.feb 2014, 21:01
				frá firebird400
				4-link hentar í kvartmílubíla.
Range Rover systemið virkar vel í torfærum.
Einu rökin sem þarf !
			 
			
					
				Re: Hjálp! 4-link eða rover stífur að framan?
				Posted: 26.feb 2014, 21:20
				frá SævarM
				firebird400 wrote:4-link hentar í kvartmílubíla.
Range Rover systemið virkar vel í torfærum.
Einu rökin sem þarf !
range rover virkar í lagi að framan í torfærum enn er glatað að aftan í jeppum.
myndi aldrei nota radius arma að aftan í jeppa enn er ásættanlegt að framan þar sem að bílinn keyrir hásinguna niður við átök.
enn það er hægt að stilla það átak ef notast er við four link
 
			
					
				Re: Hjálp! 4-link eða rover stífur að framan?
				Posted: 26.feb 2014, 22:06
				frá gudnisigthor
				jáþakka ykkur.. ætli maður setji þá ekki rover stífur að framan. 
Eru þið með eitthverja skemtilega uppsetningu á þessu (myndir)?
 hvað eru þið að færa hásinguna langt framm?