Hjálp! 4-link eða rover stífur að framan?

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
gudnisigthor
Innlegg: 17
Skráður: 19.des 2011, 12:10
Fullt nafn: Guðni Sigþór Berglindarson

Hjálp! 4-link eða rover stífur að framan?

Postfrá gudnisigthor » 25.feb 2014, 15:33

Er að velta því fyrir mér að setja 4-link að framan í lúxan hjá mér eða á maður bara að setja rover stífur..?
er eitthver sem hefur reinslu af því...?
hverjir eru kostirnir og hinsvegar gallarnir..?
allar atugasemdir vel þegnar.



User avatar

jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Hjálp! 4-link eða rover stífur að framan?

Postfrá jongud » 26.feb 2014, 08:14

Það eru færri fóðringar ef þú notar 2 langstífur (rover stífur). Einnig taka fjórar langstífur meira pláss en tvær. Það er nefnilega stundum erfitt að koma fjórum stífum fyrir án þess að þær rekist í mótor eða stýrisgang.
Það er hvorki mótor eða stýrisgangur að aftan í jeppum (svona yfirleitt!) þannig að 4-link er algengara þar.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Hjálp! 4-link eða rover stífur að framan?

Postfrá Stebbi » 26.feb 2014, 10:56

Einfaldara er lang oftast betra. Rover stýfur eru komnar fyrr undir, kosta minni pælingar sem skilar sér í meiri aksturstíma á kagganum.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

firebird400
Innlegg: 171
Skráður: 10.aug 2012, 18:47
Fullt nafn: Agnar Áskelsson

Re: Hjálp! 4-link eða rover stífur að framan?

Postfrá firebird400 » 26.feb 2014, 21:01

4-link hentar í kvartmílubíla.

Range Rover systemið virkar vel í torfærum.

Einu rökin sem þarf !
Agnar Áskelsson
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík


SævarM
Innlegg: 165
Skráður: 05.feb 2010, 16:19
Fullt nafn: Sævar Már Gunnarsson
Staðsetning: Sandgerði

Re: Hjálp! 4-link eða rover stífur að framan?

Postfrá SævarM » 26.feb 2014, 21:20

firebird400 wrote:4-link hentar í kvartmílubíla.

Range Rover systemið virkar vel í torfærum.

Einu rökin sem þarf !



range rover virkar í lagi að framan í torfærum enn er glatað að aftan í jeppum.
myndi aldrei nota radius arma að aftan í jeppa enn er ásættanlegt að framan þar sem að bílinn keyrir hásinguna niður við átök.
enn það er hægt að stilla það átak ef notast er við four link
Jeep willys 64, Torfærubíll
TurboCrew Offroad Team


Höfundur þráðar
gudnisigthor
Innlegg: 17
Skráður: 19.des 2011, 12:10
Fullt nafn: Guðni Sigþór Berglindarson

Re: Hjálp! 4-link eða rover stífur að framan?

Postfrá gudnisigthor » 26.feb 2014, 22:06

jáþakka ykkur.. ætli maður setji þá ekki rover stífur að framan.
Eru þið með eitthverja skemtilega uppsetningu á þessu (myndir)?
hvað eru þið að færa hásinguna langt framm?


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 50 gestir